Þar sem klukkan er orðin 05 tel ég það góða ákvörðun að koma með eina færslu eða svo.
Jiiiminn hvað ég pæli mikið á nóttunni. Kannski ástæða fyrir því að maður á að vera sofandi á þessum tíma. Pælingar fljúga um kollinn á mér eins og þær fái borgað fyrir það....
Afhverju skildi maður halda svona í fortíðina? Pæla mikið í henni?
Mikið búin að hugsa um þetta, sérstaklega af því að ég geri þetta sjálf. Velti mér of mikið upp úr henni. Á maður ekki að gera það, á maður bara að hugsa "liðið er liðið" og láta þar við sitja. Lærir maður ekki alltaf af fortíðinni, af mistökunum. Og hef ég nú gert slatti af þeim. Svo margt sem ég hefði viljað gera öðruvísi. En merkir það ekki bara einfaldlega að ef svo ólíklega vildi til að ég lenti í sömu/svipaðri stöðu að ég myndi vita nákvæmlega hvernig ég myndi bregðast við. Spurning.
"Let go let flow" er nokkuð sem ég á erfitt með að gera. Afhverju, veit ég ekki. Eina sem ég get sagt er að ég er bara svona. Það er ekki endilega gott. Mér finnst það allaveg ekki. Vildi óska að ég þyrfti ekki að ofhugsa hvert skref sem ég tek. Vildi óska að ég gæti einfaldlega verið kærulaus upp að heilbrigðu marki...
Vildi óska að ég hefði svör við öllum mínum spurningum. Allri þeirri vitleysu sem gengur um í kollinum á mér. Vonandi á endanum mun ég hafa fengið svör við flestum af þeim. Maður getur ekki annað en vonað.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Það er ekkert skemmtilegt ef maður hefur svör við öllu.
Sammála Guðbjörgu. Svo er ekkert gott að vera velta sér upp úr einhverju sem er liðið og maður getur ekki breytt :) Ef maður hefur svör við öllu á maður þá bara að ligga og láta sér leiðast :)
Hvernig helduru að það yrði ef þú hefðir svör við öllu og hefðir ekkert til að pæla í?? Geturu ímyndað þér hversu lengi næturvaktirnar yrðu að líða?? :)
-Karitas
Skrifa ummæli