... ég er frekar súr útaf veðrinu! Það eru ekki jól nema það komi ekta jólasnjókoma á aðfangadag, ég sé það ekki alveg fyrir mér gerast þetta árið, ef marka má veðurspána. Dem ...
Helgin var góð! Laugardagskvölið var GG sem sagt geðveikt eða eitthvað. Góður matur og góður félagsskapur er ávísun á gott kvöld. Það eru komnar myndir frá þessu fína kvöldi á Aðalmyndasíðuna okkar, þið biðjið bara um lykilorðið ef þess er þörf!
*Vera er að verða stúdent eftir tvo daga.
*Sigurbjörg er væntanleg á Vestfirðina á fimmtudaginn
*Eva Ólöf og hennar maður eru einnig væntanleg á næstu dögum!
*Stebba stelpa á afmæli á föstudaginn
*Ekki má gleyma aðfangadegi jóla á sunnudaginn sem og afmælisdegi mínum!
*Djamm annan í jólum
.... Það er hægt að leyfa sér að hlakka til margs þessa dagana.
Ég ætla að nýta tækifærið að monta mig og óska stóru systur minni henni Helgu Björg enn og aftur hjartanlega til hamingju með nýja jobið ;) Aðstoðarmanneskja framkvæmdarstjóra Norðuráls er sko ekkert slor staða!! Stelpan verður ein af þeim "stóru" :) össss ....
mánudagur, desember 18, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Takk fyrir þetta elsku systir! Þetta er ekkert smá spennandi! :) :)
Ég var að pakka inn gjöfunum í gær - færð pakkana þína með Flytjanda að sjálfsögðu á fimmtudaginn vonandi! :)
Skrifa ummæli