miðvikudagur, janúar 31, 2007

Gúrkutíð....

Jáh það eru sko orð að sönnu! Sannarlega mikil gúrkutíð í blogginu hjá okkur stöllum, allavega hjá mér. Ég er voðalega hugmyndasnauð þessa dagana. Enda geri ég lítið annað en að vinna.

Annars var helgin hin ágætasta. Skemmti mér alveg rosalega vel í coctail boðinu hjá Ólínu, þetta var svo gott! Mmmm.....enda var ástandið á manni eftir því :op hehe! Takk fyrir skemmtilegt kvöld stelpur - er meira en til í að endurtaka þetta ;)

Núna er ég á fullu að finna mér áhugamál - vantar eitthvað að gera þegar ég er ekki að vinna. Er að velta fyrir mér (með smá "pressu" frá móður minni) að byrja á handavinnu - reyndar skrambi mikið vesen þar sem ég er ekkert voðalega þolinmóð þegar það kemur að svona löguðu. Svo maður veit aldrei......

Fjárfest var í Hollt&Gott og Ódýrt&Gott á þessu heimili (móðir gerði það). Ég sá fullt af uppskriftum sem mig langar að prófa. Enda ætla ég að elda á föstudaginn. Ætla þróa snilli mína í eldhúsinu - flokkast það ekki undir áhugamál? En móðir mín er ekki eins spennt fyrir þessum bókum. Sagði hún mér í dag. Ég sagðist alveg vera meira en til í að eiga þær. "Já en Vera þær eru merktar Þorgerður Jóhann Einarsdóttir". Jáh þar kom sko sannarlega babb-í-bátinn! Að eiga bækur sem eru merktar móður minni! Öss! Önnur eins vitleysa hef ég nú ekki heyrt lengilengi! ..... Aji móðir mín er krútt - get ekki sagt annað! :)

Janúar er búinn! Kaupi það ekki! Díses þetta er alltof fljótt að líða! Það verða komin áramót áður en ég veit af! (nota bene í þessum skrifuðum orðum kom JÓLALAG hjá iTunes - er það einhverskonar sign?)

Hef þessa færslu ekkert lengri. Þarf að fara lúlla í höfuðið á mér - lesa smá fyrst. Jáh ég geri svoleiðis þó svo að ég sé ekki í skóla! Magnað! Tell me something I don't know! ;)

Eigið góðan fyrsta febrúar 2007! Bonne nuit ;*

2 ummæli:

Tinna sagði...

Heitir mamma þín Þorgerður Jóhann?? :)

Vera sagði...

haha jáh það ku passa :)