sunnudagur, desember 31, 2006

Árið 2006..

....senn líður á lokum á árinu 2006 aðeins c.a 8 klst eftir. Er ekki frá því að ég eigi eftir að sakna ársins. Fannst þetta hafa liðið heldur of fljótt ef ég á að segja alveg eins og er :o/ Við stöllur vorum heldur lélegar í blogginu þetta árið. Einhver lægð hjá okkur ;) En ef til vill verður mitt áramótaheit að blogga oftar á nýju ári. Hvur veit! :op

Er að spá í að ljúka þessu blogg ári með smá annál, er það ekki svoldið "inn" í dag ;) hehe... Ætla nú bara að stikla á stóru. Man hvort sem er ekkert allt ;) tíhí... Læt kannski eina mynd fylgja hverjum mánuði :op

Janúar; Hmm....Hvar skal byrja....Erró kom í líf mitt. Aww þessi eska! Hefur gert líf mitt 1000x auðveldara :* Byrjaði mína næst síðustu önn í MÍ!




Febrúar; Stelpan gerðist búningadama hjá LMÍ, jáh aldrei of seint í rassin gripið að taka þátt í félagslífinu - enda var þetta magnað ;) Geggjað kvennafjör sem byrjaði í pottinum hjá afa og ömmu Bertu! LOVE IT! :-D



Mars; 9.mars stendur MJÖG upp úr þegar ég hugsa til baka. Þá fæddist yndislega dúllan mín hún Margrét :* Váh! svo magnað að besta vinkona mín sé mamma! Finnst það enn í dag! og á örugglega alltaf eftir að finnast það! Enda er hún svo mögnuð! Love you :* Ég hitti dömuna reyndar ekki fyrr en hún var orðin viku gömul! Jáh ég var víst svo spennt að ég fór yfir um og nældi mér í flensu :o/ En biðin var svo þess virði :-D Svo má nú ekki gleyma afmæli Rúnars og Bjarna í kjallaranum ;) Svo annað leiklistarpartý ;) tíhí




Apríl; Náttúrulega AÐAL mánuðirnn og byrjaði hann sko með trompi eða akkúrat á 1 degi aprílmánuðar. Stúlkan varð 21.árs! :-D Á páskunm hitti ég Ásgeir svo eftir 3.mánaðar fjarveru ;) Amma hélt upp á afmælið sitt. Kíkti á aldrei fór ég suður á ísó og var rúntandi um með henni Ingu Láru um kvöldið. Magnað :)
Héldum suprice-kveðjuhóf fyrir Sigurbjörgu. Ekkert smá gaman og ég & Berta aldrei verið eins öflugar á myndavélinni eins og þá :) hehe... Svo var einni Dimmisjon


Maí; Kláraði prófin í MÍ. Kláraði mína síðustu vinnudaga í FSÍ. Keyrði svo austur til Egilsstaða á vit ævintýrana og að elta kjallinn ;) Byrjaði minn fyrsta vinnudag hjá HSA - Egilsstöðum, með mikinn kvíðahnút í maganum og full tilhlökkunar :)




Júní og júlí; Smá heimþrá, enda mikil mömmu/pabba stelpa og hef aldrei búið nema hjá þeim ;) En einkenndis aðalegat af vinnu sem mér líkaði mjög vel við og fólkið var æðislegt! :) notaleg heitum, skoða umhverfið. Búsetu með tveimur vitleysingum ;) (sem mér þykir samt mjög væntum :* hehe).



Ágúst; Kláraði mínu síðustu daga hjá HSA. Pakkaði öllu niður því stelpan var að flytja heim með stuttu stoppi á Mallorca!! :-D híhí... Hef aldrei á ævinn verið eins sterk (burt séð frá smá kvörtun) bar niður rúm ,með smá hjálp ;) ehe, af þriðju hæð. Og ég veit ekki hvað og hvað! Er kraftakelling út í gegn ;) Síðan var það Mallorca í 2 vikur! Love it! Svo skemtilegt! Váh! Brosi allan hringinn :-D Veit að Gunna Dóra og Einar skemmtu sér líka vel; "Where are your girlfriends" ;) hehe....Síðan hófst mín ALLRA ALLRA SÍÐASTA önn í MÍ :-D







September; Einnkenndist af skóla, hittingi hjá okkur vinunum. Afmæli hjá Kristínu Ólafs og jáh ég er tóm :op hehe


Október; 3.okt -versti dagur lífs míns. Og eini ljósi punkturinn í þessum mánuði var 10.okt Mamma og pabbi 30.ára brúðkaupsafmæli. Amma og Afi 50.ára brúðkaupsafmæli. :-D Gefur manni von ;) Kort fengið í íþró og tekið út mikla ork sem vissi ekki að ég ætti til :op


Nóvember; Fórum suður til að halda upp á brúðkaupsafmæli ömmu og afa. Gistum á hótel Rangá! Just love it! Fórum á jólahlaðborð þar....nammm......*slef*... Var dugleg að fara í íþróttahúsið og út að skemmta mér (með og án áfengis nota bene ;)..) Síðan þetta daglega; skóli.






Desember; Hófst mín síðasta prótíð í MÍ! Mikið stress! Sem er að baki og enn þá meiri ánægja! Stelpan náði fjarnámsfrönskunni með þvílíkum glæsibrag ;) hehe.... Jóla-vina-hittingur 16.des GG* ;) hoho Ball á Krúsinn þar sem ég bókstaflega dansaði af mér fæturnar - gat varla gengið daginn eftir. 20.des, THE DAY, stelpan sett stolt upp hvítan koll! Og brosti hringinn í marga daga og brosir enn ;) Æðislegur dagur út í gegn! :* Svo komu jólin, awww,jólin. Þau voru yndisleg en samt svo skrítin :) Annars einkenndist desember að því að ég uppgvötaði ýmslegt um mig sjálfa og aðra. Ég gerði hluti sem ég bjóst aldrei við að ég myndi þora að gera eða einfaldlega geta gert!









Árið í heild sinni hefur verið viðburðarríkt á mörgum sviðum, enda hef ég þroskast mjög mikið á þessu ári og er ég yfir heildina séð mjög ánægð með það :-D


Síðustu orð mín á þessu ári á þessu bloggi verða;
Takk fyrir allt gamalt og gott kæru lesendur! Eigið æðisleg áramót, gangið hægt í gegnum gleðinnar dyr! (2007 let's bring it!)
GLEÐILEGT NÝTT ÁR!!!

föstudagur, desember 29, 2006

Það er komið að mér ...

Gleðilega hátíð allir saman!

*Óvænt djamm þann 22. desember, myndir á AÐALMYNDASÍÐUNNI.
*Jólin, sem og afmælið mitt, voru æðisleg!! Vá ó vá ...
*Annan í jólum djammið og ballið var alveg glimrandi. GÓÐ SKEMMTUN.
*Kalli Hallgríms. á Kjallaranum í kvöld, allir að skella sér.
*Fótboltamót á morgun ... þar verða úrvals lið á ferð!

Aji ... ég nenni þessu ekki ;)

sunnudagur, desember 24, 2006

Litla Jólabarnið á ammæli ;)

Krúttan mín á afmæli!! :*:*
Jáh engin önnur en Guðbjörg Stefanía á afmæli í dag! MILF-in sjálf ;) Ætla nota tækifærið þar sem ég er vakndi og óska henni innilega til hamingju með daginn! Knúsa þig í ræmur á morgun!! SÆTA SÆTA!! Hafðu það sem allra allra best á morgun. LOVE YA!!! :*:*:*:*

föstudagur, desember 22, 2006

Tími komin á blogg....



Jæja er ekki komin tími á blogg! :)
Mikið vatn runnið til sjávar síðan síðast! Stelpan orðin stúdent! :) Já sei sei já! Þetta gat hún! Ótrúlegt en satt :) hehe...

Dagurinn var hreint út sagt ÆÐI!! Brosið fór ekki af mér og er þarna enn þá! :-D Langar að nota tækifærið og þakka kærlega fyrir mig; allar kveðjurnar, gjafirnar :* Hreint út sagt æðipæði! Svo langar mig líka að nota tækifærið og þakka mömmu&pabba fyrir veisluna! Hún var ekkert smá flott! Svo má líka koma því að þau gáfu mér þennan fallega búning sem ég er í þarna myndinni :) Búin að vera að safna þessu síðan ég fermdist! Ekkert smá flottur og mér leið eins og prinssessu allan daginn :-D

Annars er lítið að frétta á þessum bænum. Styttist óðfluga í jólin og afmæli hjá vissri Gyðju ;) Síðan má ekki gleyma að það er Stebbu stelpu-dagur í dag! Jáh mikið rétt, hún Stebba okkar á afmæli og samkvæmt henni er hún ávalt 15.ára í anda ;) hehe.. Innilega til hamingju með daginn elsku Stebba okkar; kossar og knús frá Gyðjunum :* :*

miðvikudagur, desember 20, 2006

!! Vera stúdent !!

Besta vinkonan og sæta gydjan hún Vera Dögg Snorradóttir er orðin stúdent! Ég held ég geti aldrei óskað þér nógu oft til hamingju með áfangann, til hamingju, til hamingju, til hamingju, til hamingju ........ Þetta er BARA frábært :D Sjáið hvað stelpan er BARA flott með svona hvítan koll.
Kveðja frá gydjusambloggaravinkonu þinni Guðbjörgu!!!

þriðjudagur, desember 19, 2006

Á morgun....

.....Mun ég syngja þetta lag með svo miklu stolti og ánægju! Ég er að springa!!! :-D
:: Gaudeamus igitur
juvenes dum sumus ::
Post jucundam juventutem
post molestam senectutem
:: Nos habebit humus ::

Kætumst meðan kostur er
knárra sveina flokkur.
Kætumst meðan kostur er
knárra meyja flokkur.
Æskan líður ung og fjörleg
ellin bíður þung og hrörleg
:: Moldin eignast okkur ::

mánudagur, desember 18, 2006

Dagurinn í dag ...

... ég er frekar súr útaf veðrinu! Það eru ekki jól nema það komi ekta jólasnjókoma á aðfangadag, ég sé það ekki alveg fyrir mér gerast þetta árið, ef marka má veðurspána. Dem ...

Helgin var góð! Laugardagskvölið var GG sem sagt geðveikt eða eitthvað. Góður matur og góður félagsskapur er ávísun á gott kvöld. Það eru komnar myndir frá þessu fína kvöldi á Aðalmyndasíðuna okkar, þið biðjið bara um lykilorðið ef þess er þörf!

*Vera er að verða stúdent eftir tvo daga.
*Sigurbjörg er væntanleg á Vestfirðina á fimmtudaginn
*Eva Ólöf og hennar maður eru einnig væntanleg á næstu dögum!
*Stebba stelpa á afmæli á föstudaginn
*Ekki má gleyma aðfangadegi jóla á sunnudaginn sem og afmælisdegi mínum!
*Djamm annan í jólum
.... Það er hægt að leyfa sér að hlakka til margs þessa dagana.

Ég ætla að nýta tækifærið að monta mig og óska stóru systur minni henni Helgu Björg enn og aftur hjartanlega til hamingju með nýja jobið ;) Aðstoðarmanneskja framkvæmdarstjóra Norðuráls er sko ekkert slor staða!! Stelpan verður ein af þeim "stóru" :) össss ....

sunnudagur, desember 17, 2006

AMMÆLI!!!!!!

[Myndin var tekin í afmælinu hennar Kristínar Ólafs og auðvitað þurfti Karitas að troða sér inn á myndina. Þetta er sum sé hendin hennar ;)]
Dúllan okkar hann Hemmi á afmæli í dag :-D Viljum við Gyðjunar óska honum innilega til hammó með ammó! :* Gaman að segja frá því að við erum einmitt að fara í kaffi til kauða eftir nokkrar mín :-D Kysstum hann nú samt á djamminu í gær ;) En elsku besti Hemmi okkar hafðu það uber gott á afmælisdaginn! Við elskum þig! :*

laugardagur, desember 16, 2006

Jólaálfar A.T.H



  • Húsið opnar kl 18:30
  • Vinsamlegast verið komin fyrir 19:00 - forréttur verður framreiddur fjótlega upp úr 19:00 .....þ.e.a.s. ef allt gengur eftir óskum ;) hehe
  • Elska ykkar :* og hlakka mega mikið til að hitta ykkur ;)
  • GLEÐI - GLEÐI - GLEÐI :-D

fimmtudagur, desember 14, 2006

Besti dagur lífs míns....!!!!

Í dag er besti dagur lífs minns (hingað til). Í dag fékk ég að vita að ég náði frönsku 403 (fjarnámið) og lokaeinkunin mín var 7!! Ég er svo ánægð að ég er að springa!! Núna er ég sko hátt upp! I'm HIGH!!! :D :D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D

miðvikudagur, desember 13, 2006

Biðin endalausa.....

Vissi ekki að bíða eftir einum litlum hlut eins og e-maili gæti verið svona STRESSANDI!!!!!!!!

þriðjudagur, desember 12, 2006

Bond, James Bond...

Mig skortir orð. Casino Royale var ÆÐISLEG!! Ég varð sko ekki fyrir vonbrigðum með Daniel Craig sem Bondinn. Viðurkenni það alveg að ég var efins þegar tilkynnt var að hann yrði næsti James. Stór fótspor sem hann þurfti að feta í en hann gerði það sko með stakri príði....Þessi Bond var sko harður nagli!
Og jerimíasogjólaskór hvað hann er HOT eruð þið að ná því!! GRRRRrrrrr hann má sko shake me any day ;) Augun í manninum! OH! To die for! Hef aldrei á ævinni séð svona flott augu! Eins og demantar! Ég veit sko pott þétt hvað mig mun dreyma í nótt......Mmmm ;)
Læt fylgja nokkrar myndir með svo þið skiljið hvað ég við;









mánudagur, desember 11, 2006

Virðing, kurteisi, tillitssemi ...

Erum við íslendingar búnir að týna öllu sem kallast virðing, kurteisi eða tillitssemi ?! ég á ekki til orð.
*þessi færsla er undir áhrifum frétta dagsins um tillitsleisi ökumanna um Vesturlandsveg þegar hræðilegt umferðarslys varð!*

Tiltekt...

..... Þegar ég tek til, þá á ég það til að gramsa í dótinu mín. En ekki hvað. Ég á MIKIÐ dót.
Síðan uppgötva ég ýmsar minningar sem ylja mér um hjartarætur. Þið getið ekki ímyndað ykkur hlutina sem ég geymi. Fyrir ókunnug augu er þetta einfaldlega drasl sem má missa sig. En mínum augum eru þetta gullmolar, molar sem sýna mér; Hver ég var - Hvert ég fór - Með hverjum sú ferð var - Hver ég er í dag. Gamlir tímar eiga að ylja manni um hjartaræturnar. Margt að þessu sem ég geymi hefur einnig slæmar minningar í bland við þær góðu að baki sér. En þeir hlutir geymi ég til að minna mig á mistökin sem ég hef gert. Því enginn er fullkominn. Ég sé stundum hversu græn ég hef verið. Ég sé eftir mörgu, en mistök eru svo sannarlega til að læra af þeim, án þeirra væri lífið boring. Ég trúi svo sannarlega á Karma; What goes around comes around...

En í dag hef ég svo margt til að hlakka til;
- fá útkomunar úr prófunum (koma svo allir krossleggja fingur)
- Meiri tiltekt og jóla-skemmtileg-heit :)
- Búðaráp með mínum sambloggara :)
- Klipping + Litun....Awww það verður svo nice :)
- Jólahittingurinn á laugardaginn (Ég og Jói erum á FULLU að undirbúa og við erum að DEYJA úr spennu) :)
- Vonandi útskrift EF allt gengur eftir óskum.
- Vinna á þorláks.kvöld og aðfangadag (jáh ég er skrítin, en ég ELSKA vinuna mína!)
- Jólunum! Djamm annan í jólum :)
- ÁRAMÓTIN!! Þá verður sko tekið á því :)
- Nýtt ár gengur í garð með öllu því sem ég ætla að gera, sem er óljóst í augnablikinu en skýrist allt með tímanum! :)

Ég er einfaldlega ástfangin af lífinu! :*

Þetta er svo glimrandi

Ég verð að blogga þegar síðan er orðin svona gasalega fín :D hún er trúttleg ... skemmtilegt að hafa svona mynd af okkur stöllum til hliðar og svona. Það er ekkert venjulegt hvað við myndumst vel. Eitthvað verður tekið af myndum á laugardaginn held ég ... obobobob!!
Shit hvað ég hlakka til á laugardaginn!

Ég er búin að skrifa jólakort ... eða þau sem ég þarf að senda út fyrir landsteinana! Það er ekkert venjulegt hvað mig langar að kíkja á mömmu og Clemens í Hollandið maður, úfff!!! Ég verð að setja myndir frá Hollandi og video frá James Blunt tónleikunum á aðalmyndasíðuna, við tækifæri, svo þið vitið hvað ég er að tala um :)

Jæja ... ég er búin að blogga þegar þetta er orðið svona flott, það er að segja síðan.

JÓLAFRÍ..........

.....þangað til annað kemur í ljós! ;)

Okei síðan er breytt, langaði samt ekkert að breyta henni eeen varð.... Böggandi að sjá ekki íslenskustafina. Og ef svo leiðinlega skildi vera að þið sæjuð þá ekki núna. Veit ég einfaldlega ekki hvernig hægt sé að breyta því nema með því að fara page og encoding - Unicode (UTF-8)...

Þetta fór allt í rugl... Sorry Guðbjörg eina sem ég gat gert var þetta :o/

Síðan er ekki hægt að hafa haloscan-commentakerfið því þetta er ekki í HTML formi. Asnalegt að þurfa að vera skráður hjá blogger til að geta commentað...
DJÖ!! Þoli ekki svona. En þetta er samt "einfaldara" fyrir þá sem eru ekki klárir á HTML sem ég var orðin nokkuð klár í... Aji þetta er leiðinlegt....Sorgar dagur....

En endilega látið mig vita hvort þið þurfið að breyta stillingunum hjá ykkur til að get lesið íslenskustafina. Ef ekki þá Great ;)

sunnudagur, desember 10, 2006

PLEH....!

* Ég hata að læra undir próf
* Sama hversu mikið ég les þá finnst mér ég kunna akkúrat ekki neitt!
* Hvernig veit maður að maður er búin að læra nógu vel?
* Af hverju eru próf?
* Á morgun er mitt síðasta lokapróf!
* En hugurinn er samt löööööööngu kominn í jólafrí!
* SLÆMT!!
* Eina ástæðan fyrir þessari færslu er sú að blogger var að svissa yfir í Beta og stelpurnar fylgja straumnum.
* En samt virðist eitthvað vera að, því ekki sjást íslenskustafirni, hérna til hliðar að minnsta kosti.
*Je ne comprends pas!!!

Að vera mamma

Þegar maður er orðin mamma þá vantar ekki myndarskapinn í mann! Þetta hef ég verið að gera síðan ég frétti að ég væri að verða mamma ... byrjaði á því að búa til teppi, bjó svo til tösku, lopapeysu, sokka, saumaði út milliverk í sængurver (tvö og er að vinna í því þriðja) svo var saumað svona "klukkustrengi" sem eru inn rammaðir. Ég kalla þetta dugnað og tákn um mikinn tíma til dundurs ... ég kalla þetta ekki merki um það að maður sé að verða eitthvað sorglegur! Ég er stolt af þessu, enda er ég mamma. Það er afsökun ;) Svo btw þá er maður ekki mamma nema að geta gert eitthvað í höndum f. barnið sitt, það er nokkuð rökrétt ;)

laugardagur, desember 09, 2006

Klementínur VS mandarínur...

.....þar sem ég hugsa oft mikið.....um useless hluti.....þá rann það upp fyrir mér eitt kvöldið þegar ég lá sveitt yfir frönskubókunum og var að troða í mig mandarínum. Að ég vissi ekki munin á klementínu og mandarínu. Þá fór ég að hugsa meira; Af hverju eru þessi tvö nöfn yfir þennan sama hlut? Eru þær ekki nákvæmlega eins? Ég vissi allavega ekki munin.

Ég spurði sambloggarann minn að þessu og ei vissi hún svarið - lærða manneskjan sjálf ;)
Ég hélt satt best að segja að klementínur væri svona "fínna" orð yfir mandarínur. Eins konar jólaorð.... Því ég heyri þetta orð eingöngu notað yfir mandarínur á jólunum.....

Við tók margar andvökunætur og vangaveltur um það í hverju munurinn væri fólginn....

Ég einfaldega vissi ekki muninn. Ég spurði Gunnu Dóru, vinkonu mína, hvort hún vissi það, "nei" var svarið. Þetta var farið að vera þungur baggi í mínu lífi! Ég gat hvorki etið vott né þurrt....

Síðan fékk ég brillijant hugmynd. VÍSINDAVEFURINN! hann veit ALLT!
En við skulum hafa það á hreinu að ég ætlaði sko ekki að spurja að þessu! Það var sko fyrir neðan mína virðingu....ehe.... ;)

Veist þú svarið??.....Hver sé munurinn á mandarínu og klementínu........tja ef þú vissir það ekki þá færðu að vita það núna;

"Samkvæmt þriðju útgáfu Íslenskrar orðabókar eru klementínur kynbætt, steinlaust afbrigði af mandarínum. Mandarínur vaxa á tré sem nefnist á fræðimáli Citrus reticulata og er af rútuætt." (http://visindavefur.hi.is/)

Þá vitið þið það! Þegar þið teljið ykkur vera með klementínu í hönd en ó ó ó er ekki STEINN þá er þetta einfaldlega mandarína í dulargervi.........bammbammbaaaammmmmm!

fimmtudagur, desember 07, 2006

Jóla - Jóla

Núna þegar maður er búin í þessu eina prófi og búin að skila öllum verkefnum þá er ekkert nema jóla jóla sem kemst uppí hugann á manni! :)
Dagurinn var notaður í að gera jólahreingerninguna hér heima ásamt því að henda nokkrum seríum og jólaljósum upp, æðsilegt alveg! Svo er það bara að baka, skrifa jólakortin, kaupa gjafirnar og senda, þá er allt bara tilbúið.
Þar sem jólin nálgast óðfluga nú sem og afmælið mitt ... yeah !! Í tilefni af því kemur smá óskalisti ...
*Föt ... buxur, peysa, bolur, skór, nærföt ...allt sem tengist fötum
*Kápa ... aji, það flokkast undir föt
*Glingur og glans ... ég elska skraut, eyrnalokka, hálsmen og armbönd ("Geðveik með glimmer")
*Snyrtidót ... stelpur elska svoleiðis!
*Tónlist ... eruð þið að ná því hvað það er mikið um góða tónlist að koma út?
*Utanáliggjandiharðurdiskur :)
*Dót til heimilisins ... þar sem maður fer að verða stór, þá er gott að eiga eitthvað svoleiðis dót ;)
Aji ... mér er alveg sama hvað ég fæ, það er hugurinn sem gildir. Það myndir nægja mér að fá kort eða sms að fólk myndi muna eftir afmælinu mínu til dæmis, það vill oft gerast! Það er alveg satt, en ég grenja það ekki!

Þessa dagana er ég samt bara að trúa á Guð og lukkuna um að ég hafi náð blessaða prófinu í gær, það væri samt svolítið lame að falla á fyrsta háskólaprófinu ;) eða er það ekki?

Að.....

.....plana er rosalega skemmtilegt!!! :D

þriðjudagur, desember 05, 2006

Pæling

... Ég er að spá í að sofa með bækurnar og glósurnar undir koddanum mínum í nótt svo það troðist eitthvað inní hausinn á mér. Þá þarf ég ekki að leggja svona mikið á mig við lesturinn. Ætli þetta plan mitt virki ekki? Var ekki einhverntíman talað um það ? :)

mánudagur, desember 04, 2006

Held að mörg okkar erum ekki alveg með á því hvað við höfum það GOTT!!

sunnudagur, desember 03, 2006

Delta Goodrem - Born to Try

Doing everything that I believe in

Going by the rules that I’ve been taught

More understanding of what’s around me

And protected from the walls of love

-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-

All that you see is me

And all I truly believe

-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-

That I was born to try

I’ve learned to love

Be understandingAnd believe in life

But you’ve got to make choices

Be wrong or right

Sometimes you’ve got to sacrifice the things you like

-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-

But I was born to try

-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-

No point in talking what you should have been

And regretting the things that went on

Life’s full of mistakes, destinies and fate

Remove the clouds look at the bigger picture

-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-

And all that you see is me

And all I truly believe

-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-

That I was born to tryI’ve learned to love

Be understandingAnd believe in life

But you’ve got to make choices

Be wrong or right

Sometimes you’ve got to sacrifice the things you like

-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-

But I was born to try!

-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-

All that you see is me

All I truly believe

All that you see is me

And all I truly believe

-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-

That I was born to try

-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-

I’ve learned to love

Be understanding

And believe in life

But you’ve got to make choices

Be wrong or right

Sometimes you’ve got to sacrifice the things you like

-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-

But I was born to try

-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-

But you’ve got to make choices

Be wrong or right

Sometimes you’ve got to sacrifice the things you like

-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-

But I was born to try

föstudagur, desember 01, 2006

Dagur rauða nefsins

Í dag er víst dagur rauða nefsins, allir með glens og grín í þágu hins góða! Klikkið hér

Dagur Rauðanefsins

Brostu
ertu óttalega stúrinn?
ertu gegnsýrður af sorg og sút?
ertu lítill fýlusgrágur
sem þorir varla út - með mallakút í hnút
situr aleinn útí horni
og ygglir þig - ef aðrir skemmta sér
viltu kafna úr eigin fýlu?
- samer mér!
en þú veist fullvel
þú verður að hrista þetta af þér

það sakar ekki
Það skaðar ekki

skelfing ertu alltaf neikvæð
ósköp ertu eitthvað þurr og þver
lítil úrill fýlustelpasem iðulega er - með allt á hornum sér
situr alein útí horni
sannfærð um að allt sé illa meint
góða hættu þessu væli
alltaf hreint
og vittu til
það er aldrei of seint

brostu - í fréttasetti (Páll Magnússon)
brostu - á harðaspretti (Magnús Scheving)
brostu - úr ræðustóli (Steingrímur J. Sigfússon)
brostu - á mótorhljóli (Siv Friðleifsdóttir)
brostu - í gegnum tárin (Unnur Birna)
brostu - í bissnissfári (Hannes Smárason)
brostu - í Draumalandi (Andri Snær)
brostu - í metalbandi (Magni)
brostu - það er gott að gefa (Karl Sigurbjörnsson)
brostu - fram í fulla hnefa (Bubbi)