mánudagur, ágúst 30, 2004

já.. það var loks

að einhver bloggar á þessu heimili og auðvitað er það ég sem blogga ;) (verð að skjóta á hana veru). Vera mín er að vinna svo mikið...þannig það er fyrirgefanlegt, eða svona næstum því ;)

Maður er byrjaður á fullu í skólanum og svo er allt á fullu í nemendafélaginu... og bara svo það sé á hreinu þá er busaballið 10.september og það verða Kalli Bjarni og hljómsveit sem spila fyrir dansi!! hörku stuð

Ég er mikið búin að vera að hugsa um lífið og tilveruna undanfarna daga og hvað það getur verið ömurlegt og ósanngjarnt!! Það hræðir mann hvernig þetta er, að allt í einu tekur allt enda...samt er ég ekki hrædd við dauðan, ég er hrædd við það að fara frá öllu fólkinu mínu og það að missa fólk í kringum mig, þannig jú kannski hræðist ég hann pínulítið. En Guð almáttugur fer ekki að láta okkur ganga í gegnum það sem er okkur of mikið og við getum ekki höndlað,ég trúi því allavega ekki ég vil ekki trúa því, þó svo að svona sé bara erfitt...
En svona atburðir reyna á sambönd fólks og vináttu, kannski svona hlutir séu hugsaðir þannig að styrkja fólk?? en ég veit það ekki, maður getur spáð í þessu alveg fram og til baka....

Ég kannski læt þetta duga... for now... Ég er að spjalla við hana Edith kjúttí og hun er að segja mér svo margt ;) en hey... ég er komin með nýtt spari email guggastebba@simnet.is EKKERT BULL takk fyrir


Engin ummæli: