laugardagur, desember 09, 2006

Klementínur VS mandarínur...

.....þar sem ég hugsa oft mikið.....um useless hluti.....þá rann það upp fyrir mér eitt kvöldið þegar ég lá sveitt yfir frönskubókunum og var að troða í mig mandarínum. Að ég vissi ekki munin á klementínu og mandarínu. Þá fór ég að hugsa meira; Af hverju eru þessi tvö nöfn yfir þennan sama hlut? Eru þær ekki nákvæmlega eins? Ég vissi allavega ekki munin.

Ég spurði sambloggarann minn að þessu og ei vissi hún svarið - lærða manneskjan sjálf ;)
Ég hélt satt best að segja að klementínur væri svona "fínna" orð yfir mandarínur. Eins konar jólaorð.... Því ég heyri þetta orð eingöngu notað yfir mandarínur á jólunum.....

Við tók margar andvökunætur og vangaveltur um það í hverju munurinn væri fólginn....

Ég einfaldega vissi ekki muninn. Ég spurði Gunnu Dóru, vinkonu mína, hvort hún vissi það, "nei" var svarið. Þetta var farið að vera þungur baggi í mínu lífi! Ég gat hvorki etið vott né þurrt....

Síðan fékk ég brillijant hugmynd. VÍSINDAVEFURINN! hann veit ALLT!
En við skulum hafa það á hreinu að ég ætlaði sko ekki að spurja að þessu! Það var sko fyrir neðan mína virðingu....ehe.... ;)

Veist þú svarið??.....Hver sé munurinn á mandarínu og klementínu........tja ef þú vissir það ekki þá færðu að vita það núna;

"Samkvæmt þriðju útgáfu Íslenskrar orðabókar eru klementínur kynbætt, steinlaust afbrigði af mandarínum. Mandarínur vaxa á tré sem nefnist á fræðimáli Citrus reticulata og er af rútuætt." (http://visindavefur.hi.is/)

Þá vitið þið það! Þegar þið teljið ykkur vera með klementínu í hönd en ó ó ó er ekki STEINN þá er þetta einfaldlega mandarína í dulargervi.........bammbammbaaaammmmmm!

1 ummæli:

marín Hjörvarsdóttir sagði...

þurfti einmitt að vita þetta á aðfangadag mmmmmmm mandarínur