föstudagur, desember 30, 2005

pabbi minn

Karl faðir minn ... tipp top náungi! Merkilegt hvað hann reynir að vernda okkur systurnar mikið, svona fer fyrir flestum strákum sem hafa komið með okkur heim :) reittir eins og gæsir og annar fiðurfénaður sem veiðimaðurinn kemur með heim. Nei DJÓK, pabbi er cool og besta skinn, svei mér þá ... mér fannst þetta bara svo flott mynd af kjappanum, ljósmyndarinn hefur líka staðið sig vel í myndatökunni, birtan og uppstilling mjög góð. Þess má geta að undirrituð var ljósmyndari ;)

Þessi færsla er til heiðurs pabba hetju ...
_-Guðbjörg-_

þriðjudagur, desember 27, 2005

alveg toutelle !!! :D

Jæja ... jólafíið mitt er búið, fór til vinnu í morgun kl.07 , mikil gleði! Hefði nú verið til í að skreppa á dansiballið sem var í Hnífsdal i gærkvöldi... en, nú jæja ....

Jólin voru afbragðsgóð hjá mér og mínum, svei mér þá! Afmælið var líka alveg toutelle :) allt annað að vera orðin tvítug! Ég fékk alveg helling bæði af jóla- og afmælisgjöfum, svei mér þá! Ég ætla nú ekki að vera að telja upp allar þær gjafir sem ég fékk, en þær slógu allar í gegn:D en ef ég á að telja eitthvað upp þá var það : Skartgripir, dvd myndir, bækur, listaverk, snyrtivörur, búsáhöld, sléttujárn, gjafabréf, föt,myndaramma, cd, mynd og svo markt fleira! Ég ætti að reyna að vera oftar tvítug ;) hehe ... Það var meðal annars alveg undristrikað hvað kærastinn minn er alveg rosalega flinkur listamaður, bjó til tvo kertastjaka fyrir mig. Annan úr varahlutum úr skellinöðru, því hann veit hvað ég er hrifin af vélum *hmm,ha?* ;) og skeifum ... svo var hinn bara plane og fallegur.
Ég fékk líka alveg heilan helling af jólakortum og afmælis- og jólakveðjum í gegnum sms og símann (hringingar) ... mikið ofboðslega er ég heppin! Það er svo mikið af góðu fólki í kringum mann :)
Ég get allavega ekki kvartað yfir mínum jólum .... ég er ein þeirra heppnu!

Annars er það að frétta að ég fór í svokallaða mæðravernd í síðustu viku sem ég er núna byrjuð að fara í aðra hverja viku. Hjúkkan sem skoðar mig alltaf lét mig missa úr nokkur slög þegar hún sneri sér að mér og sagði : "já,já ... það eru kannski um 8-10 vikur í krílið." jahá ..... sá tími er nota bene mjög fljótur að líða, alltof fljótur!! Hann má samt alveg vera fljótur að líða, það er komin svo mikill spenningur og tilhlökkun í okkur hérna megin. Samt má hann ekki vera of fljótur að líða ... aji núna er ég farin að tala í hringi ;) Hjörtur a.k.a. sveitavargur ... þú verður að fara fljótlega að byrja á hannirðunum, taka upp prjónana ;)

Ætla að ljúka þessari færslu á smá innskoti af Önnu pönnu pott og könnu litlu systur sem er núna í "pottinum" svokallaða, sem í raun og veru er baðkarið *hornbaðkarið með nuddi;), mont,mont* ... allavega er hún gaulandi lagið "Bannað að sofa hjá Maríu mey". Ég kann lítið af texta þessa, lags, í raun og veru þá kann ég bara laglínuna þar sem setningin .... "bannað að sofa hjá maríu mey" kemur fyrir ... og mér heyrist Anna kunna bara þessa setningu. Hún samt reynir að breyta laglínunni, hefur stutta og langa tóna og tekur sópraninn og bassa á þetta. Snillingur þessi krakki!!!

laugardagur, desember 24, 2005

Hún á afmæli í dag.....

Birthday Surprise Party





Hún á afmæli í dag! Hún á afmæli í dag! Hún á afmæli hún Guðbjörg! Hún á afmæli í dag! Blow A Kiss
Til hamingju þú! Til hamingju þú! Til hamingju Guðbjörg! Til hamingju þú! Blow A Kiss

Airplane Wishes 1



*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*
Jáh, haldiði ekki að stóri dagurinn er runninn upp! Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir er 20.ára í dag!! Finnst það alveg magnað, sérstaklega af því að við erum jafn gamlar í augnablikinu Winky hehe
En allavega; Innilega til hamingju með daginn krúsídúllan mín! Lip Print Eigðu allra-allra bestastabesta dag í geimi Lip Print Ég fæ skvo að knúsa þig á eftir ;) hehe... það er skvo pott þétt! Lip Print


*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*
Annars ætla ég bara að nýta tækifærið og óska ykkur öllum gleðilegra jól! Xmas Lights
Hafið það bara gott yfir hátíðirnar! Stocking





fimmtudagur, desember 22, 2005

jú jú .. á lífi

... hér er ég!! Guðbjörg Stefanía komin á skrið aftur. Flutningarnir að mestu afstaðnir og ég komin í mitt herbergi með mínu dóti og MITT rúm, aldrei datt mér í hug að það væri hægt að sakna rúmsins síns svona mikið!! sjit ...
Jólin verða haldin með stæl á Holtabrún 12 ... very nice :D Ég skelli nú inn nokkrum vel völdum myndum af höllinni við tækifæri ;)
Ekki get ég sagt að ég sé komin í eitthvað feikilegt jólaskap, ég lifi ;) En jú, tilhugsunin um að þau séu á næstaleiti kitlar mjög :D Ég veit ekki hvort það sé til meira jólabarn en akkúrat ég. Ég sem kom í heiminn á aðfangadag, 24.desember árið 1985 klukkan 18:12 !!! ;) ekki amarlegt það ... Þannig þetta árið kitlar tilhugsunin þess efnis að ég sé að verða tvítug eftir nota bene tvo daga aðeins meira en að jólin séu að koma ;) Ég mun taka á móti símhringingum, skilaboðum, kortum og gjöfum allan 24. dag desembermánaðar ;) hehe ....

Ég blogga ekki í dag án þess að geta þess að góð vinkona mín og nafna, orkukvenndi og nágranni ;) Stefanía Sigurðardóttir á afmæli í dag! Takk fyrir pent .... Við gydjunar óskum dömunni hjartanlega til hamingju með daginn og megi hun lengi lifa. Er það móttekið Stefanía ? :)
Á myndinni er hún með öðrum unganum sinum henni Þóru Kolbrúnu ... fallegar mægður ekki satt ?



Krakkar mínir ...lifið heil!
Guðbjörg kveður

Tja get ekki annað sagt.....

.....en að bróðir minn hafi verið góður þetta árið. Ekkert smá gjöf sem sveinki gefur honum ;) hehe

Jáh, núna veit ég að hann brosi út að eyrum og er pott þétt að krúsa um RVK :) hehe.... Spurning hvort að 4runnerinn verður nógu góður til að ná í hann í fyrramálið, verður kannski fyrir neðan hans viðringu ;) hehe
En allvega; TIL HAMINGJU MEÐ NÝJA BÍLINN "LITLI" BRÓÐIR :*

Núna verður skvo brett upp ermar og lagt loka hönd á jólin, því samkvæmt plani mömmu á ALLT jólaskraut að vera komið upp í kvöld og við munum skreyta jólatréð líka! Ekkert að taka þessu rólega neitt, nei nei..... Það er ekki eins og maður hafi eitthvað að gera á morgun :op híhí

En jáh, ég veit ekki hvað hefur orðið af afmælisbarninu ( c.a 2 dagar í tuginn Guðbjörg ;) híhí), hún sést æ sjaldnar á þessu bloggi og hef ég nú barasta ekkert séð hana síðan á laugardaginn síðasta, vona bara að það sé allti lagi með hana. Veit ekki til þess að ég hafi móðgað hana, en maður veit náttlega aldrei :op

Hef þetta ekki lengra, það er komin svona "ertu-komin-aftur-í-tölvuna-og-ekki-búin-að-klára-það-sem-ég-bað-þig-um-að-gera" svipur á hana móður mína :) hehe

Lifið heil......
E.s. Nonni vonandi líkaði þér jólagjöfin frá mér, "mikill" tími og hugsun á bak við hana ;) hehe

miðvikudagur, desember 21, 2005

How Naughty (Or Nice) Were You This Year?

You Were Pretty Average This Year
You Were 50% Naughty, 50% Nice
You tried to be a good girl this year...But as you know, being good isn't that fun!If you're extra sweet, you may have enough time to get on that nice list.
How Naughty (Or Nice) Were You This Year?

þriðjudagur, desember 20, 2005

Styttist óðfluga......

Jedúddamía! það eru að koma jól :-D Vá! það er alltof stutt í þetta, allavega finnst mér það! Það þarf skvo að lengja sólahringinn svo maður nái nú að gera eitthvað fyrir jólin. Er samt búin að skrifa jólakortin og kaupa allar jólagjafir nem EINA og hún er skvo erfið!......
Þorláksmessa er svo bara á föstudaginn og vonda lyktin verður heima hjá Gunnu Dóru í ár:op hahahahaha! Það þýðir það að við skötu-gikkirnir fáum okkur burger or sum á Traðarlandi 8 :) Þetta er nú bara fyrsta Þorláksmessan sem ég þarf ekki að vera að vinna, sem mér finnst mjög skrítin til hugsun :op jáh, þessi jól verða skemmtilega öðruvísi en síðustu ár. Ég er hvorki að vinna á Þorláksmessu né aðfangadag....spurning hvort jólin komi nokkuð? :op hehe
En aftur á móti "bæti" ég þetta upp og verð að vinna á gamlárskvöld og nýárskvöld, ég verð nú að segja alveg eins og er að ég er svoldið oggupoggupínuponsu spennt fyrir því að vinna á gamlárskvöld. Alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt :) ,veit að Gunna Dóra tekur ekki í sama streng. Hún verður hérna "ein" ;) hehe.... En ég mun,vonandi, ná að fagna nýja árinu með fjölskyldunni, verð skvo snögg að skipta um föt og hlaupa út í bíl. Þá verður skvo ekkert sokkabuxnavesen;) hehe..

Jæja maður ætti kannski að fara að þrífa herbergið hans "litla" bróðurs svo það verði nú allt spikk and span þegar kauði kemur í land! :)
Hilsen pilsen =)

sunnudagur, desember 18, 2005

Örblogg

Jæja, fyrsta nott stor fjolskyldunnar a Heidabrun 12 fer senn ad hefjast! :) klapp fyrir tvi...
Örbloggfærslu sendi ég
Powered by Hexia

laugardagur, desember 17, 2005

Hann á afmæli í dag! Hann á afmæli í dag! :-D

Jáh, hann Hemmi klemmi á afmæli í dag :)
Og langar okkur Gydjunum að óska honum innilega til hamingju með daginn :*
Vitum við að hann fékk morgunmat (pott þétt í rúmið ;)...) frá spúsu sinni ;)
Við munum kyssa þig og knúsa í kvöld Hemmi, passaðu þig bara ;) hehe....
Vonandi muntu eiga góðan dag, því kvöldið verður pott þétt skemmtilegt. Sérstaklega af því að við verðum þar ;) hehe

Vinur í grennd!

Í grenndinni veit ég um vin, sem ég á,
í víðáttu stórborgarinnar.
En dagarnir æða mér óðfluga frá
og árin án vitundar minnar.

Og yfir til vinarins aldrei ég fer
enda í kappi við tímann.
Sjálfsagt þó veit hann ég vinur hans er,
því viðtöl við áttum í símann.


En yngri vorum við vinirnir þá,
af vinnunni þreyttir nú erum.
Hégómans takmarki hugðumst við ná
og hóflausan lífróður rérum.


"Ég hringi á morgun", ég hugsaði þá,
"svo hug minn fái hann skilið",
en morgundagurinn endaði á
að ennþá jókst mill´ okkar bilið.


Dapurleg skilaboð dag einn ég fékk,
að dáinn sé vinurinn kæri.
Ég óskaði þess, er að gröf hans ég gekk,
að í grenndinni ennþá hann væri.


Sjálfur, ef vin þú átt góðan í grennd
gleymd´ ekki, hvað sem á dynur,
að albesta sending af himnunum send
er sannur og einlægur vinur.


Þýtt Sig. Jónsson tannlæknir
Takk Agnes
-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-
Finnst þetta svo rosalegt fallegt ljóð! Það snertir mig allvega mjög mikið... Vona að ykkur finnst það fallegt líka.....njótið vel :*

föstudagur, desember 16, 2005

Móðir mín er rosalega sniðug ;) hehe

Fékk e-mail frá mömmu áðan og fannst svo við hæfi að setja þetta inn á netið svona í tilefni þess að við erum að fara á "jólaglögg"-ið á morgun :-D


Eru ekki allir að komast í jólafíling
- finnska jólaglöggið ætti að reddamálunum !!!******************************************

FINNSKT JÓLAGLÖGG:
1 líter vodka
1 rúsína
Hrært og skreytt með grenioooþa'held'é !
************************************

Og svo syngja allir með !

Skín í væna vínflösku
Og huggulega bjóra
jólaglögg og eplasnafs
allt það ætl'að þjóra.
Dufla og daðra og leika mér
látum ill'í desember
burt með sokk og skó
hér af vín'er nóg.
Ó hvað ég elska jólin
von'ég hitt'á stólinn.

***************************************

Held að ég muni ekkert blogga meira i bili, yfir helgina það er að segja, kannski á sunnudaginn EF maður verður í stuði :) Annars hlakka ég rosalega til að fara á jólahlaðborðið á morgun, get varla beðið :)

Svo verð ég náttlega að monta mig pínu;
Haldið þið ekki að Austfirðingurinn hafi ekki bara náð öllum prófunum og svona líka glimmrandi vel líka :) (Vissi alltaf að þú gætir þetta :* ) Sem þýðir náttlega það að hann verður stúdent 7.jan. Jáh, strákurinn er klár;) :* :*

Svo enda ég þessa færslu bara í anda einnar samstarfskonu minnar....
Hilsen Pilsen

mánudagur, desember 12, 2005

Fer brátt yfir um

úfff .... það er ékkert eðlilegt hvað ég er farin að hlakka til, er ég nokkuð búin að tjá mig um það hérna á síðunni ?! Húsið, heimilið, er að verða klappað og klárt og getum við farið að flytja inn fyrir alvöru núna í þessari viku :D ohh ... það verður sko gott að geta flutt inná fyrsta heimilið sitt síðan ég yfirgaf Ljósalandið mitt númer 2. :D eintóm hamingja

Það er svo gaman, gott og friðsælt að hugsa til þess hvað ég er ótrúlega heppin! I am so happy ... endalaust alveg :D

en nóg af væmi og monti ... ég er farin að borða !

sunnudagur, desember 11, 2005

Góð áminning: vertu þakklát/ur fyrir það sem þú hefur!

Síðasta dag fyrir jól flýtti ég mér í stórmarkaðinn til að kaupa gjafirnar sem ég komst ekki yfir að kaupa fyrr.

Þegar ég sá allt fólkið þar, byrjaði ég að kvarta í hljóði "Þetta á eftir að taka heila eilífð og ég á enn eftir að fara á svo marga staði".

Jólin eru alltaf að verða meira og meira pirrandi með hverju árinu. Ég vildi að ég gæti bara lagst niður og farið að sofa og vaknað svo eftir jólin.

Allaveganna, ég kom mér í leikfangadeildina og þar fór ég að skoða verðinn, hugsandi hvort að börn leiki sér eitthvað með svona dýr leikföng. Eftir smátíma af leikfangaskoði þá tók ég eftir litlum strák um 5 ára, sem hélt á dúkku upp við brjóstið sitt.

Hann strauk hárið á dúkkunni og virtist svo sorgmæddur. Svo snéri litli strákurinn sér að eldri konu sem var við hliðina á honum "amma, ertu viss um að ég hafi ekki nógu mikla peninga?" Gamla konan svaraði "þú veist að þú átt ekki nóg til að kaupa dúkkuna elskan mín" Svo bað hún hann um að bíða í 5 mínútur eftir sér á meðan hún skoðaði sig um. Hún fór fljótlega.

Hann strauk hárið á dúkkunni og virtist svo sorgmæddur. Svo snéri litli strákurinn sér að eldri konu sem var við hliðina á honum "amma, ertu viss um að ég hafi ekki nógu mikla peninga?" Gamla konan svaraði "þú veist að þú átt ekki nóg til að kaupa dúkkuna elskan mín" Svo bað hún hann um að bíða í 5 mínútur eftir sér á meðan hún skoðaði sig um. Hún fór fljótlega.

Litli strákurinn hélt ennþá á dúkkunni í hendinni. Ég labbaði til hans og spurði hann hverjum hann ætlaði að gefa dúkkuna. "Þetta er dúkkan sem systir mín elskaði mest og langaði svo mikið í fyrir jólin. Hún var svo viss um að jólasveinninn myndi gefa sér hana.

Ég sagði honum að kannski eigi jólasveinninn eftir að koma með dúkkuna til hennar, og að hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur. En hann sagði við mig sorgmæddur "Nei jólasveinninn getur ekki gefið henni dúkkuna þar sem hún er núna. Ég verð að gefa mömmu dúkkuna svo að hún geti gefið henni hana þegar hún fer þangað". Augun hans voru svo sorgmædd meðan hann sagði þetta. "Systir mín er farin til þess að vera með Guð. Pabbi segir að mamma sé líka að fara til Guðs mjög fljótlega, og ég hélt að hún gæti farið með dúkkuna fyrir mig og gefið systur minni hana".

Hjartað mitt stoppaði næstum því. Litli strákurinn leit upp til mín og sagði " Ég sagði pabba að segja mömmu að fara ekki alveg strax. Ég bað hann um að bíða þangað til að ég kæmi heim úr búðinni" Svo sýndi hann mér fallega mynd af honum þar sem hann var hlægjandi. "Ég vil líka að mamma taki þessa mynd með sér svo að hún gleymi mér aldrei"

"Ég elska mömmu mína og ég vildi óska að hún þyrfti ekki að fara, en pabbi segir að hún verði að fara til að vera hjá litlu systur minni".

Svo leit hann aftur á dúkkuna með sorgmæddum augum, mjög hljóðlátur.

Ég teygði mig hljóðlega í veskið mitt og tók smá pening upp og sagði við strákinn "en ef við athugum aftur í vasann til að tékka hvort að þú eigir nógan pening?" Allt í lagi sagði strákurinn "ég vona að ég eigi nóg" Ég bætti smá af mínum peningum við án þess að hann tæki eftir því og við byrjuðum að telja. Það var nógur peningur fyrir dúkkunni, og meira að segja smá afgangur.

Litli strákurinn sagði "Takk Guð fyrir að gefa mér nógan pening. Svo leit hann á mig og sagði " Í gær áður en ég fór að sofa þá bað ég Guð um að vera viss um að ég hafi nógan pening til þess að geta keypt dúkkuna handa systur minni. Hann heyrði til mín"

"Mig langaði líka að eiga nógan pening til að kaupa hvíta rós handa mömmu, en ég þorði ekki að biðja Guð um of mikið, en hann gaf mér nóg til að kaupa rósina líka". Sko mamma elskar hvíta rós".

Nokkrum mínútum seinna kom gamla konan og sótti strákinn. Ég kláraði að versla með allt öðru hugarfari, ég gat ekki hætt að hugsa um litla strákinn.

Svo mundi ég eftir frétt í blaðinu fyrir 2 dögum síðan "maður keyrði drukkinn og klessti á bíl þar sem ung kona og lítil stelpa voru í. Litla stelpan dó samstundis en mamman var í dái" Fjölskyldan varð að ákveða hvort að það ætti að setja hana í öndunarvél eða ekki, af því að hún unga konan myndi ekki vakna úr dáinu.

Var þetta fjölskylda litla stráksins?

Tveim dögum eftir að ég hitti litla strákinn, las ég í blaðinu að unga konan hafi dáið. Ég gat ekki hamið mig og fór út í blómabúð og keypti búnt af hvítum rósum og fór upp í líkhús þar sem fólk gat séð konuna og óskað sér í seinasta skipti áður en hún væri jörðuð.

Hún var þarna í kjól, haldandi á fallegri hvítri rós með myndinni af litla stráknum og dúkkuna á brjóstinu.

Ég fór grátandi og fannst líf mitt hafa breyst til eilífðar. Ástin sem þessi litli strákur hafði til mömmu sinnar og systur, er enn þann dag í dag, erfitt að ímynda sér.

Og í einni svipan tekur drukkinn maður þetta allt frá honum.

_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_

Finnst þetta svo rosalega falleg og hugljúf saga að ég varð að deila henni með ykkur. Veit að flest allir hafa fengið hana einhverntíma senda í pósti. En eins og stendur einhversstaðar; "Góð vísa er aldrei of oft kveðin!" =)

laugardagur, desember 10, 2005

Miss World 2005! :)

Ég vissi það! Ég vissi það! Ég vissi það!......
Var að horfa á Miss World 2005 (Ungfrú heimur) með móður minni. Þegar það var búið að tilkynna í þriðja sætið sagði ég við hana "Unnur Birna vinnur" og viti menn! Stelpan hafði rétt fyrir sér! :-D Enda er hún gullfalleg :) Vá, maður fyllist svo miklu þjóðarstolti (allavega geri ég það, mat mitt þarf ekki að endurspegla mat þjóðarinnar ;) ...). Svona lítil þjóð að eiga Miss World og það í þriðja sinn, það þykir mér nokkuð gott :-D Kannski asnalegt að "eigna" sér hana en hún er fulltrúi okkar svo ég tek mér það bessaleyfi bara :-D hehe... Bara til hamingju Unnur Birna (maður veit aldrei nema þú rekir nefið hingað inn ;) hehe), glæsilegt hjá þér! :-D



En jáh, það er búið að vera lítið um blogg á þessum bænum. Próf og svona skemmtileg heit;) hehe.... Mér er búið að ganga vel og búin að ná öllu (enn sem komið er allavega) :) Náði meira að segja stjórnmálafræðinni!!! og ég var nú hræddust að falla í henni, svo ég er bara í skýjunum =)
Var í uppeldisfræðiprófi í dag, gekk svona la-la. Vona bara að ég nái :op Svo skellti ég mér bara í gymið þegar ég var búin í prófinu og listarsmiðjuna =) Maður verður að vera dugleg, stutt í jólin ;)
Síðasta prófið mitt á mánudaginn, Landafræði... Það verður eitthvað skrautlegt :) hehe...

Svo styttist bara í að austfirðingurinn komi heim :-D Er kominn hálfa leið, tekur stutt stopp í RVK ;) Svo verður hann bara kominn vestur á firði á morgun....magnað :-D
Það er svo margt skemmtilegt að gerast núna, að ég á bágt með að hemja hamingjuna :)

Hlakka alvega rosalega til á næstu helgi, Jólahlaðborð á hótelinu á laugardaginn næsta! Ekkert smá mikil flott heit á manni og magnaður félagsskapur :-D Hef barasta aldrei farið jólahlaðborð áður, þetta verður skrautlegt ;) hehe

Annars langar mig bara að tilkynna það að mér þykir sambloggarinn minn alveg þvílíkt dugleg :-D Að hafa nennt þessu commenta leik sínum er alveg magnað :) hehe

Hef þetta ekki lengra, ætla kíkja á landafræðiglósurnar ;)
--{-@ Au revoir! @-}--

miðvikudagur, desember 07, 2005

Þetta er mega sniðugt, að mér finnst ...

Settu nafnið þitt í kommentakerfið góða og þá :

1. Ég segi þér eikkað handahófskennt um þig
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig
4 Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér
5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á
6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig

Núna eigið þið lesendur góðir að setja nafnið ykkar í kommentakerfið og ég tjái mig um ykkur ... Fyrir þá sem ekki enn eru búnir að fatta hvurnig kommentakerfið virkar, þá klikkið þið á fyrirsögn færslunar "Þetta er mega sniðugt, að mér finnst ... " og þar í enda færslunar á að vera kommentakerfi :) leyfið mér nú að tjá mig ;) ég geri það nefnilega ALLTOF sjaldan ;) hehe
Koma svo sykurpúðar, þetta er gaman !!! :)

Mæsa ... á afmæli :D


Ein flottasta stúlkan á markaðnum í dag á afmæli í dag !! :D Healthy og svo til eiginlega bindindismanneskja ;) hehe .... Hún er ein af þeim bestu sem ég m.a. lærði flest allt sem ég kann í drykkju og djammi, hafðu þökk fyrir Mæsa mín :*
Súper dúper rosalega kveðjur í land rauðhausanna og svaka knús og slummukoss til þín Mæsa mín, hafðu það alveg rosalega hryllilega gott og við sjáumst .... bara eftir næstum því viku :D

Ef það eiga einhverjir fleiri afmæli ... þá til hamingju með daginn ;)

sunnudagur, desember 04, 2005

Ég hlakka bara mikið til ...

... það er svo mikið um að ske og margt til þess að hlakka til að ég er orðin ansi hrædd um að ég muni brátt missa andann ;) eða svo til .... :þ
Í dag eru sirka 13 vikur í erfingjann!! úff ... það verður fljótt að líða.
Í dag er einnig annar í aðventu sem gerir það að verkum að það er allt að styttast í það að sumir, ég btw !! eigi afmæli :D og jólin koma auðvitað líka á sama tíma :D Hell yeah
Mæsa gullmoli fer brátt að koma á klakan, ekki er það nú slæmt.
17.des. verður dagur daganna þegar flestir mínir vinir og kunningjar koma saman og snæða á jólahlaðborði á Hótel Ísafirði. Það verður eitthvað !! :D
Svo auðvitað fara allir krakkarnir sem eru burtu í skóla, mennta- og háskóla að fara að koma sér hingað heim í Víkina fögru!

Ég hugsa að akkúrat núna þá get ég lítið staðið í því að kvarta um að ég hafi ekkert til þess að hlakka til svona í skammdeginu!! ó sei sei nei ....

Þann fyrsta desember þá eignaðist ég fallegan lítinn frænda!! Mikið rosalega er ég heppin alltaf hreint! Til hamingju með strák númer 2 Þórarinn og Hjördís. Úlfur, knúsaðu litla bróður Breka frá mér :*

fimmtudagur, desember 01, 2005

Fullveldisdagurinn....

.......og hvað annað er við hæfi en að halda uppá hann með því að fara í lokapróf í sögu ;) hehe Ekki nóg með það að ég lærði bara nokkuð mikið, að mínu mati undir þetta próf, miða við tíman sem maður fékk. Þá var áhuginn SVO mikill að ég mætti rétt fyrir klukkan 9 í prófið. Tja sumir myndu nú halda að það væri nú ósköp eðlilegt þar sem flest lokapróf byrja þá. En neih! Þá eruð þið jafn miklir kjánar og ég! Það voru nebblega samræmdpróf klukkan 9 og "venjulegu" prófin voru klukkan 13:00! En ykkur er fyrirgefið því þið MÆTTUÐ þó ekki í skólann!! Þetta var pínu skammarlegt á svona fyndinn hátt :) Hvernig átti ég að fatta það að ath klukkan hvað ég átti að mæta, ég bara gerði/geri ráð fyrir því að prófin séu klukkan 9! :) hehe
En ef þið eruð eitthvað að velta því fyrir ykkur gekk þetta bara ágætlega hjá dömunni og ég verð að segja að ég er skvo illa svikin ef hann Brynjar mun fella mig, ég er samt alltaf að komast að fleiri og fleiri villum. Þannig að ég er hætt að skoða glósurnar mínar í sögu! Krosslegg bara fingur og vona það besta :-D hehe

Haldiði virkilega að þetta sé búið? Neih! Óneih! þegar ég kom úr prófinu settist inn í minn EÐAL-bíl og skundi af stað með brosið á vör eftir að hafa ruglað Októberbyltingunni við aðra. Fór ekki bíllinn að láta einhvað skringilega. Mín stoppar náttlega og tjekkar á þessu. (Því það hefur sótt að mér undan farna mánuði paranója (svo við ízlenskum þetta aðeins ;)) að það sé sprungið hjá mér ). Ég stíg út úr bílnum, finn svitann myndast í lófanum, spennan magnast, hjartað hamast og mér var brugðið, ég tók andköf, ætlaði ekki að trúa mínum eigin guðsgjafar augum. Það VAR sprungið! Ég ætlaði ekki að trúa þessu! En það þýddi ekkert væl! Elvar kenndi mér að skipta um dekk og það á JEPPA á Ingjaldssandi, þetta gat ekki verið erfiðara. Hringdi í Pabba ætlaði að láta hann leiðbeina mér í gegnum ferlið, því ég væri vís til að gera einhverja bölvaða vitleysu. Reyndar það fyrsta sem pabbi sagði við mig "Hva, helduru að það komi ekki einhver riddari og reddi þér". Ég hélt nú ekki! Ætlaði skvo að gera þetta sjálf eða allavega reyna! Byrjaði á því að taka hjólkoppinn af og var að fara að losa um boltann þegar eins og pabbi myndi kalla hann "hvíti riddarinn" kom, það var Bæring (frændi hennar Guðbjargar) og tók hann bara við. Ætlaði nú ekki að neita honum um þá ánægju að hjálpa mér (var örugglega svona "góðverk" dagsins ;) hehe) og stóð þarna og rétti honum tæki og tól. Þakkaði honum svo fyrir hjálpina :) En there is no doupt in my mind að ég hefði alveg getað gert þetta sjálf, hefði kannski verið lengi að þessu en ég hefði getað þetta! :-D hehe... Svo skundaði ég með dekkið sem var sprungt og gat ekki gangt ;) á hjólbarðaverkstæði og endaði á því að fjárfesta mér í 2xnagladekkjum upp á 16þús takk fyrir pent! Heppin ég að þetta skeði í dag (1.des) enn ekki gær, því þá hefði ég ekki átt krónu ;) hehe

Annars er þetta barasta búið að vera hin fínasti dagur. Ekkert meira komið fyrir mig. En hver veit hvað morgundagurinn hefur í för með sér ;)

Ætla fara til Gunnu Dóru að ná í mín 32bls;) glósur :op hóhó

Bonne nuit......
..............................Veran out!

Tónleikar á menningarnótt

ég er að horfa á stöð eitt þessa stundina þar sem ég nenni ómögulega að horfa á félaga Jóa Fel. Allavega þá er verið að sýna tónleika rásar 2 sem haldnir voru á hafnarbakkanum í Rvk. á menningarnótt. Ég var í Rvk. á menningarnótt, en ég missti af tónleikunum!! Af hverju Eva og Sigurbjörg??;)

Góðir tónleikar samt sem áður ... en sem komið er allavega :D gaman af því