miðvikudagur, ágúst 18, 2004

Home sweet...

... HOME :) Jæja, við stöllur erum komnar heim, eða við erum staðsettar í reykjarvík, Vera fer til Boló á morgun en ég fer heim eftir helgi. Ég er ekkert að drífa mig heim, ég hugsa þannig ef þið getið verið án mín í tvær vikur þá getið þið verið án mín í þrjár vikur ;)

Ég á ekki til orð yfir ferðina .... það var bara svo ÆÐISLEGA FRÁBÆRT OG DÝRLEGT!!!! ég get bara ekki komið því á netið ég hef engin orð :) ég er orðlaus, ótrúlegt en satt

Ellý og Siggi komu mér nú skemmtilega á óvart þegar ég sat í bílnum hjá þeim í Leifsstöð, haldiði að mér hafi ekki bara verið rétt miði á Ísland - Ítalía í stúku, bestu sæti sem hægt er að fá!! Ég var ein af þeim heppnu sem fengu að slá aðsóknarmetið á Laugardalsvellinum :D

Jæja, ég er búin að láta vita af mér eða okkur vinkonunum :) Ég hlakka til að sjá ykkur öll... kossar og knúsar :*


Engin ummæli: