Gleði - Gleði - Gleði...! ;)
Mikið var gærdagurinn yndislegur! Sérstaklega þar sem við unnum, að mínu mati verðskuldaðan sigur. Úrslitaleikurinn endaði í vító, sem hefði verið sárt að tapa því við bókstaflega lágum í sókn allan leikinn. En það var engin hætt, aldrei hætta! Dúfa hélt hreinu! Við fengum ekki eitt mark á okkur allt mótið. Sem mér finnst nokkuð gott! :)
Núna þarf ég nauðsynlega að kaupa mér nýja takkaskó. Það er komið gat á mína. Ef ég hefði ekki tekið þátt í mýró hefðu þeir mögulega dugað allt sumarið ;) heheKarma! Ég er bara ekki frá því að stelpan sé að borga fyrir það að hafa ekki verið á neinum næturvöktum síðasta sumar ( fyrir utan eina sem var extra vakt). Þvílíkar næturvaktar törnirnar sem ég búin að taka í allt sumar er svaðalegt. Náttúrulega meiri peningur og ekki veitir af. Dýrt að reka mig, sjáiði til! ;) En eins og sést þá ku ég vera á næturvakt. Og gaman að taka það fram að ég var að vinna í morgun. Kom heim af djamminu rúmlega 05 (búin að vaka í 22klst) og var mætt eldhress í vinnu kl 10 til 16. Svo var lagt sig frá rúmlega 17-20 og ég er eiginlega fegin, því það var hringt í mig og beðið mig að taka næturvaktina. Auðvitað sagði stelpan já. Vildi bara benda ykkur á það hvað ég væri dugleg! ;)
Ég er bara ekki frá því að ég sé ekki búin að sjá hana Guðbjörg Stefaníu Hafþórsdóttur a.k.a sambloggara minna a.ka mon amie núna hátt í aðra viku. Er þetta eðlilegt? Mér er bara spurn....
Og ef þú lest þetta Guðbjörg mín þá veistu að ég fer suður 31.ágúst og út 2.sept bara svona ef þú vildir hitta mig áður ;) hehe...
Hef þetta ekki lengra í bili...............................................
.................................................Over and out! ;)
E.s Myndirnar voru teknar í leyfisleysi frá Valdísi ;)
5 ummæli:
hÆ HÆ ....
til hamingju með titillinn, það skiptir engu þó svo að ég hafi ekki verið með ;)
Við sjáumst ... brátt :)
Champione Champione óle óle óle :) Þarft aldrei að fá leyfi frá mér sæta;) Takk fyrir helgina!
Gauuuuuuuuuuuulverjar!! :D Við rokkum feitt í gleðisveitinni sko!! :) -Frétt um okkur á víkari.is og allt! Takk fyrir æðislega helgi!! :)
-Karitas
Ójá þú ert dugleg;)
ég er einmitt á næturvakt núna.. þá tekur maður góóóðan bloggrúnt:)
Þið eruð flottastar..
Jii Vera þú ert bara alveg að fara að yfirgefa landið :O :)
Til hamingju með sigurinn! :D
Skrifa ummæli