sunnudagur, ágúst 12, 2007

Heil og sæl

Ég hef ekki verið við tölvuna síðan ég veit ekki hvenær! ji minn... Ég var ekki með í mýrarboltanum í ár, aji aji ,ég lét fjölskylduna ganga fyrir þetta árið. Var í góðu yfirlæti í Skálavíkinni fögru og fór svo á Ingjaldssand og var að koma þaðan fyrr í dag. Núna er ekkert annað í stöðunni en að drífa áfram að koma húsinu í stand og ættum við að geta flutt í lok þessarar viku. *SPENNINGUR*


Ástarvikan var sett í dag! Skemmtilegt framtak að mér finnst. Dagskráin er vegleg og flott. Ég hef nú þegar ákveðið að fara á einn atburð og er það tónleikar með hljómsveitinni Myst. tónlistin er flott og fín, þó er það aðallega einn aðili sem dregur mig sérstakelga að tónleikunum og það er litli frændi/"bróðir" minn hann Gunnar Leó Pálsson. Ég og Gunnar erum systkinabörn, pabbi og mamma hans, Jóhanna Sóley eru systkini. Ég bjó hjá Jóhönnu og co. í nokkur sumur og stundaði knattspyrnuæfingar hjá ÍR grimmt á þeim árum. Ég hlakka til að fá litla frænda, sem reyndar er orðinn 18ára, hingað í Víkina. Ekki er það verra að Benni frændi, sem ég lít stundum á sem stóra bróður minn;), ætlar líka að sjá sig (Benni er eldri sonur Jóhönnu) sem og Jóhanna frænka. Það sem manni þykir óendanlega vænt um þetta fólk!!!

Það skemmir ekki að það er ball á eftir tónleikunum á föstudaginn þannig það er bara eitt orð sem kemur uppí hugan á mér, PARTÝ!! Þá vitið þið það, það er partý á föstudaginn og ekkert kjaftæði!
Jæja, barnið er löööönnnngu sofnað þannig ég hef enga afsökun afhverju ég kem mér ekki heim til mín og fer að þrífa, mála, pússa eða henda upp einhverjum hurðum! Þannig ég er out....


3 ummæli:

Vera sagði...

Ég var farin að halda að ég væri ein með þetta blogg ;)

Nafnlaus sagði...

Bloggin ykkar klikka aldrei :)

Bestu kveðjur í ástar-víkina,
Kristín

Nafnlaus sagði...

Vera .. you will NEVER blogg alone :)