föstudagur, maí 30, 2008

Næturvakt...

....felur í sér mikið sjónvarpsgláp og bloggsíðu flakk. Og í mínu tilfelli þar sem ég er á 2 - 3 næturvöktum í röð fer þetta út í rugl. Sem einkennist af því að ég er fer að skoða síður hjá fólki sem ég þekki ekki neitt. Jáh ýmislegt sem maður gerir til að drepa tíman.

En ykkur til mikillar gleði sem eruð sofandi á þessum tíma þá er sólin löööngu komin upp. Hún fyllir mann með mikilli von þegar hún teygir anga sína inn um gluggann. Von um að þetta verði góður dagur. Sólríkur dagur eins og síðast liðnu dagar eru búnir að vera. Just love it!

Eurovision kom sá og....tja... veit ekki...Eeen það var teiti hjá Gunnu og Rúnari. Þar vantaði ekki fjörið, áfengisneysluna, rabbabaratínslun, áfengisneysluna, körfuboltann, áfengisneysluna, rólurnar, var ég búin að minnast á áfengisneysluna? :)
Tekið voru nokkrar myndir, misjafnlega góðar og ótrúlegt EN satt tók ég fæstar. Hendi þeim inn á myndasíðuna fljótlega. Gleymi því bara alltaf. En þær eru komnar inn á Facebook fyrir þá sem nota svoleiðis. Jáh Gunna þú verður bara að vera svoldið meira "inn" ;)

Sjómannadagshelgin er á næsta leiti. Þessi helgi mun einkennast af rölti niður á bryggju, messu á sunnudaginn (klikka sko ekki á sjómanndagsmessunni) og svo má ekki gleyma vinnu, því jú þetta er vinnu helgin mín.

Síðan mun maður vinna fjóra vaktir í næstu viku. Svo er förinni haldið í borg óttans á laugardaginn þar næsta. Ég vil kalla þessa reisu mína sumarfrí#1, því dvöl mín mun standa yfir í næstum því viku. Hlakka mikið til, tónleikarnir með James Blunt og svo að hitta alla vitleysingana sem ég sakna svo ósköp mikið! ;)

Það styttist...

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

5:47? þá vórum við fákurinn þinn farin á fætur - hefðum kannski átt að stoppa aðeins við hjá þér.

Vilt þú kannski fara að fá hann aftur :D

en mikið væri ég til í svona menningarreisu, og jafnvel fagra hljóma líka - þetta verður lúxus fyrir þig og "vitleysingana" þína


Mæsa

p.s.
var það áberandi að ég ætla að sniðganga spjall um þetta eurovision partý?

Nafnlaus sagði...

Mæsa ... Eurovision partýið var ÆÐI maður!!! Komum endilega með létt spjall um það.
Vá hvað mig langar í rabbabara, það hefði samt toppað þetta allt hefði ég fengið sykur hjá Gunnu.

Nafnlaus sagði...

Já, ég skal sko ekkert taka frá gleðskapnum, partíið var vissulega æði - það sem ég man allavega.

Það er restin sem ég þarf að sniðganga. Úff....

MB

Nafnlaus sagði...

Hér er alltaf nó af rabbabara! :D
Já þetta helv... facebook, ég er ekki nógu cool! ;)

Kv. Gunna Dóra eurovisionrabbabaragrillmyndapartýhans! :D