Ég vann hér um árið á golfvelli okkar Bolvíkinga og síðan þá hef ég alltaf fengið reglulega golfblað Golfsambands Ísands, allt gott og blessað með það. Ég fór yfir póstinn minn í gær, þar sem ég hef ekki verið heima í háa herrans tíð, þar var bréf sem átti að kynna "bleika bikarinn" eitthvað golfmót kvenna eða eitthvað og þar var sagt "Kæri liðsmaður golfsambands Íslands." Ja hérna ... ég er skráð í golfsamband Ísland!! Ekki er það neitt svakalega slæmt ... það versta við það að ég kann ekkert í golfi, bara mini golfi. Svo fór ég í smá bæjargöngutúr áðan og sá þá aglýst golfnámskeið. Ég held að örlögin séu að reyna ad segja mér að fara í golf!! :)
Það er alltaf svo gott að koma heim, hvar svo sem maður hefur verið í heiminum... en djö hvad það er leiðinlegt að taka uppúr töskum og ganga frá!!
sunnudagur, júlí 30, 2006
laugardagur, júlí 29, 2006
c.a 2 klst = 24 klst!!
Ha? Skiljiði ekki hvað ég meina með fyrirsögninni? :-o ;) hehe...
Reyndar ekkert flóknara en þetta; eftir akkúrat 2klst er ég búin að vera vakandi í 24klst takk fyrir pent! Afhverju? Tja það er einfalt, ég fór á morgunvakt í morgun (föstudag) frá 08:00-16:00 svo var hringt í mig kl 21 í gærkvöldi og spurt hvort ég gæti komið á næturvakt - þar sem ég kann ekki að segja nei þá sagði ég augljóslega já ;) hehe... En það er svo sem í lagi. Ég er í helgafrí fram á mánudag, svo ég lifi þetta nú alveg af. Svo fæ ég líka aðeins meiri pening næst - maður hugsar í $-merkjum ;) ehe
Ætlaði bara að deila þessum merka atburð með ykkur þarna úti, sérstaklega þar sem þetta er fyrsta og örugglega síðasta næturvaktin mín í allt sumar - gerir aðrir betur ;)
Að lokum segi ég bara góðan dag við ykkur sem er að vakna og góða nótt við hina sem er skríða heim eftir útstáelse í nótt! ;)
föstudagur, júlí 28, 2006
Ísland fagra Ísland
þriðjudagur, júlí 25, 2006
„Andlit án frekna er eins og næturhiminn án stjarna!“
Freknur eru litlar skellur af litarefninu melaníni í húðinni. Þær eru mjög mismunandi á stærð, oftast álíka stórar og títuprjónshaus en geta runnið saman og þá orðið stærri. Freknur myndast við sams konar ferli og þegar við verðum sólbrún nema að dreifing melaníns verður ójöfn þegar um freknur er að ræða. Flestir freknóttir einstaklingar eru ljósir á hörund.
Erfðir ráða því hvort einstaklingur hefur tilhneigingu til að fá freknur eða verða brúnn þegar sólin skín á húð hans. Freknóttir eru með sérstakt afbrigði af einu genanna sem ræður húð- og hárlit. Nokkur afbrigði eru þekkt af þessu geni og eru þau víkjandi gagnvart því geni sem algengast er. Ef einstaklingur erfir slíkt afbrigði frá öðru eða báðum foreldrum sínum er húð hans föl og verður freknótt þegar hún er óvarin fyrir sól.
Munur er á þeim sem erfa afbrigðið frá báðum foreldrum og þeim sem erfa það aðeins frá öðru foreldrinu. Arfhreinir (með afbrigðið frá báðum foreldrum) eru rauðhærðir auk þess að vera ljósir á hörund, brenna auðveldlega í sól og fá freknur í stað brúnku. Arfblendnir (það er líklega ég) eru ekki endilega rauðhærðir en hafa sömu húðeinkennin og arfhreinir. Einstaklingar sem eru með ljósa húð og brenna auðveldlega ættu að fara mjög varlega í sól og nota ávallt sólarvörn því þeir eru í miklu meiri hættu en aðrir að fá húðkrabbamein.
Jájá ég er sum sé arfblendin - bölvaður rakki/tík ;) og ég á í miklu meiri hættu á því að fá húðkrabbamein! Svo er maður að fara til sólarlanda - er það þá bara dauðadómur? Greinilega skrefinu nær..... ;)
Ég mun sum sé koma hvítari heim en ég fór því ég mun nota svo sterka sólavörn - blokker er það málið? ;) híhí
En annars var þetta bara smá svona fróðleikur því ég fór allt í einu að hugsa (jam ég veit það skeður svona 2-3x á ári) afhverju maður fengi freknur. Og allt fær maður nú að vita á Vísindavef Háskóla Íslands!
Erfðir ráða því hvort einstaklingur hefur tilhneigingu til að fá freknur eða verða brúnn þegar sólin skín á húð hans. Freknóttir eru með sérstakt afbrigði af einu genanna sem ræður húð- og hárlit. Nokkur afbrigði eru þekkt af þessu geni og eru þau víkjandi gagnvart því geni sem algengast er. Ef einstaklingur erfir slíkt afbrigði frá öðru eða báðum foreldrum sínum er húð hans föl og verður freknótt þegar hún er óvarin fyrir sól.
Munur er á þeim sem erfa afbrigðið frá báðum foreldrum og þeim sem erfa það aðeins frá öðru foreldrinu. Arfhreinir (með afbrigðið frá báðum foreldrum) eru rauðhærðir auk þess að vera ljósir á hörund, brenna auðveldlega í sól og fá freknur í stað brúnku. Arfblendnir (það er líklega ég) eru ekki endilega rauðhærðir en hafa sömu húðeinkennin og arfhreinir. Einstaklingar sem eru með ljósa húð og brenna auðveldlega ættu að fara mjög varlega í sól og nota ávallt sólarvörn því þeir eru í miklu meiri hættu en aðrir að fá húðkrabbamein.
Jájá ég er sum sé arfblendin - bölvaður rakki/tík ;) og ég á í miklu meiri hættu á því að fá húðkrabbamein! Svo er maður að fara til sólarlanda - er það þá bara dauðadómur? Greinilega skrefinu nær..... ;)
Ég mun sum sé koma hvítari heim en ég fór því ég mun nota svo sterka sólavörn - blokker er það málið? ;) híhí
En annars var þetta bara smá svona fróðleikur því ég fór allt í einu að hugsa (jam ég veit það skeður svona 2-3x á ári) afhverju maður fengi freknur. Og allt fær maður nú að vita á Vísindavef Háskóla Íslands!
Stelpan bloggar...!
Jájá sei sei, ætli það sé ekki tími til komin að blogga smá :)
Enda er ég í fríi dag, lúxus - það þykir mér!
Ligg hérna á svölunum og læt sólin sleikja mig - ekki amalegt! Maður verður náttlega að þjálfa sig fyrir Mallorca; aðeins 16.dagar ;)
Það byrjaði reyndar ekki að skína sól hérna fyrr en um 13, svoldið skýjað svona fyrst í morgun. En það er búið að vera geggjað veður hérna alla helgina - hef sko far til að sanna það ;)
Og talandi um helgina, þá skellti stelpan sér á ball á Seyðisfirði með Todmobile. Það var hátíð í gangi sem kallast LungA og endaði hún með balli. Vá hvað það var gaman :) Hef aldrei á ævinni farið á ball með Todmobile og sé sko ekki eftir því að hafa drifið mig eftir vinnu :)
Ég er einfaldlega ekki að ná því að júlí sé að verða búinn, ekki eðlilegt hvað þetta er fljótt að líða! :)
Núna er bara 14.dagar í það að ég fari héðan frá Egilsstöðum. Ég ætla að keyra 8.ágúst til RVK svo ég fái einn dag fyrir Mallorca til að vesenast ;) Er meira að segja að spá í því að splæsa á mig fótsnyrtingu og dúlleríi fyrir Mallorca ;)
Síðan hafa verið að minnsta kosti tvær fjölganir; Gulla og Helgi eignuðust gullfallegan prins núna um daginn og svo var Guðmunda fyrrum bekkjasystir og unnusti hennar að eignast dóttur. Til lukku öll með frumburðina! :* Vona að allt gangi vel.
Held að þetta sé það helsta í bili, styttist í að meðbloggarinn minn komi á klakann aftur með gullmolann sinn með sér...aldrei að vita nema hún muni rífa þessa síðu upp ;)
Enda er ég í fríi dag, lúxus - það þykir mér!
Ligg hérna á svölunum og læt sólin sleikja mig - ekki amalegt! Maður verður náttlega að þjálfa sig fyrir Mallorca; aðeins 16.dagar ;)
Það byrjaði reyndar ekki að skína sól hérna fyrr en um 13, svoldið skýjað svona fyrst í morgun. En það er búið að vera geggjað veður hérna alla helgina - hef sko far til að sanna það ;)
Og talandi um helgina, þá skellti stelpan sér á ball á Seyðisfirði með Todmobile. Það var hátíð í gangi sem kallast LungA og endaði hún með balli. Vá hvað það var gaman :) Hef aldrei á ævinni farið á ball með Todmobile og sé sko ekki eftir því að hafa drifið mig eftir vinnu :)
Ég er einfaldlega ekki að ná því að júlí sé að verða búinn, ekki eðlilegt hvað þetta er fljótt að líða! :)
Núna er bara 14.dagar í það að ég fari héðan frá Egilsstöðum. Ég ætla að keyra 8.ágúst til RVK svo ég fái einn dag fyrir Mallorca til að vesenast ;) Er meira að segja að spá í því að splæsa á mig fótsnyrtingu og dúlleríi fyrir Mallorca ;)
Síðan hafa verið að minnsta kosti tvær fjölganir; Gulla og Helgi eignuðust gullfallegan prins núna um daginn og svo var Guðmunda fyrrum bekkjasystir og unnusti hennar að eignast dóttur. Til lukku öll með frumburðina! :* Vona að allt gangi vel.
Held að þetta sé það helsta í bili, styttist í að meðbloggarinn minn komi á klakann aftur með gullmolann sinn með sér...aldrei að vita nema hún muni rífa þessa síðu upp ;)
þriðjudagur, júlí 18, 2006
sunnudagur, júlí 16, 2006
Til hammó með ammó! :*
Jáh, haldiði ekki að hann Jói okkar eigi ekki afmæli í dag! Hann er orðin 19.ára strákurinn, aðeins 12.mánuðir í fyrstu mjólkurbúðsferðina ;) HEHE....
En elsku Jói, innilega til hamingju með daginn frá okkur Gyðjunum þínum :* Hafðu það sem allra allra best, þykir leitt að geta ekki knúsað þig í kaf í tilefni dagsins - á það bara inni ;)
En elsku Jói, innilega til hamingju með daginn frá okkur Gyðjunum þínum :* Hafðu það sem allra allra best, þykir leitt að geta ekki knúsað þig í kaf í tilefni dagsins - á það bara inni ;)
föstudagur, júlí 14, 2006
Söknuður
Er tónlist stór partur af þér? Veit ekki afhverju, því ég er sjálf persónulega ekki mjög flink á hljóðfæri né einhverju tengdu því, þá er það besta sem ég geri að sitja og hlusta á tónlist. Tónlist er stór partur af mér svona óbeint. Maður getur hlustað á tónlist við hvaða tækifæri sem er. Maður hlustar á tónlist þegar maður er í góðu skapi og þegar maður er sorgmæddur - tónlistarvalið er sum sé í samræmi við það.
Ég myndi setja í mig í flokk þess fólks sem er "alæta" á tónlist. Sum sé ég hef engan spes smekk ;) Veit fyrir víst að ég hlusta á ýmislegt sem vinkonum mínum hefur þótt sérkennilegt...
En tónlist fær mann líka til að hugsa, ef maður tekur sér tíma í það hlusta og spá í hlutina.
Svo undafarið hef ég verið að spá í venjur, afhverju venur maður sig á hitt og þetta. Gerist það bara sí svona?
Því mér finnst voða gott að hlusta á tónlist þegar ég er að læra og líka bara þegar ég er að hangsa í tölvunni.
Og talandi um venjur; Mér hefur t.d alltaf þótt þægilegt að sitja fyrir framan sjónvarpið og læra - hef gert það síðan í Grunnskóla móður minni til mikillar undrunar. Veit ekki afhverju ég gerði og geri (þó ekki eins oft) þetta. En mér finnst það bara þægilegt. En það hafið örugglega áhrif á námshæfni mína , ekki það að mér gekk illa í skóla eða fékk lélegar einkunnir. Hefið kannski fengið enn þá betri.
Ég hef alltaf litið á sjálfa mig sem meðalmanneskju námslega séð, kannski þar sé vandamálið. Hvaða augum maður lítur á sjálfan sig. Því að eftir að ég lauk sjúkraliðanum með minum skólasystrum sem voru víðsvegar á aldursskalanum, komnar með heimili, börn og allan pakkan. En drifu sig á skólabekkinn eftir misjafnlega langa fjarveru. Þá dáðist ég að metnaðnum. Og ég held að hann hafi smitast, því þegar ég hélt áfram að vinna í stúdentnum eftir að hafa útskrifast eftir einnar annar pásu þá fann ég það að ég gerði meiri kröfur til sjálfs míns. Maske ég sé bara svona late bloomer eða ég hafi bara aldrei haft nógu mikinn metnað til náms.
Foreldrar mínir hafa alltaf sagt við mig svo lengi sem ég geri mitt besta þá eru þau stolt af mér. Ég dýrka hvað foreldrar mínir hafa stutt mig vel og hafa alltaf verið stolt af mér í öllu sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Tekið þátt í því sem var í gangi í mínu lífi; eins og fótboltanum - pabbi koma við hvert tækifæri að horfa á mig spila. Eða í skólastarfinu - þau voru alltaf duglega að taka þátt t.d í foreldrakvöldum.
Þau gáfu mér traust þegar ég var á unglingsárunum sem ég vildi ekki bregðast, því mamma sagði alltaf svo lengi sem þau gætu treyst mér þá væri engin ástæða fyrir því að neita mér t.d að fara á ball 16.ára o.s.frv
Það eru þau sem hafa kennt mér hversu mikils virði traust er og finnst mér það vera ein sú sterkasta súla sem heldur öllu uppi - hvort sem það er í samböndum eða vináttu. Bara öllu. Því þegar sú súla brotnar í þúsund mola er erfitt að byggja hana upp, það tekur mikla vinnu og verður hún aldrei heil eftir það. Maður sér alltaf sprungurnar.
Ég tel að foreldrar mínir hafi staðið sig mjög vel í uppeldinu á okkur systkynum, fyrir mína parta er ég stolt af því að vera dóttir þeirra. Ég held að maður lærir mikið af því hvernig foreldrar mans koma fram við mann.
T.d man ég þá stund þegar ég mamma urðum meiri vinkonur en móður/dóttir. Örugglega sú stund sem mamma leit á mig sem fullorðin einstakling - eða svo gott sem ;)
Veit ekki afhverju ég fór allt í einu að tala um foreldra mína, ætli það sé ekki af því að ég sakna þeirra og geri mér meira grein fyrir því hversu stór partur þau eru af mér (eða ég af þeim).
Og ég hefði ekki getað gert helmingin af því sem ég hef áorkað án þeirra.
Síðan segir maður aldrei of oft þeim sem manni standa næst að manni þyki væntum þau og elski :*
Hef þetta ekki lengra, svefnin kallar......
Ég myndi setja í mig í flokk þess fólks sem er "alæta" á tónlist. Sum sé ég hef engan spes smekk ;) Veit fyrir víst að ég hlusta á ýmislegt sem vinkonum mínum hefur þótt sérkennilegt...
En tónlist fær mann líka til að hugsa, ef maður tekur sér tíma í það hlusta og spá í hlutina.
Svo undafarið hef ég verið að spá í venjur, afhverju venur maður sig á hitt og þetta. Gerist það bara sí svona?
Því mér finnst voða gott að hlusta á tónlist þegar ég er að læra og líka bara þegar ég er að hangsa í tölvunni.
Og talandi um venjur; Mér hefur t.d alltaf þótt þægilegt að sitja fyrir framan sjónvarpið og læra - hef gert það síðan í Grunnskóla móður minni til mikillar undrunar. Veit ekki afhverju ég gerði og geri (þó ekki eins oft) þetta. En mér finnst það bara þægilegt. En það hafið örugglega áhrif á námshæfni mína , ekki það að mér gekk illa í skóla eða fékk lélegar einkunnir. Hefið kannski fengið enn þá betri.
Ég hef alltaf litið á sjálfa mig sem meðalmanneskju námslega séð, kannski þar sé vandamálið. Hvaða augum maður lítur á sjálfan sig. Því að eftir að ég lauk sjúkraliðanum með minum skólasystrum sem voru víðsvegar á aldursskalanum, komnar með heimili, börn og allan pakkan. En drifu sig á skólabekkinn eftir misjafnlega langa fjarveru. Þá dáðist ég að metnaðnum. Og ég held að hann hafi smitast, því þegar ég hélt áfram að vinna í stúdentnum eftir að hafa útskrifast eftir einnar annar pásu þá fann ég það að ég gerði meiri kröfur til sjálfs míns. Maske ég sé bara svona late bloomer eða ég hafi bara aldrei haft nógu mikinn metnað til náms.
Foreldrar mínir hafa alltaf sagt við mig svo lengi sem ég geri mitt besta þá eru þau stolt af mér. Ég dýrka hvað foreldrar mínir hafa stutt mig vel og hafa alltaf verið stolt af mér í öllu sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Tekið þátt í því sem var í gangi í mínu lífi; eins og fótboltanum - pabbi koma við hvert tækifæri að horfa á mig spila. Eða í skólastarfinu - þau voru alltaf duglega að taka þátt t.d í foreldrakvöldum.
Þau gáfu mér traust þegar ég var á unglingsárunum sem ég vildi ekki bregðast, því mamma sagði alltaf svo lengi sem þau gætu treyst mér þá væri engin ástæða fyrir því að neita mér t.d að fara á ball 16.ára o.s.frv
Það eru þau sem hafa kennt mér hversu mikils virði traust er og finnst mér það vera ein sú sterkasta súla sem heldur öllu uppi - hvort sem það er í samböndum eða vináttu. Bara öllu. Því þegar sú súla brotnar í þúsund mola er erfitt að byggja hana upp, það tekur mikla vinnu og verður hún aldrei heil eftir það. Maður sér alltaf sprungurnar.
Ég tel að foreldrar mínir hafi staðið sig mjög vel í uppeldinu á okkur systkynum, fyrir mína parta er ég stolt af því að vera dóttir þeirra. Ég held að maður lærir mikið af því hvernig foreldrar mans koma fram við mann.
T.d man ég þá stund þegar ég mamma urðum meiri vinkonur en móður/dóttir. Örugglega sú stund sem mamma leit á mig sem fullorðin einstakling - eða svo gott sem ;)
Veit ekki afhverju ég fór allt í einu að tala um foreldra mína, ætli það sé ekki af því að ég sakna þeirra og geri mér meira grein fyrir því hversu stór partur þau eru af mér (eða ég af þeim).
Og ég hefði ekki getað gert helmingin af því sem ég hef áorkað án þeirra.
Síðan segir maður aldrei of oft þeim sem manni standa næst að manni þyki væntum þau og elski :*
Hef þetta ekki lengra, svefnin kallar......
fimmtudagur, júlí 13, 2006
Sól sól skín á mig....
Keypti mér nýtt bikiní í dag, alltaf gaman að kaupa nýja hluti.
Vona að það verði sól á morgun, svo ég geti nú spokað mig um í sundlauginn og fengið smá "tan" ;) LOL!
Jáh, meðan ég man, ég er komin í helgafrí ;) Vívíví
Hef ekkert meira að segja að sinni..........
.......................................... Júh! Berta Hrönn þykir þér ekkert væntum mig? :'( *snökt**snökt*
;) híhí
Vona að það verði sól á morgun, svo ég geti nú spokað mig um í sundlauginn og fengið smá "tan" ;) LOL!
Jáh, meðan ég man, ég er komin í helgafrí ;) Vívíví
Hef ekkert meira að segja að sinni..........
.......................................... Júh! Berta Hrönn þykir þér ekkert væntum mig? :'( *snökt**snökt*
;) híhí
þriðjudagur, júlí 11, 2006
sunnudagur, júlí 02, 2006
Titill!
Jæja svo jæja, ætli maður reynir ekki að blogga í tilefni þess að ég komst á netið í boði ME ;)
Bloggaði reyndar fyrir helgi sem er náttúrulega ekki frásögu færandi en hún hvarf - eftir mikið erfiði við skriftirnar höfum það nú á hreinu ;) hehe
Ég fer nú að setja upp auglýsingu á MSN eftir henni Guðbjörgu! Hitti hana aldrei þar. Guðbjörg hvernig stendur á þessu?? Ertu að forðast mig? Viðurkenndu það bara. Ég höndla það! =)
Annars sakna ég þín, bara svo það sé á heinu! :* Vona að þið mæðgur hafi það gott :-D
Annars er bara allt gott að frétta af stelpunni. Helgafríið mitt senn á enda, kvöldvakt á morgun og hefst þá 7.daga vinnutörn. Sem er ágætt, því þegar ég er að vinna hef ég eitthvað gera :) Takmarkað sem maður getur haft ofan fyrir sjálfum sér, sérstaklega þegar netið (sem er í boði ME, gleymum því ekki!) er svoldið gjarnt á það að vera ekki til staðar þegar þörf er á :)
Annars var Ásgeir svo elskulegur að fara með mig á Borgafjörð Eystra í dag. Mér fannst fallegt þar, þó ég varð bílhrædd á tímabili og það var ekki aksturslag ökumannsins, langt í frá. Bara "skemmtilegur" vegur og laaaangt niður. Hann Dóri kom með okkur skulum ekki gleyma því. Hann minnti mig á tímabili á hana Heklu mína; Afhverju? Tja, maske af því að hann var með höfuðið út um gluggann - vantaði bara að láta tunguna lafa og ég hefði ekki séð munin á þeim ;)
Svo þegar við vorum að keyra inn í bæinn kemur svona langur vegur - sem minnti mig rosalega á veginn til Flateyrar. Borgafjörður Eystri - bærinn sum sé. Er ekki upp á marga fiska, nokkur hús en það er fallegt þarna, eins og ég sagði hér á undan. Og að fá að sjóinn eftir langa fjarveru var satt best að segja nærandi :)
Síðan má náttlega ekki gleyma að við stoppuðum á Hvammi (vona að þetta sér rétt beygt hjá mér) - sumarhúsi Jóhannesar Sveinsonar Kjarvals :) Merkilegt nokk! Ég tók nokkrar myndir í þessu ferðalagi og var þessi hér til hliðar sum sé tekin á Hvammi.
Bloggaði reyndar fyrir helgi sem er náttúrulega ekki frásögu færandi en hún hvarf - eftir mikið erfiði við skriftirnar höfum það nú á hreinu ;) hehe
Ég fer nú að setja upp auglýsingu á MSN eftir henni Guðbjörgu! Hitti hana aldrei þar. Guðbjörg hvernig stendur á þessu?? Ertu að forðast mig? Viðurkenndu það bara. Ég höndla það! =)
Annars sakna ég þín, bara svo það sé á heinu! :* Vona að þið mæðgur hafi það gott :-D
Annars er bara allt gott að frétta af stelpunni. Helgafríið mitt senn á enda, kvöldvakt á morgun og hefst þá 7.daga vinnutörn. Sem er ágætt, því þegar ég er að vinna hef ég eitthvað gera :) Takmarkað sem maður getur haft ofan fyrir sjálfum sér, sérstaklega þegar netið (sem er í boði ME, gleymum því ekki!) er svoldið gjarnt á það að vera ekki til staðar þegar þörf er á :)
Annars var Ásgeir svo elskulegur að fara með mig á Borgafjörð Eystra í dag. Mér fannst fallegt þar, þó ég varð bílhrædd á tímabili og það var ekki aksturslag ökumannsins, langt í frá. Bara "skemmtilegur" vegur og laaaangt niður. Hann Dóri kom með okkur skulum ekki gleyma því. Hann minnti mig á tímabili á hana Heklu mína; Afhverju? Tja, maske af því að hann var með höfuðið út um gluggann - vantaði bara að láta tunguna lafa og ég hefði ekki séð munin á þeim ;)
Svo þegar við vorum að keyra inn í bæinn kemur svona langur vegur - sem minnti mig rosalega á veginn til Flateyrar. Borgafjörður Eystri - bærinn sum sé. Er ekki upp á marga fiska, nokkur hús en það er fallegt þarna, eins og ég sagði hér á undan. Og að fá að sjóinn eftir langa fjarveru var satt best að segja nærandi :)
Síðan má náttlega ekki gleyma að við stoppuðum á Hvammi (vona að þetta sér rétt beygt hjá mér) - sumarhúsi Jóhannesar Sveinsonar Kjarvals :) Merkilegt nokk! Ég tók nokkrar myndir í þessu ferðalagi og var þessi hér til hliðar sum sé tekin á Hvammi.
Ætlaði að setja fleiri myndir inn á þessari færslu en get það ekki. Veit ekki hvort það sé netið eða bara blogspot. Það verður bara að bíða betri tíma. Já sei sei já ;)
Annars ætla ég ekkert að hafa þetta lengra í bili, vona að ég komist á netið fljótlega aftur. En maður veit náttlega aldrei. Svo lifið heil ;)
Annars ætla ég ekkert að hafa þetta lengra í bili, vona að ég komist á netið fljótlega aftur. En maður veit náttlega aldrei. Svo lifið heil ;)
Sakna ykkar heima :*
E.s Berta Hrönn Einarsdóttir myndirnar eru ekki enn þá komnar, ég trúi því ekki að ég þurfi að hringja í þig grátandi ;) hehe
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)