Helgin er búin að vera virkilega fín, þrátt fyrir að þetta var vinnu helgi :)
Inga Lára gerði sér meira að segja ferð vestur á "mér" til að koma á ball og tjekka á fólkinu. Fannst æðislegt að hitta hana, þó svo að það var nú sama sem ekki neitt :o/ Össs! :) hehe
Papa-ballið var virkileg skemmtilegt þrátt fyrir konur/stelpur á hælum! Það á að banna fólki að vera á hæla-skóm þegar það er að fara á ball sem fullt af fólki er og ekki auðvelt að komast leiðar sinnar! Ég er nebblega með eitt stykki marblett á RISTINNI,af öllum stöðum, eftir riskingar við hæla! Það er bara stór hættulegt að fara á ball, tja svei mér þá! :op hehe
Eftir ball var svo tekinn rúntur í víkinni þar sem G-gyðjan,tja hver önnur, var að brillera (allavega í mínum augum). Lá þarna afturí í Sunny með sinn Tuborg í ágætu ástandi ;) Til gamans má geta að hún ritaði þessi orð "Paparnir eru gekir!! kv. gudbjorg og vera" en af því að hún ELSKAR;) mig svo mikið þá sendi hún það til mín og þetta er ekki í fyrsta skiptið sem hún gerir þetta :) hehe.... "Stelpur ef þið heyrið ekki í mér eftir 5.mín þá meigiði dissa mig!"........
Næsta helgi verður æðislega skemmtileg! Vona það allavega :op Berta eska á afmæli á laugardaginn (20.ára gellan :-D ..) og verðu afmælið á Ingjaldsandi :-D Og verður það í annað sinn á ævi minni sem ég fer þangað :op haha... Ég og Gunna Dóra ætlum að gista í tjaldi, vonandi. Annars kúrum við bara í bílnum ef veðrið verður þannig :) Þetta verður alveg magnað! :) Svo er þetta mína fyrsta og eina langa helgi í sumar, frí frá föstudeigi til miðvikudags :) Svo á Karitas afmæli á mánudaginn! Það eru allir að vera svo stórir ;) hehe... Og ætlum við stöllur að kíkja í kaffi til hennar, kannski með pakka hvur veit ;) (Set þetta á netið fyrir þig Karitas svo þú getur byrjað að baka eða verða kannski bara afgangar úr útskriftarveislunni ;) bwahahahahahahehe...)
Herru já! Mig dreymdi rosalega skrítin draum í nótt, sem ég nenni nú ekki að segja frá hér. En ætla segja frá broti úr honum sem situr í mér; já sem sagt þá missti ég framtönnina mína í draumnum. (Hvað þýðir það?) Svo voru skilaboð á talhólfinu mínu frá Sossu um að Oprah og MTV vildu taka við mig viðtal! (jáh! sénsinn að það myndi einhverntíma gerast :) hehe) En ég hafði svo miklar áhyggjur af tönninni. Setti hana í poka með ísmolum. Hringdi í Sossu, fékk talhólf og sagði henni að mig vantaði tannlæknir og blablabla. Síðan hringdi ég í Viðar tannlæknir (hann er nebblega tannlæknirinn minn í alvörunni) og hann spurði hvort tönnin passaði upp í mig og ég bara "ég veit það ekki, ég setti hana strax í poka með ís" og hann sagði mér að ath hvort tönnin passaði. Ég opnaði pokann tók tönnina úr honum, en viti menn þá var ekki lengur holan sem tönnin átt að vera í.!.!.!.!.!.!
Þá vaknaði ég! Þetta er nú meira ruglið eða hvað? Síðan langar mig að vita afhverju setti ég tönnina í poka með ísmolum? Maður setur ekki tönn sem maður missir í ísmola. Maður setur útlimi t.d. fingur vafinn inní eitthvað í poka með ísmolum. Þannig ég er ekki alveg að skilja afhverju ég setti tönnina ofan í poka með ísmolum, ætlaði örugglega að reyna bjarga henni eða eitthvað álíka! :) hehe
En jám, læt þetta duga í bili.....nógu mikið bull frá mér í dag! :)
--{-@ *Kossar&Knús* @-}--
Engin ummæli:
Skrifa ummæli