miðvikudagur, maí 12, 2004

Varðveit hjarta þitt framar öllu öðru því þar eru uppsprettur lífs þíns

þetta er víst sú setning sem ég valdi mér þegar ég fermdist, nokkuð flott bara :) ég verð að segja það.

ég var í því að taka til, ég og Vera fórum í það að þrífa í Víkurbæ og svo fór ég heim og byrjaði að taka til í gamla dótinu mínu sem ég á inní geymslu!! fullt af kössum með fullt af dóti.
Ég fann svo mikið af gömlum hlutum og allskonar dóti og skoðaði náttla allt vel og vandlega og stundum fékk ég alveg tár í augun og jájáa... alveg rétt svona var þetta ;) Þið getið skoðað eitthvað af þessu í myndasafninu :þ
Ástæða þess að ég fór, bara svona allt í einu í það að taka til í gamla dótinu er sú að mar er barasta að fara að flytja! jebbs... Fjölskyldan á Ljósalandinu er að flytja úr húsinu. Magnað alveg, en samt sorglegt að yfirgefa húsið mitt til 18 ára næstum 19!! Það er grátlegt, en svona er lífið :) gaman að flytja :þ

Annars er alveg merkisdagur í dag!! ég og Gunnar Már Jónsson erum búin að vera saman í 2ár, hvorki meira né minna :) alveg er þetta yndislegt líf :) Elska þig Gunnsi minn :* (hann les bloggið svo oft ;))

hey... undankeppnin fyrir eurovision er að byrja með Gísla Martein í fararbroddi, ætli ég skelli mér ekki í það að horfa?? veit ekki alveg sko. en ég er allvega farin í sturtu, lifið heil ömbin mín :*

DOEI

Engin ummæli: