Hæ og hó ... Ég er enn á lífi eftir það að hafa kvatt heimili mitt til 18ára með tárum, komið mér fyrir á nýjum stað þar sem mikið er um umferð og erfitt að sofa (þetta venst), þó ég sé sár kvalin í öklanum þá lifi ég, ég lifi þó ég vinni eins og vitleysingur en get samt skemmt mér :) þó svo að hestur hafi reynt að handlegs brjóta mig, þá lifi ég, ég lifi þó svo að ég geti ekki gert það sem mig dauð langar til þess að gera ; spila fótbolta, ég lifi þó svo að ég hafi næstum drepist úr hlátri oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, ég lifi þó svo að ég hitti ekki fjölskyldu mína vini og kærasta í nokkra daga nema í 2-3klst. á dag!! ... niðurstaða þessarar upptalningar er sú að mér er ekki ætlað að drepast... allavega ekki strax.
ég er samt búin að komast að því núna síðustu daga, vikur og mánuð að það sé ekkert sem bugar mig... ég stend sem klettur :) Guð og aðrir látið það koma, reynið að buga Guðbjörgu master
En já... ég er komin á stjá hér á veraldar vefnum... reyni hvað ég get að láta til mín heyra...
rúmlega 4 dagar í FLÆÐAREYRI
sunnudagur, júní 27, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli