sunnudagur, desember 31, 2006

Árið 2006..

....senn líður á lokum á árinu 2006 aðeins c.a 8 klst eftir. Er ekki frá því að ég eigi eftir að sakna ársins. Fannst þetta hafa liðið heldur of fljótt ef ég á að segja alveg eins og er :o/ Við stöllur vorum heldur lélegar í blogginu þetta árið. Einhver lægð hjá okkur ;) En ef til vill verður mitt áramótaheit að blogga oftar á nýju ári. Hvur veit! :op

Er að spá í að ljúka þessu blogg ári með smá annál, er það ekki svoldið "inn" í dag ;) hehe... Ætla nú bara að stikla á stóru. Man hvort sem er ekkert allt ;) tíhí... Læt kannski eina mynd fylgja hverjum mánuði :op

Janúar; Hmm....Hvar skal byrja....Erró kom í líf mitt. Aww þessi eska! Hefur gert líf mitt 1000x auðveldara :* Byrjaði mína næst síðustu önn í MÍ!




Febrúar; Stelpan gerðist búningadama hjá LMÍ, jáh aldrei of seint í rassin gripið að taka þátt í félagslífinu - enda var þetta magnað ;) Geggjað kvennafjör sem byrjaði í pottinum hjá afa og ömmu Bertu! LOVE IT! :-D



Mars; 9.mars stendur MJÖG upp úr þegar ég hugsa til baka. Þá fæddist yndislega dúllan mín hún Margrét :* Váh! svo magnað að besta vinkona mín sé mamma! Finnst það enn í dag! og á örugglega alltaf eftir að finnast það! Enda er hún svo mögnuð! Love you :* Ég hitti dömuna reyndar ekki fyrr en hún var orðin viku gömul! Jáh ég var víst svo spennt að ég fór yfir um og nældi mér í flensu :o/ En biðin var svo þess virði :-D Svo má nú ekki gleyma afmæli Rúnars og Bjarna í kjallaranum ;) Svo annað leiklistarpartý ;) tíhí




Apríl; Náttúrulega AÐAL mánuðirnn og byrjaði hann sko með trompi eða akkúrat á 1 degi aprílmánuðar. Stúlkan varð 21.árs! :-D Á páskunm hitti ég Ásgeir svo eftir 3.mánaðar fjarveru ;) Amma hélt upp á afmælið sitt. Kíkti á aldrei fór ég suður á ísó og var rúntandi um með henni Ingu Láru um kvöldið. Magnað :)
Héldum suprice-kveðjuhóf fyrir Sigurbjörgu. Ekkert smá gaman og ég & Berta aldrei verið eins öflugar á myndavélinni eins og þá :) hehe... Svo var einni Dimmisjon


Maí; Kláraði prófin í MÍ. Kláraði mína síðustu vinnudaga í FSÍ. Keyrði svo austur til Egilsstaða á vit ævintýrana og að elta kjallinn ;) Byrjaði minn fyrsta vinnudag hjá HSA - Egilsstöðum, með mikinn kvíðahnút í maganum og full tilhlökkunar :)




Júní og júlí; Smá heimþrá, enda mikil mömmu/pabba stelpa og hef aldrei búið nema hjá þeim ;) En einkenndis aðalegat af vinnu sem mér líkaði mjög vel við og fólkið var æðislegt! :) notaleg heitum, skoða umhverfið. Búsetu með tveimur vitleysingum ;) (sem mér þykir samt mjög væntum :* hehe).



Ágúst; Kláraði mínu síðustu daga hjá HSA. Pakkaði öllu niður því stelpan var að flytja heim með stuttu stoppi á Mallorca!! :-D híhí... Hef aldrei á ævinn verið eins sterk (burt séð frá smá kvörtun) bar niður rúm ,með smá hjálp ;) ehe, af þriðju hæð. Og ég veit ekki hvað og hvað! Er kraftakelling út í gegn ;) Síðan var það Mallorca í 2 vikur! Love it! Svo skemtilegt! Váh! Brosi allan hringinn :-D Veit að Gunna Dóra og Einar skemmtu sér líka vel; "Where are your girlfriends" ;) hehe....Síðan hófst mín ALLRA ALLRA SÍÐASTA önn í MÍ :-D







September; Einnkenndist af skóla, hittingi hjá okkur vinunum. Afmæli hjá Kristínu Ólafs og jáh ég er tóm :op hehe


Október; 3.okt -versti dagur lífs míns. Og eini ljósi punkturinn í þessum mánuði var 10.okt Mamma og pabbi 30.ára brúðkaupsafmæli. Amma og Afi 50.ára brúðkaupsafmæli. :-D Gefur manni von ;) Kort fengið í íþró og tekið út mikla ork sem vissi ekki að ég ætti til :op


Nóvember; Fórum suður til að halda upp á brúðkaupsafmæli ömmu og afa. Gistum á hótel Rangá! Just love it! Fórum á jólahlaðborð þar....nammm......*slef*... Var dugleg að fara í íþróttahúsið og út að skemmta mér (með og án áfengis nota bene ;)..) Síðan þetta daglega; skóli.






Desember; Hófst mín síðasta prótíð í MÍ! Mikið stress! Sem er að baki og enn þá meiri ánægja! Stelpan náði fjarnámsfrönskunni með þvílíkum glæsibrag ;) hehe.... Jóla-vina-hittingur 16.des GG* ;) hoho Ball á Krúsinn þar sem ég bókstaflega dansaði af mér fæturnar - gat varla gengið daginn eftir. 20.des, THE DAY, stelpan sett stolt upp hvítan koll! Og brosti hringinn í marga daga og brosir enn ;) Æðislegur dagur út í gegn! :* Svo komu jólin, awww,jólin. Þau voru yndisleg en samt svo skrítin :) Annars einkenndist desember að því að ég uppgvötaði ýmslegt um mig sjálfa og aðra. Ég gerði hluti sem ég bjóst aldrei við að ég myndi þora að gera eða einfaldlega geta gert!









Árið í heild sinni hefur verið viðburðarríkt á mörgum sviðum, enda hef ég þroskast mjög mikið á þessu ári og er ég yfir heildina séð mjög ánægð með það :-D


Síðustu orð mín á þessu ári á þessu bloggi verða;
Takk fyrir allt gamalt og gott kæru lesendur! Eigið æðisleg áramót, gangið hægt í gegnum gleðinnar dyr! (2007 let's bring it!)
GLEÐILEGT NÝTT ÁR!!!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gleðilegt nýtt ár skvísur;*

Dóri Skarp sagði...

okey Vera! mér þykir vænt um þig líka... þú hefðir mátt vera duglegri í eldhúsinu og þrifnaðinum:)

Vera sagði...

Hehe....oh...sorry Dóri!! :o/ ;)

Nafnlaus sagði...

gleðilegt árið vænur hænur...;)