mánudagur, nóvember 26, 2007

Útvarp

Mér finnst æðislegt að það sé verið að fara að af stað með útvarpsstöð hérna í Víkinni. Það á að endurvekja útvarpsstöð okkar bolvíkinga Lífæðin FM. Lífæðin FM var síðast í gangi fyrir einhverjum 14 árum síðan! Ég man nú lítið eftir því en ég man að Ellý systir, Einar Örn, Benni frændi, Magnús Már og Sigurborg fóru til Tóta í viðtal vegna þess að þau voru með einhverja hljómsveit (mig minnir allavega að það hafi verið þannig), ég var alveg voðalega montin að hlusta á systur mína í útvarpinu ;)

Ég gat ekki annað en hlegið (upphátt meira að segja) þegar ég sá í dreifibréfinu sem kom í hús í dag að fólki væri frjálst að koma með einhverja dagskráliði í útvarpið. Hvernig væri að ég myndi endurvekja útvarp Rækju og útvarp Kobbi Valgeir? Þá yrði gamall draumur að veruleika! ;)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hó, hó, hó,

Sko, það er ekki spurning. Hafðu samband um hæl og pantaðu dagskrártíma. Mér yrði sannur heiður af því að útvarpa því til heimsbyggðarinnar sem þú hefur fram að færa. Heyri frá þér :-)
Útvarpsstjóri Lífæðarinnar FM