miðvikudagur, september 26, 2007

Tæknivæðing


Ég hringdi í Gunnar í dag, sem er svo sem ekkert merkilegt. Símtalið var samt svolítið skemmtilegt:
Ég: hæ, herðu ... ég var að spá, á ég að kaupa myndavél? Það er góð útsala í BT. Á ég ekki að láta það bara gossa?
Gunnar: Nei
Ég: (WTF) af hverju ekki?
Gunnar: Af því bara ... ég er keypti eina áðan. ætlaði að kaupa sjónvarp, en .... (blablabla)
Ég: Vá í alvöru ... (svakalega ánægð).
....(blablabla)....
Gunnar: Vilt þú ekki bara kaupa þér upptökuvél?
Ég: Jú!!

Ég er sem sagt búin að fá mér myndbandsupptökuvél ... Gamall draumur loksins orðinn að veruleika! jeij ...

1 ummæli:

Helga Björg sagði...

En hvað þetta var nú frábært! Er búin að bíða aaaaaaaðeins of lengi eftir nýjum myndum :)

Þú bara alltaf að græða! Gunnsinn góður :)

Knús á þig