Jæja, haldið þið að stelpan sé ekki bara komin í helgarfrí :D ahh ... very good ! Búin að bíða eftir þessum föstudegi síðan á sunudaginn ;) og ég byrjaði hann glæsilega, svaf yfir mig ;) en Dibban reddaði mér og hringdi í mig rétt fyrir sjö. Ástandið var þannig á þessum bænum að ég stillti ekki einu sinni vekjaraklukkuna !
Helgin verður góð! ég veit það ... ég finn það ! Gleði, gleði og eintóm gleði ... og skemmtun :D víú.
Ég er með pælingu. ég var að hoirfa á Dirty Dancing 2 um daginn, svo hef ég séð þessar klassísku væmnu ástar og rómantísku myndir (Never been Kissed, Ástir og Körfubolti, Titanic, Princess diary 1 og 2, Cinderella story og fleiri og fleiri ... ! ) og ég fór að pæla, auðvitað. Ætli þessi ást og rómantík sem á sér stað í þessum sögum og myndum sé til í raun og veru ? maður spyr sig ... ég fæ saðfestingu á því ef einhver karlkyns verður ástfanginn af mér þegar ég er í slorgallanum eða ný komin af fótboltaæfingu ;) og sé rómó ! þá skal ég trúa á þessa ævintýraást.
Hey, ég er ekki vön því að ræða mín prívat og persónleg málefni hérna en úr því að ég var að minnast á rómantík og ást þá vil ég bara leiðrétta það hér með að ég er ekki ástfangin af neinum! ég er ekki að hözzla neinn og ég er ekki hrifin af neinum! einhverjar sögur í gangi, einhverra hluta vegna ... hmm !! En það er allavega búið að leiðrétta þann misskilning ;) Danke...
Ég var að koma úr klippingu .... ég held að það hafi verið teknir svona 10-20 cm neðan af hárinu á mér!!! Úff .... en hey, mér finnst hárið mitt cool ;)
Ég held að það sé alveg rétt hjá henni Sigurbjörgu að maður er aldrei eins ljótur og þegar maður er í klippingu, hvað þá í strýpum! Með álpappír í hausnum með einhverja skikkju yfir sér þannig andlitið verður líkt og bolti! það er ekki alveg að gera sig ;) kjörnar aðstæður til að tjékka á ástinni ;) hehe !!
Allavega .. þá ætla ég að fara að gera eikkað, undirbúa mig undir helgina!!
föstudagur, júní 03, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli