þriðjudagur, september 04, 2007

Allt og ekkert


Vera er farin af landi brott og komin í hitt landið, Frakkland... hún er góð hún Vera! svei mér þá, ég er strax farin að sakna hennar. En hey, tíminn flýgur áfram.

Ég verð að viðurkenna það að ég hef ekkert að segja! Ég er svo uppfull af fyrirlestrum sem ég hef verið að hlusta á í sambandi við námið mitt frá K.H.Í. svo er það námsefnið sem ég er að kenna í grunnskólanum. Vegna þessa þá kem ég litlu öðru inní hausinn á mér.
En það sem er helst að frétta af mér er að við, litla fjölskyldan mín, erum al flutt í nýja húsið okkar að Ljósalandi 13 og okkur líkar vel. Við erum komin með netið en eigum ekki sjónvarp, það kemur seinna. Ég sakna þess ekkert. Allt er orðið vel kósí. Ég er í því að þræla Gunnari mínum út þegar hann er heima til þess að setja upp ljós og gardínur ;) ennn leiðinlegt.

*Hvað er þetta með þessa símaauglýsingu!? Mér finnst hún ekkert spes. Hún er ekki fyndin að mínu mati og hún særir mig ekkert vegna trúar minnar (ætti hún að gera það?).
*Strákarnir í meistaraflokk BÍ/Bolungarvík eru ð gera það gott og vona ég fyrir þeirra hönd að allt gangi upp. Koma svo!!!
*Smá pæling: af hverju voru Vestfjarðargöngin ekki gerð tvölföld alla leið á sínum tíma? ég er mikið búin að vera velta þessu fyrir mér. Var það leti, sparnaður, var það ekki hægt ... hvað var það sem réði því að þau gátu ekki verið tvölföld alla leið?!
*Önnur pínu pæling: ég veit ekkert um þessa rennibraut sem er verið að gera klára hérna í Víkinni, en mætti hún ekki vera brattari? Úr því að það var verið að gera þetta á annaðborð, af hverju að gera þetta ekki grand? hvað veit ég ... þetta er bara pæling.

Aji, ég nenni þessu ekki. Ég ætla að halda áfram með verkefnið mitt í Nám og kennsla: Inngangur, mjög skemmtileg.

Ég lofa að vera skemmtilegri næst ...

3 ummæli:

Vera sagði...

Sakna þín líka rúsínan mín! ;*
Komst loksins á netið! Vá þetta er met hjá mér, heil vika án þess að komast á internetið... jáh ég mun sko koma reynslunni ríkari frá Frakklandi ;) hehe

Vera sagði...

Hey jáh annað, er þetta mynd af mér? HAHA :-D

Gugga Stebba sagði...

Já, kjáni ... þetta er mynd af þer!