Ég er enn að velta þessu fyrir mér!! Af hverju er verið að eyða svona miklum peningum í endurbætur á Félagsheimilinu okkar hérna í Víkinni? Okei, allt gott og blessað með að laga það og betrumbæta þess er þörf ef það á að nota það eitthvað í framtíðinni... en halló stækka það!? aji krakkar!
Ég held það sé mikið meira vit í því að byggja upp þá byggingu sem er mest lifandi og mest notuð hérna í bænum, íþróttahúsið. Ég veit að það verður aldrei hætt að nota það, sama hversu fá eða mörg við verðum, íbúar Bolungarvíkur.
Kannski er ég ekki að sjá allar hliðar á þessu máli og horfi ekki til framtíðar ... eða jú! Ég horfi til framtíðar ég sé bara ekki allar hliðar á þessu máli.
Mér fannst greinin sem Jón Bjarni löggiman skrifaði á vikari.is um daginn. Alveg er ég sammála karli, hann sagði allt sem segja þarf og kom fram með þá punkta sem ég hef komið fram með áður og ekki.
En bara til þess að það komi fram og fari ekki á milli mála þá er ég alveg fylgjandi því að láta laga félagsheimilið, ég hef oft sagt það að það sé löngu tímabært. En ég er ekki alveg að kaupa þá hugmynd að það þurfi að stækka Víkurbæ.
Mín hugmynd ... mín pæling.
Takk, takk.
miðvikudagur, nóvember 14, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Guð hvað ég er svo hjartanlega sammála þessu.
Algjör óþarfi að stækka félagsheimildið, allt í lagi að laga það, en aumingja íþróttahúsið situr alltaf á hakanum!
Ég tala nú ekki um líkamsræktaraðstöðuna.
Heyr heyr Jón Bjarni og Guðbjörg.
Skrifa ummæli