Líf mitt sem nemi er hafið að nýju! Ég hóf nám við Kennaraháskóla Íslands á mánudaginn. Það er mjög gaman að mæta í skólann á morgnana og hitta allt fólkið sem maður er búin að kynnast síðan á mánudaginn. Ég er alveg búin að sjá það að námið mun taka allan minn tíma í vetur, þá meina ég allan minn frítíma. Eina orðið sem mér dettur í hug þegar ég hugsa um veturinn, og næstu tvo þar á eftir, er skipulagning númer eitt, tvö og þrjú! Svo mun ég útskrifast sem kennari vorið 2010. Ljúft :)
Ég gisti mína fyrstu nótt í nýja húsinu á laugardaginn. MIKIÐ ROSALEGA VAR ÞAÐ GOTT!!! Ég og Gunnar lögðumst sátt, hamingjusöm og stolt til hvílu um kvöldið. Seint á sunnudaginn brunaði ég svo í bæinn.
Ég er búin að stunda skólann af kappi, það er rosalega skemmtilegt!! Ég er líka búin að eyða nóg af peningum, samt ekki í föt (það er ólíkt mér!!), ég mun kannski bæta úr því áður en ég kem heim ;)
Litla frænka mín hún Freyja Dögg átti skemmtilegt samtal við mömmu sína áðan,ég hlustaði aðeins á það og heyrði þessa skemmtilegu spurningu:
Freyja : Mamma hvaða vetur er í dag?
Ellý: Það er haust.
En talandi um veðrið ... hér er rigning og rok, ekta Reykjarvíkurveður ;)
miðvikudagur, ágúst 22, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
TIL hamingju sæta skólasystir ;) Hlakka til að sjá þig í staðlotum í vetur ;)
Skrifa ummæli