Íslensk stúlka situr inn í kennslustund. Í landi langt frá heimalandi sínu, Frakklandi. Nánar tiltekið Nice. Kennarinn er að skrifa málfræði á töfluna og er að útskýra fyrir nemendunum jafn óðum. Að sjálfsögðu fer öll kennslan fram á frönsku. Í kennslustofunni eru nemendur hvaðan af úr heiminum. Hliðinna á íslensku stelpunni situr stúlka frá Hollandi. Þær eru orðnar ágætar vinkonur. Tala alltaf saman á ensku. Íslenska stelpan er djúpt hugsi og segir svo við þá Hollensku; "Hvað á hann eiginlega við"... Hollenska stelpan lítur á hana og skellir upp úr. Íslenska stelpan horfir smá stund á hana og fattar svo hvað hafði gerst....
Jáh ég hugsa greinilega enn þá á íslensku - LOL!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Láttu mig vita þegar þú byrjar að hugsa á útlensku ... þá fyrst fer ég að hafa áhyggjur af þér, darling :)
Hehe. kjánaprik! ;) en annað, ég lenti í svipuðu atviki í skólanum á spáni! ;)
Kv. Gunna Dóra
eeeeh Guðbjörg, ég er farin að hugsa á ensku. Þegar ég er t.d að tala við mömmu þarf ég stundum að leita að íslenska orðin því enskan er það fyrsta sem poppar upp :op hehe
Gunna Dóra, haha gott að vita að ég er ekki eina kjánaprikið ;)
Ég er farin að hafa áhyggjur af
þér!
ÚTLENDINGUR !! ;)
hahaha, vá hvad ég kannast vid þetta!!! Haltu áfram ad skemmta þér:) love, Helga Guðrún.
Skrifa ummæli