Jám, verð að viðurkenna það að ég var ekkert sérstaklega vör við það að það væri sjómannadagshelgi. Ekkert smá skammarlegt :o/ Eina ástæðan fyrir því að ég var eitthvað vör við það er sú að varðskipið Ægir var hér í höfn og dagatalið gefur upp svona leyndarmál ;) Neeei okei ég er kannski að íkja pínu, en þetta er búið að vera ein asnarlegasta sjómannadagshelgi sem ég hef upplifað eða ekki upplifað því að ég er búin að vera sofandi mest allan tíman. Var s.s. á næturvakt um helgina. Það var svo sem ágætt, slæmi parturinn við það var að ég var svo þreytt og löt að ég sá mér ekki fært að vakna til að fara í kirkju sem BTW var kl 14:00 að þessu sinni. Ég er ekki beint strangtrúaðasta manneskja í heimi en mér finnst voða spes að fara í kirkju á sjómannadaginn. En nei! letin og þreytan er sterkari :o/ Að maður skuli ekki skammast sín. En ég vona að allir hafa bara skemmt sér konunglega um helgina :-D (minn tími kemur ;) hehe...)
Við stöllurnar erum ekki búnar að vera neitt sérstaklega duglega að blogg. Enda hefur hún Guðbjörg alveg góða og gilda afsökun. Vinnandi 24/7 ... Reyndar frekar slök afsökun ;) hehe
Jæja þá styttist óðfluga í EM 2004. Fyrsti leikurinn á laugardaginn, Portúgal vs Grikkland og svo Spánn vs Rússland. Mikið fjör, mikið gaman :-D
Setti meira að segja skoðunnarkönnun í tilefni á því :)Bara eitt slæmt við það, það stækkuðu allir stafirnir á síðunni. Ef einhver kann að laga svoleiðis endilega látið mig vita. Er of þreytt til að reyna að átta mig á þessu ;)
Hef þetta ekki lengra í bili.
Góða nótt allir ;)
--{-@ *Hilsen* @-}--
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli