þriðjudagur, maí 17, 2005

Smá pæling .. fyrir ykkur ;)

Í mínum hugarheimi í vinnunni í dag þá fór ég að pæla hvað það væri sem fælist í þessari setningu :

Við getum verið vinir.

sko, það eru til margar leiðir til þess að umorða þessa setningu og segja hana á annan veg og svoleiðis eitthvað ... það er margt í þessu sem er umhugsunarvert! Ég meina, það fer eftir stað, stund og aðstæðum þegar maður lætur þessa mest hötuðustu setningu allra tíma, að mínu mati allavega, út úr sér!

allavega, ég vil fá umæðu um þessa setningu, hvernig hún er í ykkar huga. Hvort það sé við hæfi að segja hana t.d. í sambandsslitum og svoleiðis einhverju ??
Mér er alveg sama hverjir kommentara á þetta, sama hvort það sé öldruð frænka eða færndi, afi eða amma, vinir, kunningjar, gamall kennari, skúringarkona, fólk sem ég þekki ekki shit, óvinir eða hvað ... ég vill fá komment ... !! sköpum umræðu um þetta ...
Hvað hugsar þú eða hvað myndir þú hugsa ef þú fengir þessa setningu í fésið : ég vil samt að við seúm vinir :)

P.s.
Þessi pistill minn er ekki ritaður í reiði eða sárindum ... þetta er einungis ritað í þágu pælinganna !

Engin ummæli: