mánudagur, júní 20, 2005

Það fer kannski ekki fram hjá neinum sem lesið hefur síðuna núna á helginni að það hefur verið massa stuð hjá okkur stöllum !

Helgin var fín .... eigum við ekki bara að punkta það helsta :
* Singstarer ekki fyrir alla ! sérstaklega ekki fyrir þá sem eru tapsárir! það getur valdið sárindum eða reiði ;)
* Singstar er skemmtilegt, alveg sama hvað klukkan er
* Vinahópurinn er farinn að kíkja reglulega á Kjallarann :) gaman af því...
* Paparnir eru góðir ... svo mikið er víst
* Það erum til margar gerðir af brauði og kæfu ... bara misjafnlega góðum
* Það finnst sumum fínt að sofa í lazy boy stól :) sama hvernig þeir liggja í honum, þeir hafa það fínt :D
* Vinahópurinn minn klikkar ekki ... aldrei !
* Kúk og piss tal er ekki að gera sig yfir hamborgara og frönskum þegar maður er að vakna ;)
* setning helgarinnar "...köldurnar eru franskar!" (þýðing ... "franskarnar eru kaldar")

aji .. þetta var svo góð helgi að ég get punktað endalaust um hana :)

á næstu dögum eða vikum þá getið þið búist við ENNÞÁ meira bloggi frá mér, sama hversu gleðilegt það er ... eða ekki! En stelpan er allavega að fara í veikindafrí frá vinnu og mun að mestu liggja bara heima með tærnar uppí loftið. Þið sem þekkið mig, þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig ég á eftir að vera orðin eftir 3 daga í útilokun, ef svo má segja !! oj .... :þ en á miðvikudaginn mun stelpan leggjast undir hnífinn ... ekkert mál, ekkert mál ! er með nokkuð gott og gígande (mikið/stórt) kviðslit í kviðnum ... æði ;)

Allavega ... nóg af babli ... hendi inn þessum 10 myndum sem ég tók á helginni inn í dag eða kvöld.

pís át
DOEI

Engin ummæli: