föstudagur, september 21, 2007

Sól - Strendur - Monaco og nýtt heimili.....

Tími kominn á annað blogg. Hef ætlað að koma með færslu alla vikuna, en þar sem ég hef fuuulllt annað að gera fær bloggið að sitja á hakanum :)

Á laugardaginn fór Anna herbergisfélaginn minn heim. Var skrítið að vakna á laugardeginum og sjá rúmið hennar tómt. Hún skrifaði mér kveðjubréf því hún fór svo snemma. Sakna hennar, æðisleg stelpa. Svo á sunnudaginn flutti ég, sakna host-fjölskyldunar minnar. Hún var æðisleg. Svo núna er ég flutt á heimavistina sem er reyndar hostel með fleiri bakapokaferðalöngum en EF-nemendum. hehe. En það er samt allti lagi, maður kynnist svo rosalega mikið af fólki hérna. Versta er að það fólk sem maður er að kynnast fer eftir nokkra daga. En það eru svo miklu fleiri kostir en gallar, hérna er þráðlaust internet svo ég kemst á netið hvenar sem er. Hérna er allt frekar ódýrt, elduð máltið kostar 6.50€ og pizza 5.50€. Síðan er bjórinn, gosið og vatnið á 1€ sem er mjög ódýrt. Getur aðsjálfsögðu fengið það aðeins ódýrara í búð en samt ekki það mikill munur. Síðan hefur maður aðstöðu til að elda ef manni hugnast það. Sem ég stór efa að ég muni nokkrum tíma gera. En aldrei að segja aldrei :) hehe
Hostelið er reyndar svoldið langt frá bænum u.þ.b 20.mín með strætó. En þetta er einn fallegasti staður sem ég hef séð. Hostelið er upp á hæð og var klaustur hérna í gamla daga. Mæli sko með því kem með linkinn á það þegar ég man hann ;)


Skólinn gengur ágætlega og erum við aðalega að læra málfræði. Sem mér finnst ekki nógu skemmtilegt. Langar að læra að tala meira. En maður þarf víst að kunna málfræðina til að geta talað rétt :) hehe... Skondið. Ég er búin að læra helling nýtt, hluti sem ekki voru kenndir í Frönskunni í MÍ sem ég veit eiginlega ekki afhverju. Virkilega skrítið. En annars er skilningurinn miklu betri en hann var. En fólk talar svo rosalega hratt að maður nær varla öðru hvoru orði. Síðan er maður ekkert að láta reyna á frönskuna mikið. Á hostelinu tala allir ensku, þegar nemendurnir hittast fyrir utan skóla tölum við ensku. Þannig að eini staðurinn sem maður er að tala frönsku það er í skólanum og maður er þar hámark 4klst á dag :op

Annars er lífið æðislegt hérna. Ég er gjörsamlega yfir mig ástfangin af Nice :) Á þessum stað er svo stutt í allt! Og það er búið að vera sól allan tímann, búið að koma einn dagur þar sem var mikið um ský, annars alltaf heiðskýrt. Trés bien! :)


Á síðusta laugardag fór ég með nokkrum krökkum úr skólanum til Monaco. Monaco er virkilega fallegur bær. OMG bílarnir, eigum við eitthvað að ræða hvað þeir eru flottir á því þarna? Svo bátarnir jeremías! Þeir flottustu sem ég hef séð :) Að sjálfsögðu fórum við að skoða höllina hans Alberts prins, sem var upp á hæð og við btw löbbuðum upp hana! hehe... Skoðuðum kirkjuna þar sem Grace Kelly gifti sig og var jörðuð. Hún átti dánarafmæli 14.sept.(1982) Síðan var að sjálfsögðu farið í spilavítina Monte Carlo og ein stelpa vann 100€ :) hehe... Síðan var bara farið á ströndina, slakað á og svo borðuðum við í Monaco. Mæli með Monaco ;)

Næsta laugardag ætlum við að fara til Antibes og kannski til Cannes. Og svo á sunnudaginn ætlum við að fara til Villa France. Maður verður að vera duglegur að skoða sig um. Tíminn er svo fljótur að líða hérna :) hehe

Hef þetta ekki lengra í bili, blogg ef til vill með styttra milli bili núna og kem með einhverjar skemmtilegar sögur. Er svo tóm í augnablikinu.

Kossar&Knús frá Nice ;*

Anna (Belgíu), Christian (England) et Moi

E.s setti inn myndir hérna http://picasaweb.google.com/verasnorra/
af því að 123.is virkar svo illa hérna hjá mér. Enjoy!

3 ummæli:

Disa Skvisa sagði...

frábært að heyra hvað það gengur vel.

Þú verður að byrja að tala við mig á frönsku því ég er að gleyma henni alveg.. Það gengur ekki upp ;)

Nú er ég öll í kínverskunni - en ég vil geta talað öll tungumálin sem ég er búin að læra.

Monaco er meiriháttar.
Skemmtu þér endalaust vel og ég hlakka til að sjá þig - Segðu mér, hvenær kemur þú heim?

Disa Skvisa sagði...

Hey. Hvenær kemur þú heim 13.okt?

Ég verð nefnilega á leiðinni til landsins líka 13. október ;)
Kannski að við getum mælt okkur mót í fríhöfninni :P

Disa Skvisa sagði...

Hey.. ég er sú eina sem kommenta hérna hjá þér :)
En ja - ég verð að koma á svipuðum tíma :D
Við skulum heyrast með hvort við hittumst ekki bara í fríhöfninni :P

take care