þriðjudagur, maí 11, 2004

úúúúppps :o/

Jæja klaufin ég ætlaði að taka mér bessaleyfi og breyta útlitinu á síðunni. Þetta gamla orðið svoldið þreytt og lúið. Veit ekkert hvort Guðbjörg sé sátt við þetta. Fannst það svoldið sæt. En af því að ég var e-hvað að vesenast í þessu þá hurfu allir linkarnir (I'm so so so sorry Guðbjörg). Þetta kennir manni að vera ekkert að fikta í hlutum án þess að fá leyfi hjá sambloggaranum sínum :o/
Svo áður en ég fer að rembast eins og rjúpa við staur að setja linkana inn þá ætla ég að ath hvað Guðbjörgu finnst um þetta útlit. Þið megið alveg koma með komment líka :)
Svo er Blogger.com búinn að breyta svona flott hjá sér líka, svo maður verður að fylgja straumnum ;) hehe


hmm... Já ég er ekkert búin að blogga í svoldin tíma. En dimmisjónið heppnaðist svona svakalega vel :-D Allavega fannst mér þetta ÆÐISLEGA gaman. :) Þó svo að mér fannst ég ekki nógu dúlluleg ofur-belja =) En það skiptir svo sem ekki máli ;) Bara að hafa gaman.
Ég gat vakið í heilan sólahring (enda ekki ein af þeim sem byrjuðu að drekka kl03:00 um nóttina :) ) og er bara nokkuð stolt af því :) Eeen ég missti líka heyrnina á því að fara á þetta blessað "barna"-ball;) Er búin að vera með suð/íl í eyrunum síðan ég kom heim af ballinu. En ég er samt sem áður fegin að þetta eru ekki litlar raddir. Nema kannski að þetta séu litla raddir og þær tala ekki nógu hátt og þess vegna heyri ég bara suð. hmmm.... gæt barast verið ástæðan... ó ó ég er að verð geðveik ;) hehe
Annars fór laugardagurinn í lítið meira en sofa, reyndar skellti ég mér á rúntin með Gunnzu minni =) til sirka 02 :op hehe. Síðan var að "hangz" sem á víst að kalla vinna á sunnudaginn í búðinni ;)


Svo í dag var sálfræðipróf, ég fæ bara hroll af því að skrifa þetta :o/ *brrr*
Æji ég veit ekkert hvernig mér gekk, gat alveg svarað öllum spurningunum og allt, það er ekki málið. Spurningin er voru þetta rétt svör ;)
Síðan á morgun er íslenskupróf sem ég á að vera að læra undir akkúrat núna eeen þessi blessuð tölva er tímaþjófur ;) Veit nú ekki hvernig mér mun ganga þar. Er soddan klaufi í íslensku. Svoldið asnarlegt að vera klaufi í sínu eigin móðurmáli :op hehe
Eeen svo er hann Þorsteinn svoldið "lúmskur" maður er ekki alveg búinn að læra á það hverngi hann byggir upp próf :) Svo við vonum það besta bara :)


Jæja ég hef þetta ekkert lengra í bili :op
Já BTW, ég er búin að fá grænt ljós hjá Guðbjörgu varðandi nýja útlitið :oD Svo það eru allir linkarnir og flest allt sem var á gömlu síðunni komið. Barasta njótið vel ;) Og vonandi líkar ykkur nýja lúkkið ;)
--{-@ * Hilsen * @-}--

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Okei þetta er ég (Vera) sem er að kommenta og þetta er BARA asnarlegt. Annað hvort þarf maður að skrá sig að posta sem Anonumous (hver svo sem það er... ;) hehe).....
hmm.... þarf að laga þetta við tækifæri ;)

Nafnlaus sagði...

Þetta er nú asna commentkerfi ;) en þetta er fínasta fínt hjá þér Vera mín... sumarið er í loftinu.. það blasir við þegar fólk kemur á síðuna :) nýtt útlit og nýtt sumar :þ

Nafnlaus sagði...

Vött? þarf maður að skrá sig inn til að kommenta? Kjaftæði.. Enívei flooott breyting leidís :)
Kv.Tinna