HM í handbolta er hafið! Strákarnir okkar mættu Áströlum í gær og tóku þá í kennslustun ... núna fer leikur Íslands og Úkraínu fram...
Þegar ég var úti í Hollandi í sumar þá var HM í fótbolta. Þeir sem eru knattspyrnu áhugamenn vita að Holland var í keppninni og kepptu í appelsínugulum búningum sem mér btw finnst MEGA flottir :) Allavega ... á meðan Holland var inní keppninni þá var bókstaflega allt appelsínugult, í flestum búðargluggum var eitthvað appelsínugult, í sumum búðum voru gínurnar í glugganum klæddar appelsínugulu, appelsínu gulir boltar og ég veit ekki hvað á hvað. Í sumum götum var búið að festa appelsínugula fána á snæri á milli húsa og appelsínugular blöðrur bundnar við húsþök, fánastangir og ég veit ekki hvað og hvað, annar hver maður var í appelsínugulri treyju mörg fyrirtæki stóðu fyrir einhverju átaki og í staðin fékk fólk appelsínugular treyjur merktar Nederland, það var farið að framleiða osta í appelsínugulum umbúður og svo ég tali nú ekki um appelsínugult súkkulaði ofaná brauð. Það besta sem ég sá var appelsínugul mylla... nokkrum dögum fyrir HM var hún máluð appelsínugul, svo nokkrum dögum eftir að Holland datt úr keppni var hún máluð eins og hún var. Þetta kalla ég stuðning ... hvernig væri að við íslendingar sýndum svona stuðning þegar landsliðin okkar taka þátt á svona stórum mótum ?' :)
Ég tók myndir af myllunni og af einni götunni þegar ég var úti ... ég hendi því inn seinna.
sunnudagur, janúar 21, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli