ég sit við tölvuna að læra ... glugga í glósur, fletti bókum og blöðum ég er að læra! Það er ekki að spyrja af því að ég lít aðeins í kringum mig og sé þá allt dótið á stofugólfinu eftir Margréti mína og ákveð þá að ganga frá því og setja það inn til hennar. Ég er hætt að heyra suð, þá er þvottavélin búin að þvo, best að hengja uppúr vélinni, til þess að geta hengt uppúr vélinni verð ég að taka niður af snúrunni og brjóta þann þvott saman og koma honum fyrir inn í skápum, núna get ég loksins hengt upp. Þar sem ég geng í gegnum eldhúsið sé ég að óhrein glös og diskar eru farin að safnast saman í partý við vaskinn, best að henda þessu í uppþvottavélina. Hey?! Var Margrét ekki að rífa til inni í gestaherbergi? jú ... best að laga það svöggvast. Jæja núna er best að fara að setjast niður og læra, nei, kannski ég bloggi í staðinn. Ég er orðin þreytt, á ég að gefa mér það eftir að fara að sofa? Ætli ég geti beðið með lærdóminn þangað til á morgun? Hvernig verður þetta þá? Svei mér þá.
Ég hélt að þessi ósiður um að láta eitthvað viljandi trufla sig í prófatíð myndi þroskast af manni ... svo er ekki, nema ég sé enn svo óþroskuð að ég geti ekki hamið mig.
Fólk sem les áfram verða að vera búin að fylgjast aðeins með fréttum (þetta eru stikkorð)...
Ráðherra... á að breyta þessu nafni eitthvað? Gera það meira "kvennlegt"? Plís kommon! Ég skil ekki þetta dæmi með að breyta þessu nafni eða heiti. Sorry. Hvað er þetta með kvennfólk og að fara í þáttinn hans Egils Helgasonar? Hvað er eiginlega að okkur kvennfólkinu?! (sumu, afsakið, sumu ... ekki vera reiðar). Ef það á einhversstaðar að rífa kjaft og fá að komast í sjónvarpsþætti, eða ekki og breyta einhverjum heitum þá er það á launum og launamun kynjanna. Spurt er!
Hörður frændi var í Kompás fyrr í kvöld að tala um ólöglega vopnaeign íslendinga ... ég er orðin skíthrædd! Hvert er heimurinn að fara ... hvert er Ísland að fara?
Ísland best í heimi. Hér er víst best að búa samkvæmt einhverju liði sem býr ekki einu sinni hérna og hefur aldrei gert! Ætli þetta sé rétt niðurstaða?
Það á að lengja kennaranámið og ef allt gengur upp þá á þessi nýja reglugerð með lengingunni og öllum þeim krúsídúllum sem fylgir því að taka gildi árið 2009. Guði sé lof að ég sé byrjuð í náminu ... Það var nefnilega stytt námið sem ég er í, 3 ár í stað 4. Sweet. Hærri laun segi ég og ekki orð um það meir.
Aji ég er búin að eyða alveg nógu miklum tíma í ekki neitt og get þess vegna farið bara að sofa, klukkan er orðin svo margt! Lærdómurinn bíður til morguns.
þriðjudagur, nóvember 27, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Þú ert að fara að græða svo mikið á þessari lengingu kennaranámsins. Mikið vildi ég vera að klára 3 ára kennaranám í dag, þá yrði maður ríkur eftir að næstu kjarasamningar tækju gildi... Mundu nú að vera góð við vini þína og bjóða okkur eitthvað fyrir allan gróðann
Elsku karlinn minn ... Ég hugsa ekkert um peningana ;)
Skrifa ummæli