Tíminn líður óþæginlega hratt! Ég er alltaf að komast betur og betur að því og hef þar af leiðandi örugglega nefnt það nokkrum sinnum hérna á blogginu en halló!!
Íþróttahátíð Grunnskóla Bolungarvíkur er á morgun og ég sé um eina keppnisgreinina auk þess að fá að henta stelpum inná og útaf í körfuboltaliði skólans auk Pálínu, það er gaman. Allavega ... í spenningnum og stressinu í dag fór ég að hugsa að það eru 6 ár síðan ég keppti síðast á íþróttahátíð. Váá ... erum við að ræða það eitthvað? Já Saaaææælll....!!
Það eru sex ár síðan ég skaut Önnu Sigurðar. svo nett niður (tvisvar sinnum btw) í fótboltanum og svo mætti lengi telja upp einhver skemmtileg atvik. En bara svo það sé á hreinu þá var það ekkert svo skemmtilegt að skjóta greyið Önnu niður ... sérstaklega ekki þegar Karitas stóð við hliðina á mér ansi reið ... en samt svo að springa úr hlátri segjandi: "Guðbjörg...þú skalt biðja hana afsökunar!!" og ég eins saklaus ég er og var: "Hvaaaðð!? Hún var fyrir og stóð upp á vitlausum tíma!"
Hvaða hátíð var það þar sem ég hélt markinu hreinu fyrir okkur Víkarana? Eins og ég segi tíminn líður svo hratt að ég er hætt að muna! Það er ekki gott.
Ég vona að stemmarinn verði góður á hátíðinni! Ég man hvernig þetta var þegar ég var ung þegar stóru krakkarnir klifruðu í netinu uppá pöllunum af spenningi og lætin!! sjæse. sjáið þarna kemur annað "merki" þess efnis að ég er farin að eldast og tíminn líður hratt, "þegar ég var ung"!
Þar sem ég er farin að tala um það að tíminn líði hratt þá ætla ég að fara að læra. Það styttist í að lokaprófin hefjist! Mánuður dömur mínar og herrar!
fimmtudagur, nóvember 01, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Shit hvað þú ert gömul!! ;)
íþróttahátðin... blóð sviti og tár ó já:)
Já þetta var góður tími. Það eru líka ennþá sömu steríótýpurnar og voru þegar við vorum í skólanum. "Ljóshærða gellan frá Hólmavík sem var aldrei í eins búning og allar hinar", "skrítinn rauðhærður strákur á Þingeyri" (Dagur í okkar tilviki) "Pinkulítill strákur frá Suðureyri sem passar ekki í búninginn". Svona gæti ég haldið áfram í allan dag, þetta þarf að athuga betur.
HaHahaha ég hló sko upphátt þegar ég las þetta um okkur síðan á íþróttahátíðinni:) hehehe kom líka strax upp í hugann á mér minning um hátíðina við að lesa þetta. Þegar að stelpan var svo nett að vera á réttum stað í teignum og skora sigurmarkið í fótboltanum þegar við vorum í 8.bekk:)
-Þurfum að halda svona "minningakvöld" þegar ég kem heim í jólafrí fyrst við erum orðnar svona hrikalega gamlar:)
Knúsaðu svo Margréti frá mér:)
-Karitas gamla
Skrifa ummæli