mánudagur, október 01, 2007

29.09.07

Merkisdagur sá! Afhverju? Jú einfaldlega vegna þess að þá varð ég FÖÐURSYSTIR!! Trúi þessu varla enn. Stóri bróðir minn er orðinn pabbi! :-D Mamma mín og Pabbi orðin amma & afi. Langþráður draumur mömmu loksins orðinn að veruleika! ;)

Tvíburi A var 7 og 1/2 mörk. En hún þarf að vera í súrefni þessi elska. Þarf pínu aðstoð. En það er víst alveg eðlilegt... Mér finnst hún vera með bollulegra andlit en litla systir sín. Algjör dúlla :-D






Tvíburi B - hún var aðeins 5 og 1/2 mörk en mér skilst að hún sé virkilega fjörug. Alltaf að snúa sér í kassanum. Margur er knár þótt hann sé smár stendur einhversstaðar ;)











Aji duddan hylur alveg allt andlitið. Svo mikið krútt :)

Jerimías hvað þær eru litlar. Þær eru ekki neitt neitt. Enda komu þær fyrir tímann þessar elskur. Voru bara 32.vikur í mallnum á mömmu sinni. Þannig núna er eina tilhlökkunarefnið komið fyrir því að koma heima. Jáh mig langar ekkert að fara héðan. Núna á ég bara eftir 2.vikur, sjæse það verður alltof fljótt að líða :o/ En þegar ég kem heim fæ ég að sjá dúllurnur og ég get varla beðið :-D

Annars er lífið yndislegt hérna. Svo mikið sem ég þarf að gera á þessum tveim vikum. Ég mun pott þétt ekki blogga aftur fyrr en ég kem heim. Minni bara fólk að kíkja á myndasíðuna. Komnar nokkrar myndir inn þar. Linkurinn er í færslu hérna fyrir neðan :)

Já áður en ég hætti. Þá urðu Gyðjunar 4.ára 30.sept og það var ekki gerð afmælisfærsla. Skandall! ;)

Kær kveðja úr sólinni í Nice :)

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæl elska. Enn og aftur til hamingju með fínu og flottu frænkurnar :)

Ég bið að heilsa Hödda og Ewu næst þegar þú heyrir í þeim ;)

Nafnlaus sagði...

Sæl elska. Enn og aftur til hamingju með fínu og flottu frænkurnar :)

Ég bið að heilsa Hödda og Ewu næst þegar þú heyrir í þeim ;)

Nafnlaus sagði...

elsku Vera til hamingju með þessa litlu engla, þær eru baaaara himneskar og ég hef bara séð myndir:) get ímyndað mér hamingjuna í Traðarlandinu núna. Bestu kveðjur til fjölskyldunnar þinnar og náttúrulega litlu baráttukvennanna í kössunum og foreldra þeirra frá fjölskyldunni á Laugarvatni:)

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju Vera mín!

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju Vera mín!