fimmtudagur, október 30, 2003

Góðan dag!!!
Það er langt síðan ég hef dröslast til þess að skirfa hérna nokkrar línur... leti haugur ég.. en samt ekki!! það er búið að vera geðveikt að gera hjá mér :-/ skólinn og sonna... úff já... síðasti dagurinn hjá mér í Bakkavík var í gær og ég var SMÚLUÐ og ég varð BLAUT!!! usss.... ég bara fékk þessar líka svakalegu gusur á mig... en þetta var samt mjög fyndið, ég verð bara að hefna mín á Kristjáni og Írisi... passið ykkur bara.. múhahahaha :D
En já... það er íþrótta og kennissálfræði á eftir, var í prófi á mánudaginn og við hljótum nú af fá útúr því í dag!! ég trúi ekki öðru og svo er það fótboltaæfing :) yes... en ég er svo hrædd um að drepast.. í alvöru ég er mjög hrædd um það.. ég gæti drepist... ég gæti það alveg á meðan ég væri að hlaupa... kafna eða ikkað því ég er í engu formi!!! það gæti alveg gerst... en any way formið mitt verður komið í ágætt form þegar ég get farið að mæta 100% á æfingar sem bara byrjar í dag því núna er engin bakkavík að þvælast fyrir mér þegar fótboltaæfingar eru ;) jejejeje...!!
Já.. ég er orðin leiðbeinandi í íþróttaskóla hjá UMFB og það er bara fyndið og gaman... skemmtilegir krakkar, af hverju getur litla systir min ekki verið svona skemmtileg og normal?? hmm.... ? ! En það versta við þennan íþróttaskóla er að hann er alltaf á sunnudögum kl 12, maður á að nota sunnudagana til þess að slappa af... ekki rétt?? mikið rétt ;) hehe... já já...
Umm á föstudaginn er Grúví ball á ísó.. je beibí je ;) ég er að spá í því að skella mér ;) það verður örugglega gaman ef mar fer í góðra manna hópi ;) ekki satt ... mikið satt :) já já... Svo á Karen afmæli á sunnudaginn og verður hún 17ára stelpu rófan ;) og mér og mínum manni er boðið í ammæli á laugardagskvöldið.. það verður bara gaman hugsa ég ... :) yess...!!! En váá... ég er örugglega búin að skrifa alltof alltof alltof mikið usss... þið eruð löngu hætt að nenna að lesa þetta... en allavega látið heyra í ykkur... það er gestabók hérna til hliðar og svo getið þið komið með skoðanir lömbin mín :*

Chio

þriðjudagur, október 28, 2003

Blogga! ha? hvað er nú það??!!

Tja, já sussumsvei! Maður barasta bloggar aldrei....tsss... *Eins og ykkur sé ekki sama*....

Helgin var róleg...svona eins og alltaf ;)
En ekki samt misskilja mig, það var alveg hellings helling um að vera. Ég er bara soddan félagsskítur *En við skulum ekkert fara út í það neitt nánar*
Lovegúrú kom vestur og fregnir herma að það hafi verið troðið á laugardagskveldinu (=18.ára), var boðið upp á súkkulaði smokka... *hmm....*

Jæja það er verið að reka mann úr tölvum, ætli það sé ekki best að hafa þetta svona stutt núna :)
Hilsen...

föstudagur, október 24, 2003

Ja hérna þetta er sko spennandi ... Idolið sko... ;) hehe... jamm ég er búin að kjósa "mitt" fólk, hana Önnu Katrínu og Kalla sjóara... Idol 5 og Idol 8 !! Ég hringdi meira að segja sérstaklega í hann Gunnar minn til að láta hann kjósa, hann var ekkert alveg að nenna því en viti menn... hann gerði það, fyrir mig, þessi elska :*
Karitas og Gulla voru ikkað að mótmæla því sem ég kaus... en megi þær bara brenna í helv.... nei nei bara grín ;) hehe við vorum sammála um hann Kalla en ekki Önnu þær vildu fá stelpuna númer 7, hún hafði svo mikil áhrif á mig að ég man ekki einu sinni hvað hún heitir :þ

En jæja... það er best að fara að koma sér fyrir aftur... uppí rúmi... ég er ekkert að lagast :( allavega lítið :,( aji ég hata veikindi ég hata það að vera veik!!!

chio
Idol beibííííííí!!!

Já ég skal nú segja ykkur það! Við íslendingar erum hörð og rík þjóð
Er að horfa á Stjörnuleit og er síðasti keppandinn að stíga á stokk, Anna Katrín.... Hún er mergjuð söngkona, annað get ég nú ekki sagt. Hún og sjóarinn hann Kalli, ÁFRAM!!!

Ég mæli með því að allir lesa bakþankana í Fréttablaðinu í dag, mergjaður penni þar á ferð. Fannst þetta svoldið skondið hjá honum

Hef þetta ekki lengra í bili....
Hilsen....
Ég er veik og ég HATA að

Komiði sæl herrar mínir og túr, ég meina súr ég meina FRÚ!!!!

já ég er því miður svo ógeðslega ólánssöm að vera veik :( ég er með einhverja gubbupest eða ikkað, samt bara búin að æla 2 í dag!! hmm.. allavega það er einhver magaverkur og hausverkur hiti og dæmi :,( ég lét mig samt hafa það að fara í NÁT prófið í morgun, víkingurinn ég mar !! :D úff...

En já ég er ekkert búin að vera að gera í dag, eins og gefur að skilja... liggja uppí rúmi og horfa á TV. gaman gaman.... en ég er búin að klára skilaverkefni 3 í sálfræði, duglega ég ;)
Svo er það IDOL í kvöld og auðvitað horfir mar á það... í þessum hóp sem er í kvöld þá held ég með 3.. en bara 2 komast áfram... dem.. :þ en allavega ég er farin að horfa á gamla árshátíð úr GB :D tíhí

Chio
Skóli hvað er nú það???

Jæja þá er vikan liðin, þvílík vika!
Er eiginlega ekki neitt búin að vera í skólanum, bara tvær kennslustundir á dag. Liggur við að maður nennir ekki að fara inn eftir! Eeen maður má ekki skrópa, neineinei það er alveg bannað!

Já vá! Ég er svo sammála Guðbjörg, æfingin í gær var hreint út sagt frábær. Og ég á meiri segja erfitt með að skrifa, er með harðsperrur í handleggjum og maganum. *I'm going to be massi* tíhí

Síðan er bara róleg helgi framunda, og vinna á sunnudaginn... veeeiii

Er að horfa á Amecing Race, fíla hommana í tætlur Fylgist yfirleitt ekki með þessum þáttum en þau eru í Ástralíu, ekkert smá sniðugt...

Jæja hef þetta ekkert lengra í bili...
Hilsen

fimmtudagur, október 23, 2003

Æðislegt,frábært,yndislegt og bara allt sem er gott :) ég var að koma af fótboltaæfingu og VÁÁÁ... það var frábært, ég kveið nú nokkuð fyrir útihlaupinu, en ég meikaði það :D ég var samt alveg að gefast upp á síðustum metrunum, en Gummi peppaði mig upp *hey ég var að læra um að peppa upp í íþrótta og keppnissálfræði í dag ;)* En eftir útihlaupið þá tóku við lyftingar, váá... það tók á, en samt svo hressandi :D svo teygðum við á og píndum okkur aðeins meira sem var náttla bara hressandi ;) svo var slökun...

En vitiði hvað??! vitiði það að hann Hermann hætti bara við að hafa prófið sem ég átti að fara í í dag!!! Eða kl16.. alveg er það furðulegt, ég náði því nú ekki hver ástæðan var, en hún var einhver!! whu... En ég verð að fara að borða og í sturtu, það bíður mín lærdómur í herberginu mínu, náttúrufræðipróf á morgun :-/ og ég verð að geta ikkað meira en rassgat ;) hehe... sem sagt ég verð að geta helling ;) En ég var bara í prófi í ÍSL303 í morgun og það gekk bara nokkuð vel, en ég er ekkert rosalega vongóð með einkunnina sem ég fæ á því :-/ en við bíðum og sjáum :-/ *Guðbjörg enga svartsýni sauðurinn þinn!!!* en jamm og já Númer 1 : Borða... Númer 2 : Sturta...... Númer 3 : Læra.... !!!

chio amigos

mánudagur, október 20, 2003

Heima er best!!! :D

Aww já það er satt....... allavega finnst mér það! :)
En helgin er búin að vera hreint út sagt æðipæði! :D
kom til RVK á fimmtudaginn með miklar vonir í farateskinu ;) Gisti hjá ömmu og afa í nýju flottu íbúðinni. Ekkert smá flott íbúð skvo :) Gerði nú ekkert voða mikið um kvöldið hitti bara vini og kunningja. Síðan á föstudeiginum vaknaði ég um hádeigisleitið. SmS-aði á Guðbjörgu og tókum við þá ákvörðun að skella okkur í kringluna. Ég ætlaði bara að labba, tók upp símaskránna og gerði meira að segja "kort"... Eeen það er ekki frá sögufærandi að ég "týndist" endaði með því að ég tók leigubíl upp í kringlu, þvílíkur nölli ;) Þar hitti ég Guðbjörgu, fórum við að versla og að eta eins og hún nefnir hér að neðan. Síðn kom það skemmtilega í ljós þegar við vorum á leiðinni heim með Ellý að við vorum hryllilega nálægt hvor annar, eða rétta að segja eingöngu 2-3 götum á milli :p Síðan um kvöldið var fótbolti sem var eiginlega pínu tilgangslaus því þetta voru bara tveir leikir en það var samt alltilagi, alltaf gaman þar sem við erum ;)
Á laugardeiginu LABBAÐI ég, já ég LABBAÐI upp í kringlu. Rataði núna ;) Ég var bara eitthvað vesenast pínu, aðalega að drepa tíman meðan Þórdís væri að læra. Síðan kom Dísin um 5 eða 6 leitið. Fórum við á KFC og fengum okkur "take away" ;) Síðan fórum við að eta og hafa okkur til fyrir Brodway sýninguna sem byrjaði kl 22:00. Það var svo gaman á sýningunni, vá hef aldrei upplifað annað eins :) Svo klikkaði ekki ballið með Á Móti Sól :D
Síðan í gær var ég svo þreytt að það var ekki einu sinni fyndið, lá undir teppi mest allan daginn að horfa á video og fór svo bara að sofa.
Síðan í dag var lítið gert, Þórdís kom til mín eftir að hún var búin í skólanum kl12... Kíktum við á kaffihús og sonna... Síðan var bara beðið eftir að það væri kominn tími fyrir brottför.

Þetta er svona í mjög grófum dráttum hvernig ferðin var hjá mér. Nenni ekki að lýsa henni í smáatriðum... enda kemur það ykkur ekkert við ;)

Ætla að hætt núna þessu blaðri, ætla að fara taka upp úr töskum...
Hilsen....
Í Reykjarvíkurborg... Já ég er enn í Reykjarvíkinni og ef þið viljið aðeins meiri upplýsingar þá er Vera líka ennþá í RVK!!! Svo skemmtilegt... Við förum báðar heim með sama flugi í kveld, réttara sagt með seinustu vél :) yeah..!

ég er buin að gera lítið félagslegt í RVK, ég hitti Veru ú kringlunni á föstudaginn og við versluðum þar og borðuðum á Hard Rock, heilsuðum öðrum hverjum manni, það voru allir í Kringlunni!!! Allir.. ! vááá.... Svo um kvöldið fór ég með Ellý í "saumaklúpp" það var rosa gaman...
á laugardaginn gerði ég eila ekki neitt, fór með Ellý systur á Femin.is sýninguna í Smáralindinni, mjög spennandi. svo elduðum við góðann mat og sonna... (ÉG nenni ekkert að skrifa þetta) ömm.. á sunnudaginn fór ég í fyrsta skiptið á minni 17 ára og 10mánaða ævi á Þingvöll takk fyrir, ég er búin að ákveða það að gifta mig þar!! ÉG og Ellý ætlum að vera með tvöfalt brúðkaup þar... eða bara kannski ;) ég ætla allavega að gista á Hótel Valhöll við tækifæri, það er alveg æðislegt þarna.. algjörlega!! bara alveg Vááá... bara alveg bara flott og fallegt sko :D Já ég fór svo í bíó uppí Skeifu, í VIP sal ;) á einhverja mynd með Georg Clooney og hinni kerlingunni þarna Z Djóns ;)
En já núna er ég ein heima hjá Ellý og ætla að nota tímann í það að læra undir HELV... stærðfræðipróf á morgun :-/ hverjum dettur það í hug að leggja fyrir stærðfræðipróf eftir lönguhelgi?? nú auðvitað stærðfræðikennaranum ;) HAHAHAHAHAHAHA...!!! ;) hehe

Chio

fimmtudagur, október 16, 2003

Jáhá svo virðist vera að Guðbjörg sé að fara til Reykjarvíkur [ég vissi það nú reyndar en gaman að benda á staðreyndir]

En hvað um þig? eru ef til vill einhverjir að velta fyrir sér [eða ekki]...
Jújú ég ætla í höfuðborg Íslands, en það varð seinkun á flugi svo ég fer ekki alveg strax. Á að vera lent á Reykjarvíkurflugvelli kl 19:10 á staðartíma. Það er að segja ef það verður ekki meiri seinkun.

Eins og Guðbjörg nefndi hérna fyrir neðan eru myndirnar á nmi.is komnar inn og eru myndirnar af mér hörmung. En ætli flest öllum finnist það ekki um sínar eigin myndir. Hvað haldið þið?
Ég lét Guðbjörgu velja þrjár flottust ég gat einfaldlega ekki valið.....þær voru allar svo ansó [Ekki illa meint Biggi, þú ert frábær myndatökumaður. Bara slæmt módel! ]

Jæja hef þetta ekkert lengra í bili...
Kannski mun ég komast á netið fyrir sunnan [Efa samt að ég nenni að eyða mínum dýrmæta tíma á netinu]...
Við heyrumst bara eftir helgi.... þangað til næst: Lifið heil en ekki hálf & gangið hægt í gegnum gleðinnar dyr!
Hilsen....
Ég er að fara til Reykjarvíkur, ég er að fara til Reykjarvíkur, ég er að fara til Reykjarvíkur,ég er að fara til Reykjarvíkur,ég er að fara til Reykjarvíkur,ég er að fara til Reykjarvíkur,ég er að fara til Reykjarvíkur,ég er að fara til Reykjarvíkur,ég er að fara til Reykjarvíkur,ég er að fara til Reykjarvíkur,ég er að fara til Reykjarvíkur,ég er að fara til Reykjarvíkur,ég er að fara til Reykjarvíkur,ég er að fara til Reykjarvíkur,ég er að fara til Reykjarvíkur,ég er að fara til Reykjarvíkur,ég er að fara til Reykjarvíkur,ég er að fara til Reykjarvíkur,ég er að fara til Reykjarvíkur,ég er að fara til Reykjarvíkur,ég er að fara til Reykjarvíkur,ég er að fara til Reykjarvíkur,ég er að fara til Reykjarvíkur,ég er að fara til Reykjarvíkur,ég er að fara til Reykjarvíkur,ég er að fara til Reykjarvíkur,ég er að fara til Reykjarvíkur,ég er að fara til Reykjarvíkur,ég er að fara til Reykjarvíkur,ég er að fara til Reykjarvíkur,ég er að fara til Reykjarvíkur....Já eins og fram hefur komið þá er ég að fara til Reykjarvíkur, það er mæting í flug kl 10:30 og brottför kl 11:05, plís ekki... ekki ekki ekki sprengja vélina í loft upp eða gera ikkað í sambandi við vélina, ég er BARA orðin flughrædd og ég er löngu byrjuð að fá í magann en ég yða mér hlakkar svo til :D yeah...!!!!!!!!

En myndinar eru komnar inn á nmi.is sem voru teknar af okkur nemendunum, ég get ekki sagt að myndirnar af mér séu ikkað rosalega :-/ þá veit ég það, ég get ekki orðið model:( ohh... en Biggi sagði við mig áðan að hann gæti lofað mér því að það væru verri myndir en aaf mér til staðar... og vitiði hvað??!! Biggi sagði satt :) yess....

En ég er að fara, ekki gráta ég mun líka sakna ykkar... :*

Chio

miðvikudagur, október 15, 2003

Halló halló halló og góðan dag :)
Til að fyrirbyggja allan missylning sem þegar hefur orðið þá er ég ekki snitti fúl yfir því að vera ekki með í fótboltanum, ég var aðallega bara að ganntast ;) no hard feelings folks :) svona svona ekki grenja :þ
En allavega þá þarf ég að hætta því eg er að kljást við skilaverkefni í Sálfræði :þ ég á að skrifa um heimasíðu sem tengist börnum... hey get ég ekki bara skrifað um þessa síðu?? ;) hehe

Chio mjá

þriðjudagur, október 14, 2003

Ég fer í fríið,ð ég fer í fríið....tralalalalalaaaaaa......eftir tvo daga....tralalalalalaaaaaaaaa

Já góðir hálsar (og aðrir líkamspartar) :oþ
Núna er ég í skólanum (ef þið vilduð vit það) er í eyðu og ætti ég að vera að læra undir próf sem er á morguna eeeen NEEEEII ég gleymdi bókinni heima. How stupido er það??
Þannig núna "VERÐ" ég að drepa tímann í tölvum. tíhí :)

Er það bara ég eða hljómar eins og Guðbjörg sé pínu sár? Ég meina það er skiljanlegt. Maður skilur ekki eftir svona mikinn snilling, er það?? (þetta er náttlega bara það sem mér finnst....)

Jæja í gær var síðasti þátturinn í American Dreams... sorglegt finnst ykkur ekki?? *snökkt**snökkt*... Mér fannst þetta vera frekar "ljótur" þáttur innan gæsalappa. Ég meina það var svo mikið ofbeldi og sonna(en sona var þetta í gamla daga). Hryllilegt!!
Síðan var það Dawson's Creek. Það voru bara jól og læti. Svoldið asnó í miðjum okt :) En hvað um það. Það mætti nú halda að hún Audry ætti við drykkjuvandamál að stríða ;) eða hvað? :oþ
Haldiði að Joey og gaurinn sem hún er með hætti saman?? nei er það nokkuð???

Jæja ég hef þetta ekki lengra í bili...
Það er að koma hádeigishlé og ég er pínu svöng...
Plús það að það er LAAAAAAANGUR dagur í dag, verð ekki komin heim fyrr en um 20:00 leitið...usss...uss seigi ég nú bara...
Hilsen....
í bil allavegai.....
Sæl verið þið elsku dúllurnar mínar :D jei jei ...!!!
Já langa helgin er á helginni, sjibbíí... :) og ég var að panta mér flugfar suður á fimmtudagsmorgunninn og heim aftur á mánudaginn, alveg er það æðislegt :D Ég er samt ekki nógu góð í fótbolta til þess að hafa verið boðin í lið skólans í fótbolta sem er að fara að keppa í hafnarfirði á föstudeginum, but no hard feelings :þ
Samt, vá það er nóg að gera hjá mér!! ég þarf að fara að klára skilaverkefni í sálfræði fyrir fimmtudag og skiladæmi í stæðrfræði, svo skemmtielgt :þ svo ku vera stærðfræðipróf á þriðjudaginn eftir löngu helgi þannig það er nóg um að ske hjá mér, í sambandi við skólann ;) hehe... en any way .... stærðfræðin bíður .... og REYKJARVÍK líka, hlakka til að hitta alla í höfuðborginni, I LOVE IT :D

Chio

mánudagur, október 13, 2003

Láttu mig vera og farðu svo burt. Þú þarft ekki að svara, það var aldrei spurt. Orðin þau fela það litla sem má. Hann bíður á bak við þau, ýtir þeim frá. Og nú, nú er hann hér, hann fjarstýrir þér. Hann lætur þig sjá, það sem er ekki hér. ekki líta við.........

Jæja góðir hálsar (og aðrir lí­kamspartar..)
Nú styttist óðfluga í það að maður kemst í­ "siðmenninguna" sem sumir kalla Reykjarví­k. Ég veit nú ekki hversu mikil SIÐmenning er þar á bæ. En þrátt fyrir það er ég að fara þangað. :-D
Margt er komið á planið en þó nokkrir lausir klukkutí­mar eftir ;-) .
Ég mun fara með seinni vélinni á fimmtudaginn og ætlar mí­n ástkæra frænka að ná í­ mig á völlinn :-D Síðan á föstudeiginum veit ég ekki hvað ég geri en um kveldið er ég að fara að keppa í­ fótbolta með stelpunum í­ MÍ, í­ einhverju Framhaldsskólamóti. My God Have Mercy On Our Soul!! :-p
Síðan á laugardeiginum um kvöldið er MOTOWN beibí­ :-D
Síðan er bara HAVE FUN FUN FUN :-D

Jæja hef þetta ekki lengra í­ bili...
Hilsen......

sunnudagur, október 12, 2003

Jæja lömbin mín!

Sunnudagur er nú að líða undir lok og þar með er helgin búin, eru þið ekki svekkt?? skil það, þurfa að vakna í fyrramálið til að mæta í skólan eða vinnuna. Annað með mig ég fæ að sofa út aaaaaaa I'm so lucky

Jammsús og jásús, lítið búin að gera í dag annað en bara vinna. Það var svo gaman í vinnunni. Sat og bara horfði út um gluggan. Vúhú!!! stuð hjá mér

Vitið þið það að ég er að fíla 200.000 Naglbíta í tætlur. Var að skoða heimasíðunna þeirra og fékk lagið: Láttu mig vera I LOVE IT!!

Ég og Guðbjörg erum alveg tómar, vitum ekki alveg hvaða spurningu við eigum að setja í spurning vikunnar, einhverjar hugmyndir??

Jæja hef þetta ekki lengra í bili...
Hilsen

laugardagur, október 11, 2003

Jæja loksins bloggar maður....
Það er svoldið mikið búið að vera að gera upp á síðkastið .....
Læra undir tvö hlutapróf og eitt skilaverkefni allt fyrir föstudaginn síðasta. Síðan var leynivinavikan, skrallið á föstudaginn...
Jæja byrjum á föstudeiginum :
Hann byrjaði á því ég mætti í­ hlutapróf kl átta og gekk það bara ágætlega (að ég held), síðan kl 12:40 fór ég í­ hitt hlutaprófið og gekk það hörmulega, bí­st ekki við neinu yfir einum. Síðan fór ég í­ strí­pur kl 14:45 og er ég bara mjög ánægð með strí­purnar... Síðan um kvöldið ætluðum ég og Gunna Dóra að fara í­ þetta partý sem tengdist nmi leiknum en komum ekki inneftir fyrr en kl 23 og okkur fannst eins og allir væru að fara (sem var bara vitleysa hjá­ okkur BTW), þannig að við fórum bara á rúntin á ísó og rétt eftir miðnæti skelltum við okkur til Súðaví­kur á ball með Maus. Mér fannst þetta ágætis ball, en persónulega finnst mér skemmtilegra að hlusta bara á Maus en dansa. Frekar erfitt að dansa við tónlistina, sérstaklega fyrir svona staurfót eins og mig..tí­hí­ En þetta var samt ágætt eins og ég sagði áðan. Ég var komin í­ bólið um hálf fimm og vaknaði "hress" kl11 til að fara vinna kl12...veei gaman gaman.. Síðan er vinna aftur á morgun..... Ég mér ekkert lí­f

Sáuð þið leikinn???!!!?? Jedúddamí­a... reyndar sá ég hann ekki, var að vinna. En ég hlustaði reyndar á hann. Pælið í­ dómgæslunni??? Eyðilagði allan leikinn bara þessi eina dómgæsla, þeir hefðu kannski unnið, hver veit!?!
En mér finnst Íslenska landsliðið staðið sig frábærlega upp á síðkastið (þó svo að maður vill að það gangi betur) og eiga þeir hrós skilið!

Jæja nenni ekki að raus meira í bili...
Góða nótt allir
Góða kvöldið :)
já.... landsleikurinn var í dag Ísland-Þýskaland, mikil ósköp var þetta svekjandi leikur :( damn!!!
En allavega... ég fór ekki á Skrallið og ekki á leynivinalokahófið, hef nú ekki haft samband við Veru til þess að ath hver hafi verið með okur :-? hmm.... En ég var ikkað slöpp í gær og var ekkert að nenna neinu félagslegi dóti :þ
Svo var þessi líka svka brunni hérna í víkinni :O alveg agalegt!! Þetta er alveg búið að vera í fréttum síðustu tvo daga, þannig þið vitið allt um þetta :þ Svo eftir skóla kíkti ég á íþróttahátíðina, Blessuðu Ísfirðingarnir unnu þetta árið með 110 stig minnir mig og næst á eftir þeim komu Víkararnir með 80 og eitthvað stig. yeah...
En ég var beðin um að koma og vera við gæslu á íþróttahátíðarballinu, og sló bara til... Hitti gaurana í Maus og spjallaði ikkað við þá, fylgdi einum á klósettið ;) hehe..... *endilega misskiljið mig :þ* En svo fór ég bara heim að sofa... :o zzzzz
í dag er eg eila bara búin að vera heima, er með einhvern hita og er oft að kafna úr hósta... :( En Gunnar minn Már er einhvað að tala um það að fara að Núpi í dýrafirði í kveld, þar á að vera eitthvað ball??!! kíkja þanngað??!! tja... jeg ved inte :þ

fimmtudagur, október 09, 2003

hæ alí úbba :þ hehe.... Það er alveg svaðalega svaðalegt hvað mar er ódugleg við að blogga usss, tek ekki þátt í svona vitleysu ;) hehe...!!!!

En any way ég upplifði mig sko gamla í gærkvöldi :-/ aji mig auman!!! Helga systir sem er í 10 bekk kom til mín og sagði: " Viltu vera með að keppa á móti okkur krökkunum fyrir íþróttahátíðina??" og ég náttla sagði já *svo góð systir :)* Það hefur alltaf verið þannig að daginn fyrir íþróttahátíðina hérna í Boló þá keppa krakkarnir við kennarana, en núna eru kennararnir orðnir ikkað gamlir eða fáir og geta ekki keppt, vantar liðsauka, þá komum við, gömlu nemendurnir til sögunar :) Það eru akkúrat 3 ár síðan ég var að standa í þessu sama og hún Helga... það var alveg roslega gaman, en mar er vaxin uppúr því. je je... me me...

já... ég tók smá flugferð í gær niður tröppurnar hérna fyrir utan húsið í gær :-/ awi... það var VONT!!!! Ég var bara í mínum mestu makindum að labba og þá bara SWINGG.. upp í loft og lenti beint á bakinu á tröppunum... :,( Ég var emð fullarhendur, bollinn með öllu namminu sem ég fékk í leynó gjöf í gær :) og síminn minn, veskið mitt og bara allt og þetta allt fór útí veður og vind, en þegar ég var aðeins búin að jafna mig þá gat ég náð í þetta :) jeje...

úff alveg er ég að fíla Footballers wives í tætlur!!! Vá.... þetta eru alveg magnaðir þættir... I LOVE IT!!! ekkert smá spennó þó svo að það sé stundum lítið vit í þessu öllu :þ hehe... go go...

Jæja..... Hey svo ég skrifi ennþá meira þá er ég búin að muna hugsunina sem ég ætlaði að skrifa hérna um daginn en mundi ekki, þá sko!! En það var verið að taka viðtal við Hemma Gunn sem liggur á spítala eftir hjartaáfall og honum er eila bara batnað, ekkert mál. En hann sagði einhvað á þá leið að maður ætti bara eitt líf, og því hafi hann komist að núna eftir þetta áfall. Og þá fór heilinn minn í gang... LOADNIG... Bíddu, þegar fólk er að lifa í sukki og svínaríi þarf þá að segja því með því að láta það fá hjartaáfall eða já næstum drepast að það eigi bara eitt líf??!! Come on!!! halló það vita það allir að það er bara eitt líf á mann og maðiur á að fara vel með það líf... ef þið vissuð það ekki nú þegar, þá er ég búin að upplýsa ykkur um það núna...!!!

Chio

miðvikudagur, október 08, 2003

Í tímum annar, gleymast oft hlutir svo sem blogg... tss ekki nógu sniðugt.....

Það er alveg nóg að gera í skólanum, tvö hlutapróf á föstudag + skilaverkefni... Er ekki alveg að meika þetta.
Síðan gat ég ekki sagt nei við Helgu áðan um það að vera í "kennara"-liðunu í svona æfingarleikjum fyrir íþróttarhátíðina. Þetta er s.s. á morgun kl eitt til hmmm veit ekki, þá á ég eftir að læra undir prófin og já leggja lokahönd á verkefnið... Shit.. Vonandi gengur þetta...

Hef þetta ekki lengra í bili, vildi bara láta vita að ég er á lífi...
Hilsen...

þriðjudagur, október 07, 2003

já komiði sæl :) það var ástardagur í dag í leynivinaleiknum og haldiði ekki að ég og Vera séum einu blóminu ríkari :) hehe... og ekki má gleyma sleikjónum.. nammi namm svo sætt :)

Any way.. pabbi og Gugga eru á leið heim frá Rvk... þau komu til landsins í gær frá Prag. Svo gaman!!
Þessa stundina er ég að reyna að hjálpa Karen að finna nafn á síðuna hjá sér, hún er að fá sér blogg... og það á að taka einhverntíma sko!! úfff.....
Aji já.. ég var komin með einhverja svaka hugsun í hausinn í vinnunni í dag en ég er búin að gleyma henni :-/ kannski man ég hana á morgun??! hvur veit??!!

HEY afmælisBÖRN :) Gunnar Már Elíasson Bolvíkingur með meiru og Kristín Grímsdóttir boltakona með meiru eru bæði 17ára í dag.. til hamingju þið í 2sinn :)

mánudagur, október 06, 2003

Halló Halló Halló

Ég botna ekkert í henni Veru að vera í skóla.. hún er aldrei í skólanum
En já.. leynivinaleikurinn byrjaði í dag... aji Vera var búin að segja ykkar frá honum þannig ég bara held kjeft

En já ég er búin að vera dugleg... ég er búin með náttúrufræði verkefnið sem við eigum að skila á föstudaginn... það er ekkert eðlilegt hvað ég er dugleg

Það er ástardagur á morgun... ástarlegar gjafir ;)

En já... við heyrumst bara lömbin mín... chio
Jæja þá er mánudagur genginn í garð, gaman gaman

Oft er sagt "mánudagur til mæðu" ekki í mínu tilfelli ég mætti ekki í skólan fyrr en kl 13:25 og er búin 14:50 og var meira að segja búin snemma í dag.

Svo það er lítið á minni könnu í dag, nema kannski að gera skilverkefnið í nát103 og læra undir próf á föstudaginn. Hei! það er bara þó nokkuð að gera hjá mér

Ég fór á fótboltaræfingu í gær, ég er svo duglega. Ekki satt? Þetta var æðisleg æfing, mér líst bara mjög vel á hann Gumma. Barasta hlakka til að sjá hverju hann lumar á í erminni í vetur

Jæja "leynivinaleikurinn" byrjaði í dag. Ég og Guðbjörg fengum bland í poka namminamminammmmm
Og ég held að þeir sem við erum með voru happy með gjöfina frá okkur
Svo á morgun er ástardagur hvað skal gefa þá??

Jæja hef þetta ekki lengra í bili....
Hilsen....

p.s ekki gleyma að kvitta í getstabókina, það stendur Kvitta,takk :)

sunnudagur, október 05, 2003

uhummm ég gleymdi náttla aðal fréttinni hérna áðan!!! :( skamm ég skamm, hey ég hættu að skamma mig ég er að fara að segja fréttina!!! okei þá... Já..

Þannig er mál með vexti að góð vinkona mín úr boltanum, skólanum og bara lífinu sjálfu hún Edith á afæmil í dag :D jeijei... hún er 16ára stelpan :) Til hamingju með daginn :*
vúff.... það er sunnudagur í dag!! uss... helgin búin að vera fljót að líða, eins og þær flestar.. ég er enn að ná mér eftir sukkið á föstudagskvöldið ;) sukkað heima hjá Kristínu.... kökur og sonna :þ

nú ég ætla ekkert að tala um gærdaginn, en ég get sagt ykkur það að hann var átakanlegur!!! mikil ósköp.

Nú hinsvegar í dag þá er ég búin að vera dugleg!! Búin að klára að þrífa húsið, búin að vera að þvo þvott og fara í göngutúr með tíkina mína hana Snotru... Hvaðan fæ ég alla þessa orku??? je minn... I am ofvirk!!! Svo náttla þarf ég að læra... punkturinn kominn yfir i-ið ég er ofvirk. Reyndar þá get ég ekki verið ennþá verið meira ofvirk því ég fer ekki á fótboltaæfingu í dag :( helv..... ég missteig mig áðan þegar ég var að hoppa úr stiganum heima og yfir ryksuguna, þá lenti ég á öklanum... ekki á ilinni eins og maður á að lenda heltur lenti ég á öklanum sem var náttla bara vont og ég öskraði bara mikið!!! awi..... en ég get gengið sko, bra sumar hreyfingar eru verri en aðrar, þess vegna er ég ekki að þora að fara á æfingu.. KELLING GUÐBJÖRG KELLING!!! :þ

En hey... þegar ég var í gögnutúrnum með Snotru þá var ég og hun að ganga í sakleysi okkar framhjá húsi læknisins og váá... byrjuðu þá ekki þessi þvílíku læti, ekkert smá stórir tveir hundar byrjuðu að gelta á fullu, ég meina það þeir voru stórir, ég þakka guði fyrir að þeir hafi verið í girðingu, takk guð takk...

en any who.. þá ætla ég að fara ikkað að ofvikast ;) hehe.... Chio

laugardagur, október 04, 2003

jæja þá er laugardagur genginn í garð....

Er ekki búin að gera mikið í­ dag.... Hei! já ég var ógeðslega dugleg, ég hringdi EIN og ÓSTUTT á Brodway og pantaði miða á Motown sýningunna :) Veii ég er svo dugleg ;) Fékk meira að segja miða :) Vá mig hlakkar svo mikið til :D

Síðan eldaði ég meira að segja kvöldmat,svaka harka hjá­ mérr ;) Ég eldaði pasta, I'm the pasta-master :)

Ég fór í afmælisboð hjá Kristínu Gríms í gærkvöldi :) Fengum kökur, ís og fullt fullt af góðgætum namminammi :) Ekkert smá gaman, kom ekki heim fyrr en hálf þrjú :)

Var að taka próf á Quzilla.com:
My inner child is one year old today

My inner child is one year old!


Everything is new to me. I like watching the world
go by around me, and I don't sweat the small
stuff--or the large stuff, either. Just so long
as I stay warm and safe and dry, life's pretty
good.


How Old is Your Inner Child?
brought to you by Quizilla

föstudagur, október 03, 2003

jamm og jæja... það er eins gott að blogga ikkað :) hehe... ég ætti samt að vera að gera mig klára fyrir það að fara til Kristínar Gríms. hún á afmæli í næstu viku, sum sé á miðvikudaginn, og ætlar að halda það í kvöld. ÉG er samt eila ekkert að nenna því að fara :-/ er ekki í stuði til að vera í kringum fullt af fólki og sonna, langar eila bra að vera heima og slaka á eftir vikuna.... það er ekki bannað sko!!!

Já í skólanum í dag þá var myndataka fyrir NMÍ eins og ég var búin að nefna.... og hún glekk alveg ljómandi vel hjá mér... held ég .... vona ég :$ upzz.... en any way.. ég og Vera erum komnar með leynivini og erum búnar að kaupa fyrstu gjöfina, fyrir klisjudaginn, gjöfin er nokkuð mikil klisja ;) hehe....

En já ég er búin að vera mjög dugleg stelpa í dag, og ofvirk!! Þarf að fara til læknis út af þessu...??!! Ég ryksugaði og skúraði alla neðrihæðina á húsinu í dag... takk fyrir það.. svo lét ég líka í þvottavélina og braut saman þvott og sonna... mikið að gera á stóru heimili ;) tíhí...

En já ég verð víst að fara að gera mig ready ;) ammælið að byrja, það er mæting uppúr 8

Chio

fimmtudagur, október 02, 2003

Ég barasta veit það ekki Guðbjörg! :os .... Hvað eigum við að gera??????
hey Vera!!! Pentagonið er komið í lag!! hvað gerum við þá??

hey allir hvað eigum við að gera?
halló aftur ;) Vera ef þú værir ekki svona eyðslusöm þá værir þú milli ;) tíhí... nei nei bara smá grín, en þú gætir verið það!! :þ
Ég er búin í snyrtingunni, orðin fín núna :) svaka flott :) Svo á ég reyndar að mæta í íþróttafræði tíma kl16 en vitiði það að ég þori ekki að keyra Óshlíðina :-/ mér er alveg sama ef ég sé kerling sko...!! Það er bara ikkað sem hræðir mig, vil ekki keyra hlíðina ein!! Tala við Hemma á morgun eða hringi uppí skóla og tilkynna forföll.... ?? ó sei sei já!! Ég ætti kannski að fara út og taka einhvað af því dóti sem er úti og láta það inn eins og hann karl faðir minn var búinn að biðja mig um að gera ef veðrið yrði svona eins og það er orðið!! En vá... ég skrifa alltof mikið hérna mar :-/ þið sem lesið þetta eruð öruggglega að fá ógeð af mér ;)

Chio
Já Guðbjörg, ég fór bara að halda að þú værir búin að yfirgefa mig ;) tíhí

Já góðu fréttirnar sem Guðbjörg talar um hér að neðan er sú að ég þarf ekki að fara í endajaxltöku á morgun! :D Húrra fyrir því....en eins og hún sagði einnig þá þarf þetta að vera gert og er þá dauðadagurinn kominn (31.okt) og vonandi breytist hann ei :)

Ég fer bara að halda að ég eigi ekkert að vera í skólanum :)
Þurfti ekki að mæta í fyrstu tvo tímana í morgun (Þórunn veik) og þannig að það voru bara HEILIR tveir tímar í Nát103 og svo bara haldið heim á leið. Svakalegt :)

Já svo er ég og Guðbjörg búnar að skrá okkur í NMÍ-leikinn og fyrir ykkur sem eru ekki í MÍ(Menntaskólanum á Ísafirði) þá hljómar þessi leikur svona:
LEIKREGLUR *Svipað og leynivinaleikur*

1. Þið skráið ykkur tvö og tvö saman fyrir föstudaginn 3. okt. (stelpa og stelpa), (strákur og strákur).
2. Dregið verður í löngu frímínútunum á föstudag.
3. Ákveðið þema er fyrir hvern dag sem hvert par túlkar fyrir sig. Mótherjar ykkar mega ekki vita hverjir þið eruð, en þið verðið að finna leið til að koma þeim á óvart.

ÞEMAÐ að þessu sinni er eftirfarandi:

Mánudagur -> Klisjudagur (E-ð ófrumlegt og klisjukennt)
Þriðjudagur -> Ástardagur (E-ð frá hjartanu)
Miðvikudagur -> Sælkeradagur (E-ð sem gleður bragðlaukana)
Fimmtudagur -> Hrekkjadagur (Muhahahaha...)
Föstudagur -> Listrænidagur (E-ð artífartí)

Svo endar þetta allt í svona smá partýi fyrir skrallið :D Þetta verður örugglega gaman :op

Já vitið hvað? ég var að skoða launseðilin minn síðan í sumar og hef ég þénað sirka 548.þús og spyr ég bara hvert hafa peningarnir eiginlega farið?? Ég bara fékk vægt sjokk, sýnir bara hvað maður getur verið eyðslu samur...tssss......

Jæja hef þetta ekki lengra í bili.... ætla að fara að taka til í mine verelse (hvurnig sem maður skrifar það =) ...)
Hilsen....
uss uss uss... ekkert búin að blogga.. uss!!! En ég er að því núna þannig hættu að ussa á mig ;)
ég horfði á Footballers wifes í gær og guð minn góður þetta eru alveg svaðalega góðir þættir sko!!! Þó þetta se algert rugla þá er þetta alveg magnaðir þættir!! aumingja Ian, ferillinn í rúst og kellan að halda framhjá og ikkað... agalegt...
Já... uuu... já... ég er að fara í litun og plokkun nuna kl 14:00 að staðartíma :) yeah... skerpa línurnar aðeins :) það er nú myndartaka á morgun hjá NMÍ, reyna að vera eins og manneskja á þeirri mynd!! Verð að fara að æfa mig :þ
já svo er ég vist eins heima nuna.. helvíti næs sko ah...... tíhí. Pabbi og Gugga eru örugglega að setjast uppí vélina núna og fljúga svo til Prag... Bon vo... aji ég man ekki hvernig þetta er skrifað segi bara Góða ferð ;)
hey ég fékk pakka í gær :D mér finnst svo gaman að fá pakka. Mamma sendi mér bangsa sem er ekkert smá sætur og heldur á hjarta sem stendur á I love you aww... og svo sendi hun mer Body lotion sem er í stíl við ilmvatnið mitt... svo gott :) hun lét líka fylgja með smá aur (þið sem ekki vitið hvað aur þýðir þá þýðir það peningur í eintölu ;)) !! úff.. hvað get ég sagt ykkur meira?? aji ég veit það ekki.. en eitt þið skuluð samgleðjast Veru ef hun segir ykkur góðu fréttirnar hérna á blogginu, en mundu vera mín, þú þarft að gera þetta, bara seinkar smá ;) en vá... tíminn er alveg að verða 2 þarf að fara.....

chio

miðvikudagur, október 01, 2003

Þvílíkar pælingar Guðbjörg :) og datt þér þetta í hug kl 8 í morgun? Þínar heilsellur eru hressar verð ég að segja ;)

Hey! hafið þið einhvern tíma dreymt svo asnarlega en draumurinn svo raunverulegur?
Mig dreymdi svo asnarlegan draum í nótt/morgun að hálfa er hellingur. En hann var svo raunverulegur að það var krípý. Langar samt ekkert að segja frá draumnum, vil ekki fá einhverjar greiningar á honum :) Vil bara hafa þetta sem draum og ekkert annað :P

En útí eitthvað annað.....
Vááááá hvað það var yndislegt að fá að sofa út í morgun :D Trúið þið því?? Örugglega ;)
Svo er bara 2tímar Nát hjá honum Hallgrími og leikfimi hjá Hemma og minnz bara búinn í skólanum :) Getur ekki verið betra. OG svo til að toppa daginn þá er FÓTBOLTARÆFING Síbbí!!! En ég veit ekki hvernig ég fer inneftir, einhver sem vill bjóða sig fram og leyfa mér að fá far?? :D

Jæja hef þetta ekki lengra í bili...
Hilsen....
Hellú :) Byrja á því að segja Sömuleiðis við sambýlisbloggkonu mína ;) hana Veru!!!

Ég var að pæla í einu þegar ég var að labba inní skólann í mogrun... ég var sko að horfa niður á gangstéttina og það er allt morandi *eða það er fullt* af tyggjó klessum út um allt og svo sá mar hrákubletti hér og þar, einhver afskakið EINHVERJIR að losa sig við úldið munnvatn ;) en allavega þá fór ég að pæla í einu þegar ég sá þennan viððbjóð, ef einhver mundi detta á stéttinni og fá sár... þá gæti sá hinn sami kannski bara fá alveg rosalegar bakteríur og læti í sárið og þá fer að grafa og ikkað í sárinu!! Alveg merkilegt... Þannig holl ráð til ykkar afrá mér : Passið ykkur að detta ekki fyrir utan skólann! Henda tyggjóinu í ruslið. Það er búið að finna upp tannburstann ;) og að lokum... ef þið dettið hreinsið þá sárið með sótthreinsi.
Fleira var það nú ekki :) tíhí... ég er mikið hugsuður sjáiði til.

any way... ég ætla að eyða eyðunni minni í einhvað uppbyggilegt, eins og það að hanga á netinu ;)

Chio fólks