þriðjudagur, ágúst 31, 2004

Jæja löööööng pása vonandi á enda :op

Jájá, alltaf verið að bauna á mig ;) hehe....
Een ég er nú ekki búin að vera það upptekin. Það er bara einfaldlega þannig að ef maður tekur sér pásu frá blogginu þá er svo hryllilega erfitt að byrja aftur. Kannist þið ekki við það?? Agalegt ástand á manni :)

Jæja, á morgun er fyrsti vinnudagurinn minn af mörgum (í heila 4.mánuði) á Sjúkrahúsinu á Ísafirði. Guð hvað ég er kvíðin :o/ Svo er svo rosalega skrítið að vera ekki í skóla. Hefði aldrei trúað því. Manni líður bara hálf illa. Een þið losnið ekki svo fljótt við mig, ég kem aftur eftir áramót ;) hehe....

Vá! ég verð að segja frá einu sem sjokkeraði mig svoldið mikið þegar við vorum úti á Benidorm. Þegar við fórum í verslunarferði til Alicante og vorum í síðasta mollinu. Ákvað mín að skoða sér gallabuxur í Zöru. Bjóst nú ekki við því að finna eitthvað sem myndi passa og plús það að nr voru hræðilega skrítin :op Jæja, mín ákveður að fara og máta. Allt gengur vel og svo bara "whhhaaat" buxurnar voru OF síðar á mig! Ég hef barasta aldrei á minni lífsleið lent í því að máta buxur sem eru OF síðar á mig! Ég var svo gáttuð þarna í mátunarklefanum, ég átti bara ekki til aukatekið orð. Ég var nú alveg viðbúin því að buxurnar yrði stuttar. Hélt að spænskar gellur væru frekar í styttri kanntinum. Ef ég á að segja alveg eins og er, þá er ég barasta ekki enn þá að ná þessu. Í hvert skipti sem ég fer í buxurnar verð í fyrir pínu sjokki :) hehe

Endilega skoðið þessa síðu hér... Þetta eru svona fyndnar myndir af Ólympíuleikunum :)
-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-
"Dauðinn er lækur, en lífið er strá, skjálfandi starir það straumfallið á."
höf. Matthías Jochumsson

Eins og margir aðrir. Hef ég verið að velta fyrir mér lífinu og tilverunni fram og til baka þessa síðustliðnu viku. Þegar svona sorglegur atburður gerist er það eiginlega óhjákvæmalegt. Maður einhvern veginn skilur ekki hvernig lífið getur verið svona ósanngjarnt. Að taka svona bjarta og fallega stjörnu frá okkur. En ég segi eins og Guðbjörg, ég vil trúa því að allt hafi ástæðu og að Guð hafi haft eitthvað annað og betra í huga fyrir hana Sif okkar. En hún mun aldrei fara frá okkur, því hún mun að eilífu lifa í hjarta okkar.
-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-

Hef þetta ekki lengra í bili.....reyni að skrifa fljótt aftur ;)
--{-@ *Hilsen* @-}--

mánudagur, ágúst 30, 2004

já.. það var loks

að einhver bloggar á þessu heimili og auðvitað er það ég sem blogga ;) (verð að skjóta á hana veru). Vera mín er að vinna svo mikið...þannig það er fyrirgefanlegt, eða svona næstum því ;)

Maður er byrjaður á fullu í skólanum og svo er allt á fullu í nemendafélaginu... og bara svo það sé á hreinu þá er busaballið 10.september og það verða Kalli Bjarni og hljómsveit sem spila fyrir dansi!! hörku stuð

Ég er mikið búin að vera að hugsa um lífið og tilveruna undanfarna daga og hvað það getur verið ömurlegt og ósanngjarnt!! Það hræðir mann hvernig þetta er, að allt í einu tekur allt enda...samt er ég ekki hrædd við dauðan, ég er hrædd við það að fara frá öllu fólkinu mínu og það að missa fólk í kringum mig, þannig jú kannski hræðist ég hann pínulítið. En Guð almáttugur fer ekki að láta okkur ganga í gegnum það sem er okkur of mikið og við getum ekki höndlað,ég trúi því allavega ekki ég vil ekki trúa því, þó svo að svona sé bara erfitt...
En svona atburðir reyna á sambönd fólks og vináttu, kannski svona hlutir séu hugsaðir þannig að styrkja fólk?? en ég veit það ekki, maður getur spáð í þessu alveg fram og til baka....

Ég kannski læt þetta duga... for now... Ég er að spjalla við hana Edith kjúttí og hun er að segja mér svo margt ;) en hey... ég er komin með nýtt spari email guggastebba@simnet.is EKKERT BULL takk fyrir


miðvikudagur, ágúst 18, 2004

Home sweet...

... HOME :) Jæja, við stöllur erum komnar heim, eða við erum staðsettar í reykjarvík, Vera fer til Boló á morgun en ég fer heim eftir helgi. Ég er ekkert að drífa mig heim, ég hugsa þannig ef þið getið verið án mín í tvær vikur þá getið þið verið án mín í þrjár vikur ;)

Ég á ekki til orð yfir ferðina .... það var bara svo ÆÐISLEGA FRÁBÆRT OG DÝRLEGT!!!! ég get bara ekki komið því á netið ég hef engin orð :) ég er orðlaus, ótrúlegt en satt

Ellý og Siggi komu mér nú skemmtilega á óvart þegar ég sat í bílnum hjá þeim í Leifsstöð, haldiði að mér hafi ekki bara verið rétt miði á Ísland - Ítalía í stúku, bestu sæti sem hægt er að fá!! Ég var ein af þeim heppnu sem fengu að slá aðsóknarmetið á Laugardalsvellinum :D

Jæja, ég er búin að láta vita af mér eða okkur vinkonunum :) Ég hlakka til að sjá ykkur öll... kossar og knúsar :*


föstudagur, ágúst 13, 2004

Á Spáni er gott ad djamma og djúsa...

...diskótekunum á. HEY :)

Halló allir saman. Vard ad skrifa smá kvedju hédan úr hitanum!!!!

Tad er alveg rosagaman, rosalegur hiti, allir eru rosalega brúnir, eda svo til,og ég veit ekki hvad og hvad ;)

Vid sjaumst von brádar...