Sumarfíið mitt sem hefur staðið í rúma tvo mánuði er búið. Fyrsti vinnudagurinn í skólanum hófst í morgun. Ég er ekki frá því að finna fyrir miklum spenningi,ég hlakka sem sagt til vetrarins. Ég mun upplifa og læra margt nýtt, á örugglega eftir að reka mig einhversstaðar á og læra af þeim mistökum sem ég geri einnig mun ég læra af mistökum annarra en umfram allt mun ég skemmta mér við það sem ég tek mér fyrir hendur.
En í tilefni þess að ég var að byrja að vinna sem kennari þá hef ég spurningu fyrir ykkur lesendur góðir:
Hvað þýðir orðið : Geðluðra
Það er bannað að fletta þessu upp í orðabók ... reynið á ykkur. Er orðið jákvætt, neikvætt... koma svo. ég skora á ykkur, krútt!
miðvikudagur, ágúst 15, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
What? Geðluðra...!
Þetta er svona orð sem mamma notar og enginn veit hvað þýðir :op
Mitt gisk er þetta; eitthvað tengt skapi sbr geð.
Skapvondur?
Geðluðra myndi vera einhver sem er rola/kjarklaus ?
Skrifa ummæli