... það er svoldið magnað! Ég er mikið búin að vera að pæla í því að koma mér suður og prufa eitthvað nýtt, hjá hvort grasið sé nokkuð mikið grænna hinum megin, fá mér vinnu fyrir sunnan og gera eikkað skemmtilegt. Ég hafði hugsað mér að fara í haust eða vetur, eiga sumarið hérna með fallega og flotta fólkinu, ykkur, vinum mínum :)
Í gær fékk ég símtal ... þar barst mér vinna á silfurfati, gjörsamlega, gæti fengið hana ef ég vildi, bara fljótlega eftir útskrift ... væri til í þetta, ef akkúrat núna væri ágúst ... jafnvel september! Ég þarf að pæla alvarlega í þessu, margt sem spilar inní, kostir og gallar !!??
Allavega ... þá er ég búin að ná flestu draslinu í skólanum, þarf samt að lifa í voninni fram á mánudag hvort ég hafi ekki alveg 100% náð þýskunni hjá elskunni honum Stefan Gunter!! *Ég lifi í voninni, að ég falli ekki í þýskunni, í bana stuði sérhvern dag, föstudag og laugardag ...* (aji ég man ekkert hvernig þetta er)
Svo er ég ekki frá því að það sé verið að þrekprófa mig og Sigurbjörgu í vinnunni. Verkstjórarnir þeir geta ekki séð af okkur í einn klukkutíma, þá eru þeir farnir að hringja. Það er alveg pott þétt hverjir eru að gera sig þarna innan veggja fyrirtækisins!! ;)
Svo er ég að fara að gera athugun í vinnunni í næstu viku. Það eru pólsk hjón þarna í vinnunni og reglulega kemur maðurinn hennar, sem er reyndar alltaf eitthvað að vinna í kringum okkur, til hennar og gerir eitthvað þannig þau brosa bæði alveg rosalega mikið ... mitt takmark er að komast að því hvurn anskotann hann gerir !! ;) læt ykkur fá fleiri frystihúsa sögur ... seinna :)
laugardagur, maí 21, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli