miðvikudagur, nóvember 21, 2007

Alltaf er það eitthvað ...

Þessa mynd sem er hérna fyrir neðan hef ég sett nokkrum sinnum hingað inn. Hún er af mér (þessi krúttlega og minni) og Helgu Björg systur minni (þessi krúttlega og stærri)

Helga Björg systir, til hamingju með daginn.
Kiss, knús og kram til þín :*



Árshátíð Bolungarvíkurkaupstaðar var á laugardaginn síðasta. Gugga setti í mig rúllur, ekkert smá smart. Berta og Hjörtur komu til okkar á Ljósalandið og við fengum okkur smá söngvatn til upphitunar fyrir kvöldið. Síðan var haldið í Víkurbæ þar sem ég skemmti mér og öðrum í góðan tíma.

Stelpan komin með rúllurnar!
Orðin sæt og fín ... eitthvað að hylja búbburnar sem voru eitthvað sýnilegar í kjólnum!
Fínu vinkonurnar!

Hjörtur og Berta sætu :*

Mússí gússí ... Ég og Gunnsinn minn.

* * * * * *
Ég er ótrúlega ánægð með hlutskipti mitt í lífinu!
Dóttir mín er farin að syngja lög af fullum krafti sem hún er að læra í leikskólanum og það er mikil skemmtun að fá að hlusta á það. Svo gerðist það krúttlegasta í heimi í gær þegar hún sagðist elska mömmu sína :"mamma mitt, elska"

2 ummæli:

Helga Björg sagði...

Takk fyrir afmæliskveðjuna elsku systir :)

Þú ert ekkert smá glæsileg á þessum myndum! Like always :)
Fallegust!!!

Knús í kotið frá stóru systir! :)

Nafnlaus sagði...

Mikið hrikalega er Margrét lík þér á þessari mynd frá því þú varst lítil....:)
Og engar smá gellur sem þið Berta hafið verið á árshátíðinni:)
-Karitas