mánudagur, september 10, 2007

Bonjour...!

Jæja loksins komst maður á netið... þetta er met hjá mér, að hafa verið internetslaus í heila viku. Og ég lifiði það af! Jáh allt getur gerst! :)

Er ekki alveg að trúa því að ég hafi verið hér í heila viku! Það þýðir að ég á aðeins eftir 5.vikur! Þannig núna þarf að bretta upp ermarnar og fara að skipuleggja svo maður komist yfir allt það sem maður ætlar að gera. Ó já það er svo margt sem ég ætla að gera :op

Þessi vika hefur sko verið fljót að líða. En skulum fara hratt yfir sögu og byrja á byrjuninni.

Ég kom til Nice á sunnudagskvöldið um 20 á staðartíma. Þar beið enginn eftir mér frá skólanum. Þarna kom fyrsta menningarsjokkið. Ég talaði ekki stakkt orð í Frönsku og enskan kom öll vitlaus út úr mér vegna stress. Endaði þannig að ég tók leigubíl á Rue Venier 5 - þar býr fjölskyldan mín.

Yndælis maður keyrði mig. Hann hafði mikinn áhuga á því afhverju manneskja frá ÍSLANDI væri að koma til Nice að læra frönsku. Hann sagði að ég ætti bara að eyða tímanum á ströndinni ekki í skólanum. Miklu betra. Ég brosti bara til hans.

Svo þegar við vorum komin að íbúðarhúsinu hringdi ég bjöllunni og vissi ekkert hvað ég átti að segja við frönsku bablinu sem kom á móti mér... Ég endaði á því að geta sagt "Hello, my name is Vera, a EF-student" og þá var mér hleypt inn. Ég gekk inn í stórt andyri og vissi ekki hvort ég ætti að fara upp eða bara bíða. Var eins og hrædd kanína! Svo ég rölti rólega af stað, heyri einhvern koma niður tröppurnar. Kemur ekki þessi yndælis kona með þetta þvílíka bros á vör. Kyssir mig á sitthvora kinnina. Hún heitir Isabelle. Sonur hennar. Florian tekur mína 26kg (Ójá! Hún var svo þung) tösku upp lyftuna og ég labba með konunni upp stigann. Upp á 4 hæð.

Þar kemur babb í bátinn. Isabelle var ekki með lykla af íbúðinni. Hún fór niður til nágrannans sem reyndi að brjóta niður hurðina. Endaði með því að þurfti að kalla á slökkvuliðið. Því konan var með gasið á - hafði verið að elda þegar ég hringdi. Þeir þurftu að fara í íbúðina fyrir ofan og síga niður á svalirnar. Svakalegt ævintýri á meðan stóða ég þarna og skildi ekki stakkt orð sem var sagt. Konan leit til mín annaðslagið, hrissti höfuðið og hló :)

Síðan var mér sýnt herbergið mitt sem ég myndi deila með annari stelpu. Herbergið er frekar stórt og inn af því er klósett með sturtu. Og klósettið er bleikt sem mér fannst nokkuð fyndið. Mitt rúm er með bláu handklæðinu ofan á, nær glugganum :) Hér eru myndir;


Síðan seinna um kvöldið um 22. Kom herbergisfélaginn minn hún Anna frá Belgíu. Virkilega fín stelpa. Við náum alveg ótrúlega vel saman. Sem er mjöög gott. Hefði verið erfitt að deila herbergi með einhverjum sem manni líkaði ekki. Erum búin að brasa mikið saman. Búin að fara út á lífið nokkur kvöld. Á föstudaginn komum við ekki heim fyrr en kl 6. Anna var gjörsamlega á rassgatinu og mundi varla helminginn af því sem gerðist. Laugardaginn sváfum við til 14 og fórum svo á ströndina. Alltaf sól :) hehe





Ég og Anna herbergisfélaginn minn.


Skólinn er fínn. Fyrstu dagarnir voru frekar erfiðir þar sem ég skildi voða lítið og gat sagt enn þá minna. Held líka að þetta hafi verið stress. Fór alltaf í baklás þegar yrt var á mig. En núna er þetta allt að koma. Manni er eiginlega alveg sama þó maður sé að segja eitthvað vitlaust því allir í bekknum kunna lítið og eru hérna til að læra. Maður lærir af mistökunum :) Tímarnir eru fínir, litlir bekkir. Svo fer maður bara á ströndina fyrir og eftir tíma. Búið að vera sól allan tímann síðan ég kom. Pínu ský í gær en þau voru farin seinni partinn. Svo maður er bara í því að worka tanið (haha...einmitt....ég fæ ekkert tan) :)

Ætla ekkert að hafa þetta lengra. orðið frekar langt. Hér eru nokkrar myndir síðan á föstudaginn. Svo gaman að skoða myndir;







10 ummæli:

Gugga Stebba sagði...

DJÖFULL ER ÞETTA SKEMMTILEGT HJÁ ÞÉR STELPA!!! Ánægð með þig :)

Gugga Stebba sagði...

bíddu, bíddu ... yfir í annað! Eru gaurar þarna í Frakklandi?! eru þeir seiðandi þessir strákar?! ;)

Nafnlaus sagði...

Æði.. gaman að heyra frá þér.. er alveg búin að bíííða eftir fréttum ;)

Sendi þér góða strauma , kv Ásta Bj

Nafnlaus sagði...

Æði.. gaman að heyra frá þér.. er alveg búin að bíííða eftir fréttum ;)

Sendi þér góða strauma , kv Ásta Bj

Nafnlaus sagði...

Gaman að heyra frá þér á sunnudaginn....samt svindl að þú hafir verið á ströndinni en ég í rigningunni hérna heima....en grunaði ekki gvend með stelpuna.....bara strax á fyrstu viku komin með stegg upp á arminn;) hehehe :)
-Karitas

Nafnlaus sagði...

þetta er bara frábært hjá þér vera.Ég get ekki stillt mig en klósett setan er bara flott,mergjuð.Ég hlakka til að fylgjast með þér í frakkalndi.kv JÓHANNA SEM ER ER Á KVÖLDVAKT.

Nafnlaus sagði...

ÆÆÆ AÐ SJÁLFSÖGÐU Á VERA OG FRAKKLAND AÐ VERA MEÐ STÓRUM STAF JÓHANNA

Vera sagði...

Guðbjörg; Auðvitað eru gaurar hérna í Frakklandi, frekar stelpulegir gaurar! HAHA :)

Ásta; aji gaman að heyra :)

Karitas; Já nei! þetta er Gabriel og hann er algjört lambakjöt aðeins 16.ára! :) haha

Jóhanna; haha vissi að þú myndir fíla klósettið :)

Nafnlaus sagði...

Gaman að heyra að allt er svona frábært!! Njóttu þess sem eftir er og vertu dugleg að láta okkur vita til öfundar ;) kv. Valdís

Nafnlaus sagði...

Elsku Vera okkar !
SÖKNUM ÞÍN -ÓTRÚLEGT.
Getum samt unt þér þess að vera í sól og suðrænu mengunarlofti.Erum hér í fyrsta frosti haustsins og fersku lofti. Smá öfund. Hafðu það sem allra best og varaðu þig á strákunum. Kossar og klapp
Stelpurnar á skýlinu.