Já ég get ekki sagt annað en ég var nokkuð stolt af honum Herra Ólafi Ragnari Grímssyni núna áðan. Bróðir minn var alveg vissum að hann myndi skrifa undir. Ég var tvístígandi en minn maður stóð sig ;) hehe
Jæja það er frí á morgun :-D Ég og Guðbjörg erum að spá í að skella okkur í kaupstaðarferð. Við erum nebblega að verða dálítið háðar hvort annari þessa daganna. Við erum barasta alltaf að vinna saman ;) tja okei ekki alltaf, en núna komið 2x í röð :) Verð bara að segja að það er gaman að vinna með henni. Hún er ágætt lítið grey ;) hehe
Annars er bara næturvakt hjá mér þessa helgi. Aðal helgina, Sjómannadagshelgina ;) Hvernig finnst ykkur lesendur góðir um það að dagskráin hefur verið færð yfir á laugardag??? Mér persónulega finnst skemmtilegra að hafa þetta á sunnudeiginum. Meiri stemming, een ég er bara ég :op
Útskriftin var mjög fín og þetta var barast mjög skemmtilegur dagur. Við systkynin gátum næstum því opnað blómabúð ;) hehe
Maturinn var mjög Hugljúfur eins og pabbi minn orðaði svo skemmtilega :op En verð nú að viðurkenna það að mér leist alls ekkert á þessa hljómsveit sem var að spila, enda stakk ég bara af heim og skilaði gömlu hjónunum. Síðan röltuðu sumir en ég keyrði með Hödda og Karen yfir í Sjallann og skelltum okkur á ball með Ber. Það var æðislega gaman, verð að viðurkenna það að ég bjóst alls ekki við því. En alltaf koma hlutirni manni skemmtilega á óvart :)
Síðan á sunnudaginn var mér boðið á rúntinn með Gunnar og Guðbjörg. Svo elskuleg að leyfa mér að vera með :* Við byrjuðum á því að rúnta á ísó en skelltum okkur svo til suðureyrar þar sem aðal fjörið var ;) Skítamórall var að spila. Það var nú slatti af fólki þarna og mjög margir fyrir utan svo ég get rétt ímyndað mér hvernig það var inni :)
Hef heyrt að það var mjög gaman á því balli.
Jæja nenni ekki að hafa þetta lengra. Langar að fara út að hreyfa mig og hana Heklu.
--[-@ *Hilsen* @-]--
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli