Sko ... í dag þá er FRÁBÆRT veður, I love it. Ég veit ekkert hvað ég á að gera af mér, svei mér þá! Ég er búin að fara með snillinginn hana litlu systur mína í göngutúr. Ég gæti farið að gera ýmislegt ... ég gæti :
*Farið að undirbúa mig undir próf ... eyði ekki svona góðum degi í það.
*Ég gæti klárað að ganga frá kössum og drasli síðan ég flutti heim, aftur! Nei of leiðinlegt
*Ég gæti farið að gera eitthvað uppbyggjandi hérna inná heimilinu ... skoða það betur.
eiginlega það eina sem ég hugsa um er að komast nálagt VÍKARA musso og taka hann ærlega í gegn ... ég ætla ekki að senda fólkið mitt í burtu á hvítasunnunni á drullugum bíl, nei takk fyrir pent. Jæja ... þá er ég komin með það á hreint, ég mun bara sitja hérna inní herberginu mínu og bíða þar til Musso kemur heim. :) góður ;)
fimmtudagur, maí 05, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli