sunnudagur, mars 27, 2005

Vor??

Jáh, svei mér þá! Ég held barasta að það sé að koma vor.
Jújú ég veit vel að það er lok mars! Er ekki alveg tóm þó glimur hátt í tómri tunnu. En ef þið mynduð vera vakandi akkúrat núna þá mynduð þið eflaust vera sammála mér. Fyrir ykkur sem eruð svo óheppin að vera sofandi þá get ég alveg komið með rök fyrir máli mínu og hann er einfaldlega sá: FUGLASÖNGUR. Jam! Ég heyri þennan fallega fuglasöng og það er komin mikill vor-fílingur í mig. Aftur á móti gæti þetta alveg eins verið bara sykurinn/svefnleysið sem talar en ég ætla samt sem áður að standa við þessa "kenningu" ef svo má kalla.

Svo má ekki gleyma að óska öllum gleðilegra páska! :-D Þið heppin sem vaknið á undan mér, verðið eflaust mörg, fáið páskaeggið á undan! Mitt/fjölskyldunar húkulaðiegg fær að bíða þangað til annað kvöld. Þau aftur á móti vita það ekki, en það er bara svo einfalt að ég ræð ;)
Hérna talandi um setninguna "Gleðilega Páska", var einhver að horfa á Skjá1 eftir miðnæti í kvöld/nótt, þegar myndin Pratical Magic byrjaði?? Það komu lítil egg og ungar sem óskuðu landsmönnum Gleðilegra páska. Það þótti mér nokkuð skondið og hló ég voða hátt og snjallt.......inn í mér ;) hehe

Góða nótt allir ;)
--{-@ *Kossar&Knús*@-}--

Engin ummæli: