mánudagur, september 10, 2007

Ber

Þegar ég koma heim úr vinnunni áðan þá blöstu við mér þessi þvílíku ósköp af berjum, aðalbláberjum. Við erum að tala um 13-14 lítra af þessu s****!
Það eina sem mér datt í hug þegar ég stakk uppí mig einni lúku af berjum; "hvernig anskotan á ég að gera við þetta allt?"Ég er að verða ekta húsmóðir, ég er að fara að sulta og mun eiga aðalbláber í frysti sem ég get boðið gestum uppá (ef ég tými því) með sykri og rjóma! Það verður gott að sækja mig heim ;)

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

mmm.. hlakka til að koma í heimsókn ;)

Unknown sagði...

Mmmm.. þá veit ég hvað bíður mín þegar ég drulla mér loksins vestur.. ;)

Nafnlaus sagði...

Jammí, má ég líka fá vöfflu með sultunni:)
Sigurbjörg

Gugga Stebba sagði...

kjamsi kjams!

Sigurbjörg ... þú mátt fá vöfflu, en reddaðu þá vöfflujárninu sjálf! Ég á ekkert svoleiðis ;)

Vera sagði...

Duglega þú! Mmm mig langar í ber :)

Hey bara svo þú vitir það þá frystir pabbi stundum ber og við borðum þau á jólunum. Og þau eru virkilega góð :)

Neeei bara uppástunga ;) HAHA

Nafnlaus sagði...

Þetta er svindl.....ég hélt mig vera búna að skrifa hérna við þessa umræðu þetta fína komment fyrir löngu en svo kemur það ekki...:(
-Karitas

Nafnlaus sagði...

Netið e-ð að klikka í sveitinni Karitas? :)

-Kristín Ólafsdóttir

Nafnlaus sagði...

haha akademían er ekki alveg að standast væntingar... fínt á vatninu:) en voða eru allir hrifnir af berjum, ég kíki nú kannski í nýju höllina en þú þarft ekki að bera ber á borð fyrir mig:) haha bera ber...
sjáumst örugglega í rollustússi um helgina;) kv. Stebba

Nafnlaus sagði...

Laugarvatn hvað stefanía?? Mar heyrir nú bara sögur um að það sé ekkert annað fyllerí bara í gangi þarna á vatninu.....kommentið mitt sem hvarf hefur mjög líklega fokið bara með rokinu sem er ALLTAF í keflavík, gleymdi sennilega að loka glugganum þegar ég var að skrifa þetta:)
-Karitas:)