Ef lífið væri auðvelt væri það þá löngunar vert að lifa? Ef maður fengi allt sem maður vildi, vegurinn væri alltaf beinn. Engar kross-götur?
Eitt af mínum megin einkennum er að hugsa. Jáh svei mér þá hvað ég get hugsað. Velt mér upp úr hlutunum. Svona svipuð árátta hjá mér og tíkinni minni henni Heklu að velta sér upp úr skít (kúk). Sem er víst eðlilegt í fari hundsins. (eða svo er mér sagt) Þannig að ég bíst við að þetta sé einfaldlega eðlilegt í fari Veru-nnar (sbr. nafnið ekki mannverunnar).
Núh stend ég á þeirri krossgötu í lífnu þar sem allt stendur mér opið. Allar dyr! En hverja þeirra á ég að velja. Mikið lifandi skelfingar væri þetta auðvelt ef ég myndi bara fá að draga miða úr hatti og þar myndi standa "Framtíð þín er........ Þú munt læra......." En að sjálfsögðu er þetta ekkert svona auðvelt. Hvar væri fúttið í því?
Það er svo margt sem mig langar að gera; Mig langar að ferðast - margt sem mig langar að sjá og skoða, mig langar að læra - en hvað? þar er vandamálið! Mig langar læra á gítar. Mig langar að læra tala tungumál líkt og mitt eigið móðurmál. Mig langar að stofna mitt eigið heimili. Mig langar að finna þennan eina rétta, mig langar að gera foreldra mína að ömmu og afa (Mamma ég er að tala um llllllllllaaaaaaannnnnnnggggggt fram í tíman, höfum það á hreinu)
Kannski er ég hrædd við að taka ákvörðun vegna þess um leið og ég geng um eina dyr þá lokast önnur sem ef til vill verður aldrei opnuð aftur......
Ef til vill er fúttið einfaldlega fólgið í því að leggjast í skítinn, velta sér aðeins um í honum og standa síðan upp reynslunni ríkari og illa lyktandi. Sjá síðan hvað gerist?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Hugsandi Vera :)
Farðu bara inn um allar dyrnar! ;) raðaðu þessu bara upp þannig að hver dyr opnist hver á eftir annarri ;) ... en, það er að vísu ekki alltaf hægt. Þannig... nú þegi ég ;)
Love you
Vera mín, það er öllum hollt að hugsa :)
Farðu bara inn um allar dyr sem hægt er að opna, og þó svo að þær skellist á eftir þér þá er það bara allt í lagi. Ég hef farið hinar ýmsu krókaleiðir í gegnum lífið og oft klemmt mig á dyrunum og oft hafa þær lokast harkalega en ég stend uppi í dag reynslunni ríkari og sterkari persóna. Og er loksins búin að finn hinar réttu dyr af hamingjunni :)
knús frá Ak.
Katrín
Ég segi nú bara "the future is what you make of it" - sem þýðir að þú ferð inn um þá dyr sem á þessu augnabliki munu láta drauma þína rætast - því eftir þeirri dyr opnast aðrar.. Flestar dyr lokast ekki alveg heldur eru bara hallaðar aftur. Því ef þú vilt snúa þangað seinna þá gerir þú það bara.. It's up to you where you will end up! you just have to follow your heart and listen to me :D
Gangi þér endalaust vel með allt sem þú munt ákveða að taka þér fyrir hendur.. Þú átt eftir að brillara í gegnum þessar hurðir :D
Skrifa ummæli