föstudagur, maí 28, 2004

Vinnualki ??!!

Ég er búin að komast að því að ég verði ekki frá því að enda sem vinnualki eftir þetta sumar... sem byrjar hálf ömurlega, að minni hálfu allavega!!!
Ég verð að vinna á blessaða skýlinu þar sem ég mun hugsa um aldraða fólkið hér í bæ og svo á Shell að dæla bensín! Skemmtilegt það og sumir eða mjög margir dagarnir hjá mér eru þannig að ég vinn frá kl08-16 á skýlinu og fer svo kl118-23 á shell!!! skemmtielgt, ekkert nema peningar sem ég mun eiga í haust ;)
En það sem bjargar sumrinu alveg er fyrsta helgin í Júlí FLÆÐAREYRI vúhú þar sameinast stór rugluð ætt til að skemmta sér, drekka, skemmta sér og öðrum, og ég verð að segja að þetta er ein skemmtilegasta helgi sem hægt er að upplifa! og svo má ekki gleyma fystu tveim vikunum í ágúst BENEDORM!!! vúhú :) Þar sameinasta þriðjibekkur MÍ og fylgifiskar að djamma og skemmta sér :)

Ég er ekki frá því að eftir þessa rúma 3tíma á pallinum heima hjá Veru um daginn að ég hafi fengið smá far eftir sólina ;) ég er orðin brún :þ hehe..

Það verður alveg feikilegt djamm á helginni!! Rosatónlegikar í kvöld í Hnífsdal, Ber að spila á morgun held ég og svo Skímó á sunnudaginn á suðureyri, ég man þegar ég var yngri hvað ég væri til í að drepa einvhern til þess að komast og fá að fara á ball með Skítamórall, þá var maður hva.... 12 eða 13ára? Mikil ósköp... en allavega DJAMM

Nú jæja, ég fer í snyrtingu kl 12 og svo beint að vinna eftir það, þannig ég er farin að skunda... :)

DOEI

Engin ummæli: