Svo ég vitni nú bara í bloggið sem Valdís skrifaði á heimasíðu liðsins;
"Fyrsti sigur meistaraflokks kvk í 6 eða 7 ár (var fyrst aftur mfl-kvk árið 2006 í held ég 6 ár) Tókum 3 stig í dag í góðum leik á móti Leikni. Skoruðum 2 mörk í fyrri hálfleik. Elín Marta með fyrra og Karitas með seinna. Við stóðum okkur allar með sóma."
Og svona munum við hefja nýtt tímabil næsta sumar. Ekki spurning! ;)
Hérna er síðan mynd af liðinu eftir leikinn! :)
Hef þetta ekki lengra, hef nælt mér í flensu og hún skal sko vera búin að yfirgefa minn líkama á föstudaginn. Svo verkjalyf er minn besti vinur í augnablikinu og mikið af vökva!
Yfir og út
Vera-veika-Snorradóttir
1 ummæli:
Þetta er miklu betra:) nú er ég sko ánægð með þig:)
-Karitas
Skrifa ummæli