Það kviknaði í íþróttahúsinu hérna í Bolungarvík í gær:
http://bb.is/Pages/26?NewsID=105944
Með fullri virðingu fyrir öllum þeim hugmyndum, framkvæmdum og pengingum sem er verið að binda við framkvæmdir á félagsheimilinu okkar, Víkurbæ, þá finnst mér að það ætti að setja það á hold að nota alla peningana í að byggja upp íþróttahúsið okkar, Árbæ.
Það er mikið meira líf og fjör í íþróttahúsinu en í félagsheimilinu, það er bara þannig. Kannski yrðu félagsheimilið notað frekar ef það yrði aðeins shænað til (það er samt ekki nauðsynlegt að stækka það!!) en við vitum vel að ef íþróttahúsið okkar fengi smá ögn af lagfæringu og "uppfærslu" þá yrði það notað enn frekar!
Þetta var það sem ég vildi sagt hafa á þessum ágæta en jafnframt kalda mánudegi til mæðu!
mánudagur, september 24, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Ég er þér hjartanlega sammála....var þó mikil bæting þegar að ný og betri tæki komu í tækjasalinn uppi en er alveg viss um að það þarf að endurnýja einhvað af áhöldunum í áhaldageymslunni niðri.
-Karitas
heyr heyr... íþróttahúsin verða að vera í toppstandi, fólk djammar alltaf þó svo að félagsheimilið sé ekki alveg tipp topp:)
Skrifa ummæli