Ég get svo svarið það að ég þarf að halda niðri í mér andanum til þess að springa ekki úr spenningi!!!
Ef leikmenn íslenska landsliðsins mæta á völlinn með hugann við leikinn, afslappaðir og í góðu geimi þá er það engin spurning um það hvort við munum vinna eða ekki, þá rústum við þessu ... eins og frakkaleiknum til dæmis.
Ég verð ekki viðræðuhæf frá kl 19:00 til 20:10 ég vona að fólk virði það, dóttir mín er, held ég, farin að kunna á það að þegar ég sit í lazy boy stólnum og úr sjónvarpinu heyrast hávær öskur, blístur frá flautum dómara og ómur frá röddum áhorfenda svo ég tali ekki um taktana í mér og orðin sem ég læt fjúka þegar ég verð spennt þá eigi hún að vera stillt og prúð. Reyndar er hún það alltaf.
Sama hvort það verði sigur eða tap í kvöld, þá eru strákarnir, fyrir mitt leiti, samt sigurvegarar ... þeir komust jú þetta langt!!!
Áfram ÍSLAND
Engin ummæli:
Skrifa ummæli