miðvikudagur, október 26, 2005

Lítið gydjubarn ;)

Þegar ég er farin að lesa það í slúðurdálkum á einhverjum bloggsíðum að ég sé ófrísk, þá sé ég enga ástæðu til þess að halda lengur aftur af mér að tjá mig aðeins um þetta gleðiefni. Þessi slúðursaga sem er búin að fara hamförum í Vestfirskum ef ekki Íslenskum slúður/kjaftaklúbbum er alveg sönn :D

Þeir sem glöggir eru ættu að sjá á þessari mynd alveg 100% fóstur ;) Höfuð, andlit (hliðarsvip), handlegg og maga :D

Ég er gengin (held að þetta sé rétta tungumál já mér ;)) sirka 21viku ... nýjasti áætlaði fæðingardagur er 3.mars. Við, tilvonandi foreldrar, sum sé ég og faðir barnsins, erum í sjöundahimni svífandi um á bleiku skýi :D

Það er fyndið hvernig fólk tekur þessum fréttum ... viðbrögðin hjá fólkinu eru jafn misjöfn og fólkið sjálft!! :) Sumir haga sér eins og þetta sé hættulegasti sjukdómurinn sem maður kemst í tæri við, aðrir vita ekki hvort þeir eigi að hlæja eða gráta og sumir sem koma ekki upp öðrum orðum en "þegiðu" og "ertu ekki að grínast?!" :)

Helgi ... þetta er sum sé kakan sem ég er með í ofninum )

þriðjudagur, október 25, 2005

Nú jæja ...



Jæja ... ég er gella ;)

-Guðbjörg-

mánudagur, október 24, 2005

sunnudagur, október 23, 2005

Ballið í gær var alveg tærasta snilld, þó svo ég sé eilítið svekkt yfir því að Jónsi (The Jónsi í Í svörtum fötum) hafi ekki farið úr að ofan ... mikil vonbrigði ;) en engu að síður þá voru þeir allir meðlimir hljómsveitarinnar very nice en allir með hringa eins og einn kvennmaður lét hafa eftir sér ;)
Mig langar að útnefna tvær hetjur gærkvöldsins eftir hetjulega "baráttu" við bjórdrykkju í gegnum trekkt.. Þau Bjarni Pétur og Gunna Dóra stóðu sig eins og hetjur, þó svo ég verði að segja að annað þeirra stóð sig aðeins betur í trekktinni ;)

HETJURNAR

Eins og ég segi þá var ballið tærasta snilld!! Það var mikið dansað ... mjög mikið, nánast non stop frá rúmlega eitt til einhverjum mínútum yfir þrjú. Ég er ekki frá því að ég hafi náð að hrista aðeins uppí kökunni sem ég er með í ofninum ;) hehe ...

Ég gæti haft þennan pistil mikið lengri og skotið einu og öðru hérna inn... en ég sleppi því, do not nenn it ;)

laugardagur, október 22, 2005

fimmtudagur, október 20, 2005

Sá sem fann upp þráðlausa internetið er.......

.....skvo smillingur/ar :)
Núna sit ég hérna á RVK-flugvell og er að blogga :) Er að spjalla við Gydjuna#1 á MSN og bara voða næs :)
Vá, hef aldrei prófað svona "hot spot", ekkert smá sniðugt :):)

Ef til vill er fólk að spurja sjálft sig hvað ég sé að gera á RVK-flugvelli....afhverju ég sé ekki löööngu farin niðr í bæ eða eitthvað. Júh! góðir hálsar (og aðrir líkamspartar ;) hehe) ég er að fara til Egilsstaðar að hitta ástina mína:* Hef aldrei farið til Egilsstaðar, hvað þá bara austurlandið sjálft svo það er einn kostur að hafa hann þarna ;)

Ætla ekkert að hafa þetta lengra, vildi bara lýsa aðdáun minn á "hot spot" ;)

Hinn mikli ferðalangur
- Vera -

miðvikudagur, október 19, 2005

Hey! Ekkert bögg Frk.G.Stefanía;)

Var skvo búin að gera þetta í dag átti bara eftir að setja þetta inn, svo stopp bögging me ;) hehe
En hér eru mín svör:

7 hlutir sem ég vil gera áður en ég dey:
1. Verða hamingjusöm.
2. Gera aðra hamingjusama.
3. Ferðast um allan heiminn :)
4. Fara í fallhlífarstökk.
5. Klappa ljóni.
6. Sitja á bak fíls.
7. Lifa lífinu til fulls.

7 hlutir sem ég get:
1. Pælt í/um ótrúlegustu hluti.
2. Hreyft á mér eyrun
3. Brosað :)
4. Verið skemmtileg (vona ég allaveg .... ;) ....)
5. og þar af leiðandi leiðinleg :op hehe
6. Get hlustað en samt ekkert verið að hlusta....wierd I know :) hehe
7. Lært og horft á sjónvarpið í einu..........sem móðir minni þykir heldur furðulegt/ótrúlegt ;) hehe

7 hlutir sem ég get ekki:
1. Reiknað í huganum
2. Get ekki verið í fílu lengi
3. Þvegið þvott....klúðra því alltaf einhvern veginn :op
4. Sungið
5. Spilað almennilega á píanó
6. flautað án þess það komi svona loft hljóð með. Sem í flestum tilfellum yfirgnæfir þetta svokallaða flaut mitt
7. Undir vissum kringumstæðum get ég ekki sagt “Nei” án þess að fá samviskubit.

7 hlutir sem heilla mig við hitt kynið:
1. Brosið
2. Persónuleikinn
3. Augun
4. Húmor
5. Einlægni
6. Down to earth
7. Síðan bara allt, meina What’s not to like;) hehe

7 frægir sem heilla:
1. Jonny Deep
2. Vin Disel
3. Chad Michael Murray
4. Celine Dion
5. Benjamin McKenzie (Ryan í O.C ;) ...)
6. Adam Brody (Seth í O.C )
7. Kate Winslet

7 orð sem ég segi oftast:
1.ha?
2.OMG
3.OH My god
4.Neih! à svon hneykslunarlegum tón ;)
5. Í alvöru!
6. Túddelle
7. Glín = grín

Áskorun ...

.. Valdís var að setja áskorun á okkur gydjunar ... ég beila ekki ég veit ekki með þessa sem er in love a.k.a. Veru ;) allavega, here we go :

Hlutir sem ég vil gera áður en ég dey:
Ferðast um heiminn
Verið stolt
Látið aðra vera stolt af mér
Láta eitthvað gott af mér leiða

7 hlutir sem ég get:
Andað
Sofið
Vakað
Talað
Hlustað
Gengið
Hugsað

7 hlutir sem ég get ekki:
Hlaupið 100metrana á 10sek.
Staðið á höndum
borað í nefið með tungunni
verið aðgerðarlaus mjög lengi
Setið kyrr á balli
sungið
Safnað nöglum

7 hlutir sem heilla mig við hitt kynið:
augun
hláturinn
sjarminn
öryggi
brosið
tillitssemi
traust

7 frægir sem heilla:
aji kommon ... ég er heimsk á fólk og nöfn !!

7 orð sem ég segi oftast:
Ert´ek að grínast ?
Svoleiðis
ok
ertu eitthvað að kidda í mér ?
kreisí
omg
ha ?

Þetta var leiðinlegur leikur ... en ég gerði þetta samt ;) ég er svo mikið æði :D
Tvö blogg á einum degi, ég hlýt að vera orðin eitthvað kreisí

Sund...

ég fer alloft í sund, ekki endilega einungis til þess að synda, pottarnir eru með endemum góðir hérna í Víkinni. En jú það kemur fyrir að ég taki nokkra gullfiska spretti og syndi á milli bakkanna.
Allavega ... ég fór í sund í gærkvöldi (rúmum klukkutíma fyrir lokun), sem er ekki frásögufærandi nema hvað ég komst að því hvað það væri ógeðslegt að ganga um búningsklefann þar sem hár úr öðrum kvennmönnum liggja hér og þar um gólfið. Það er bara svo ógeðfeld tilhugsun, hár af þessari kvennsu, af þessum líkamsparta ...
En svo fór ég að pæla ... heimska Guðbjörg, þú ferð ofaní sundlaug og potta þar sem fullt af fólki (óhreinufólki) hafa farið ofaní áður en þú stingur litlu tá ofaní vatnið. Þannig vatnið er með endemum ógeðslegt t.d. dauðar húðfrumur og ekki sé nú talandi um alla litlu krakkana sem hafa pissað í laugina ... reyndar ... þá er hreinsikerfi í lauginni sem og pottunum (ætti að vita það, þar sem ég er píparadóttir).
Ég skil ekki þetta væl í mér, ég held bara áfram að fara í sund, en sturtuklefana fer ég að endurskoða .. hárin fara í mig !!!

laugardagur, október 15, 2005

Hér sé stuð ... !!















Skítamórall 12.nóvember Í svörtum fötum 22.október
Félagsheimilinu Bolungarvík Félagsheimilinu Bolungarvík

Nú spyr ég ... hver ætlar að láta þessa svaðalegu skemmtun fara framhjá sér ?! Skímó hefur ekki komið hingað til Boló síðan Jón Bakan var og hét!! öss ... ætli mar þurfi að fara að bjalla í Hrannar og Krumma sem voru að vinna á Jón Bakan svo þeir geti farið að rifja upp gamla takta ;) hehe ...

Í Svörtum Fötum !! shit ... þetta verður svakalegt!! Ég iða öll af spenningi ... aumingja þið sem komist ekki ;)

föstudagur, október 14, 2005

Íþróttafréttir ...

... eru mjög misjafnar, eftir útvarpsstöðvum, er alveg búin að sjá það (kannski betra að segja heyra það ?!) allavega .... Allir hafa nú heyrt í iþróttafréttunum á Bylgjunni "sælir hlustendur góðir" á þeirri mjög svo þreyttu útvarpsstöð fjalla íþróttafréttirnar um fót- körfu- og handbolta, lítið meira en það og þó það læðast stundum inn golffréttir, svona inná milli. allt í góðu ...
Ég hef einnig hlustað á íþróttafréttirnar á Rás 2 kl. 11:30 alla virka daga, þar eru sko íþróttafréttir. Allt frá umfjöllun um Boccia, brun og svig á skíðum, golf, hesta, skák, borðtennis og ég veit ekki hvað og hvað !! Ótrúlegt magn af fréttum, svo svona síðustu fréttirnar eru nokkrar boltafréttir, hverjir unnu hverja og hvaða leikir eru næst á dagskrá, útrúlígt eins og maðurinn sagði ...

Ég fór að velta því fyrir mér í gær, þá fór ég til læknis, átti að taka hámark 20 mínútur (hélt ég). Mér var haldið hjá hjúkkunni í um klukkutíma ... takk fyrir pent. Ég var nú orðin frekar stressuð þar sem ég var þarna á vinnutíma. Þegar ég losanaði loksins dreif ég mig heim í slorgallan og í vinnu ... þegar þanngað var komið komst ég að því að enginn hafði tekið eftir því að ég væri ekki mætt !! nema jú Sigurbjörg og Sigga sem héldu örugglega að ég væri bara ded. Næst þegar ég fer til læknis, þá ætla ég ekkert að mæta aftur ;)

Hjá hjúkkunni fór ég m.a. í blóðprufu, (ojj .... ekki mitt uppáhald). Þetta var fyrsta bloðprufan sem ég horfði á það sem átti sér stað finna æðina (sem btw gekk mjög illa), sótthreinsa, stungan og svo fylla box af blóði. Þegar ég sá svo blóðið gustast í þessi box ... þá fékk ég uppí hugan einhvað auglýsingarstef,sem ég er ekki enn búin að komast að hvaðan ég hef heyrt það! og þessi sjón minnti mig svo sannarlega á eitthvað. T.d. auglýsingu um heilsuna eða eitthvað "hversu annt er þér um ÞÍNA heilsu?!"

Aji .. nóg komið af shiti .. heyrumst

miðvikudagur, október 12, 2005

tataratataaa......mið-vika =)

Víí.... það er komin mið-vika eða með öðrum orðum miðvikudagur ;) sem þýðir það að það eru tveir dagar í helgafrí :) Ég hélt að þetta yrði bara hin rólegasta helgi, fengi loksins að sofa út, en allt kom fyrir ekki. Fyrir það fyrsta er ég að fara í tvö hlutapróf í næstu viku og mun ég því nota helgina í það að læra, hvort sem það á eftir að gana eður ei er það allavega planið ;) hehe...
Svo er held ég barasta planið að fara á El Kjallaros, allavega skilst mér það. Satt best að segja er ég ekkert sérlega heit fyrir því að fara til suðureyrar á ball, hvað þá 16.ára ball. Þó svo að hljómsveitirnar heilla mann mjög svo :)
Laugardaginn er ég að fara með mömmu í listarsmiðjuna, ætla ath hvort það blundi ekki lítill listamaður í mér ;) hehe

Fékk popp og kók áðan í boði NMÍ og er núna pínu bumbult :o/.....en takk samt NMÍ :) (vil ekki fá skammir frá Jóa fyrir það að vera vanþakklát..... ;) hehe....)

Er í eyðu núna, ekki sérlega skemmtilegt. Aldrei neinn í eyðu á sama tíma og ég, júh Bjarni! En hann er alltaf sofandi með strákunum ;) hehe.....vá var að kíkja á klukkuna og eyðan mín er barasta alveg að verða búin :)

Þannig að ég ætla ekkert að hafa þetta lengra í dag.......
Ætla enda færsluna með því að koma með stuttan lagabút fyrir hana Gunnu Dóru mína sem mér þykir svo væntum :* (þó svo að hún sé með pínu brenglaðan húmor ;) ...)
*bammbammbamm*
það fara allir út
þegar mamma fer að kúúúúhúúúkaaa
Plobb Plobb Plobb
- Vera -

mánudagur, október 10, 2005

Mér leiðist það að leiðast ...

Mér leiðist ... þannig ég hef ekkert að gera skemmtilegt nema að hanga í tölvunni og stefna í glötun . Ikid Ikid :) ég hef ekkert að gera eins og fram hefur komið þannig ég ætla að dunda mér að gera þetta "núverandi" dæmi sem er á öllum heimasíðum í dag. hell yeah!!

Núverandi tími: 18:30
Núverandi föt: Addidas íþróttabuxur, hlýrabolur og Hummel íþróttapeysa
Núverandi skap: Flott og fínt skap
Núverandi hár: Slegið, mjög liðað og blautt
Núverandi pirringur: kjaftæða kjaftasögur
Núverandi lykt: ilmavatnið mitt, miracel summer frá lancome
Núverandi hlutur sem þú ættir að vera að gera: hmmm... ekkert ;)
Núverandi skartgripir: Hálsmen, eyrnalokkar og úr
Núverandi áhyggja: áhyggja smáhyggja ... jú jú ... smá áhygja
Núverandi löngun: í eitthvað að drekka .... reddum því, vatn!
Núverandi ósk: að allt verði gott og blessað
Núverandi farði: ný komin úr sturtu ... nenni ekki að óhreinka mig strax ;)
Núverandi eftirsjá: að hafa ekki bloggað áðan þegar ég var með þessa snilldar færslu í höfðinu
Núverandi vonbrigði: vobrigði eru til þess að gera mann þunglyndan
Núverandi skemmtun: var að enda við að skoða myndir sumarsins ;)
Núverandi ást: kemur þér ekki við, kjaftar ekki frá ef þú veist það ekki :) :*
Núverandi staður: Skrifborðið á gömlu skrifstofnni hans Gunnars afa.
Núverandi bók: Upphafið
Núverandi bíómynd: Ace Ventura -PetDetective-
Núverandi Íþrótt: Ganga og sund
Núverandi Tónlist: SIGN og félgar mínir í Coldplay
Núverandi lag á heilanum: Breathe með SIGN (er að hlusta á það)
Núverandi blótsyrði: djö...
Núverandi msn manneskjur: Mæsan mín og Kári frændi
Núverandi desktop mynd: lítið krúttlegt kraftaverk
Núverandi áætlanir fyrir kvöldið: vonandi einhver hittingur :D
Núverandi manneskja sem ég er að forðast: til hvers að forðast fólk? fólk forðast mig ef eitthvað er :D hehe ... Ikid Ikid
Núverandi hlutir á veggnum: hillur fullar af bókum, myndur og allskonar dóti :)

Þetta er alveg búið að eyða heilum 26 mín. af mínu lífi :) sko til ... þá er bara stutt í mat ;)

Hafið það gott krakkar mínir

Brúðkaupsafmæli :) (10.10.1976 = 29.ár)

Mínir elskulegu foreldrar eiga brúðkaupsafmæli í dag! Og eru þau búin að vera gift í 29.ár :-D
Og af því að ég veit að hún móðir mín les bloggið ( sem getur verið svoldið böggandi á köflum ;) hehe) þá langar mig að óska þeim innilega til hamingju með daginn og vona ég að þau eigi eftir að eiga að minnsta kosti 29.ár saman í viðbót! Elska ykkur svo mikið! :* :* :* :* :* :* :* :* :* :* :* :* :* :* :* :* :* :* :* :* :* :* :*
- Vera -

sunnudagur, október 09, 2005

Hallgrímur Pétursson - Neftóbakið er ekki hollt ;)

Tóbak nef neyðir,
náttúru eyðir,
upp augun breyðir,
út hrákann leiðir,
minnisafl meiðir,
máttleysi greiðir
og yfirlit eyðir.
Þar hafið þið það ;)
- Vera -

laugardagur, október 08, 2005

Mitt uppáhalds um þessar mundir....

Fast Car Lyrics by Tracy Chapman:

You got a fast car
I want a ticket to anywhere
Maybe we make a deal
Maybe together we can get somewhere

Anyplace is better
Starting from zero got nothing to lose
Maybe we'll make something
But me myself I got nothing to prove

You got a fast car
And I got a plan to get us out of here
I been working at the convenience store
Managed to save just a little bit of money
We won't have to drive too far
Just 'cross the border and into the city
You and I can both get jobs
And finally see what it means to be living

You see my old man's got a problem
He live with the bottle that's the way it is
He says his body's too old for working
I say his body's too young to look like his
My mama went off and left him
She wanted more from life than he could give
I said somebody's got to take care of him
So I quit school and that's what I did

You got a fast car
But is it fast enough so we can fly away
We gotta make a decision
We leave tonight or live and die this way

I remember we were driving driving in your car
The speed so fast I felt like I was drunk
City lights lay out before us
And your arm felt nice wrapped 'round my shoulder
And I had a feeling that I belonged
And I had a feeling I could be someone, be someone, be someone

You got a fast car
And we go cruising to entertain ourselves
You still ain't got a job
And I work in a market as a checkout girl
I know things will get better
You'll find work and I'll get promoted
We'll move out of the shelter
Buy a big house and live in the suburbs

I remember we were driving driving in your car
The speed so fast I felt like I was drunk
City lights lay out before us
And your arm felt nice wrapped 'round my shoulder
And I had a feeling that I belonged
And I had a feeling I could be someone, be someone, be someone

You got a fast car
And I got a job that pays all our bills
You stay out drinking late at the bar
See more of your friends than you do of your kids
I'd always hoped for better
Thought maybe together you and me would find it
I got no plans I ain't going nowhere
So take your fast car and keep on driving

I remember we were driving driving in your car
The speed so fast I felt like I was drunk
City lights lay out before us
And your arm felt nice wrapped 'round my shoulder
And I had a feeling that I belonged
And I had a feeling I could be someone, be someone, be someone

You got a fast car
But is it fast enough so you can fly away
You gotta make a decision
You leave tonight or live and die this way

- Vera -

föstudagur, október 07, 2005

Hvað haldið þið ?!

Það er allt hérna hjá kjellunni henni ömmu Guggu ;) Netið komið... þráðlaust og allt saman. nokkuð nett! Ég sé ekki fram á það að við flytjum í nýja húsið á mánaðarmótum okt.-nóv. frekar svona nóv.-des. Mikið eftir að gera sjáið til ;)

En jú, hér búum við fimm manna fjölskylda hjá ömmu Guggu, eilítið þröngt ef svo má segja, en gengur, ennþá ;) ég er reyndar ekkert búin að koma mér almennilega fyrir í herberginu "mínu" ... engin tími til þess.

Ég er búin að komast að einu sem mér finnst alveg öfga magnað. Það er í sambandi við fólk... hvers vegna að fara ská leiðina frekar en beinu leiðina? (flókið? nei, asnalega orðað hjá mér). sum pæsbíl : Ef ég myndi frétta eitthvað um einhvern, vin minn eða kunningja, þá myndi ég spyrja viðkomandi(allavega ef viðkomandi væri á "hvíta" listanum hjá mér) Ég færi ekki að spyrja aðra vini mína eða félaga, þá fær maður ekki allt s.s. allan sannleikan og staðreyndir! ;)
Það sem ég er held ég að reyna að segja að þið sem þorið ekki að spyrja mig að því sem þið viljið vita eruð brauð! (það vill enginn vera brauð!!) Ég er sérstaklega vonsvikin við vini mína og kunningja sem hafa farið ská leiðina ... En allavega .. bestu og hreinskilnustu svörin fáið þið hjá mér :) síminn er 8675560 ... ekki flókið ... farið beinu leiðina :þ

Ég er komin í ruglið og orðin rugluð ;) hehe ...

hafið það gott fólk

mánudagur, október 03, 2005

Hvað er málið....

Thinking..................með það að sama hversu oft maður les yfir glósurnar sínar þá líður manni samt eins og maður viti minna en þegar maður byrjaði að lesa!?! Bang Your Head Og hvenær er maður búinn að lesa nógu mikið? Face Plant


Tvo hlutapróf á morgun; Landafræði og Saga! Faint

Svo maður á víst ekkert að vera að hanga hér, koma sér í sturtu og lesa yfir glósurnar og sonna!

Langar samt að koma því á framfæri að þetta var ÆÐISLEG helgi! Vá! Ballið var skvo brillijant! Get ekki sagt annað. Hér koma punktar:

* Guðbjörg er saddisti og nýtur þess að fylla aðra ;)

* Allt sem ég gerð (bar-lega séð þá) og ástandið á mér er Bertu að kenn (hún er tilbúin að taka þetta allt á sitt breiða bak) ;) hehe

*Ég er crazy myndatökumaður, Gunna Dóra ætti að borga mér fyrir þessar frábæru myndir sem ég tók. Þó svo að ég sé ekki búin að sjá þær, en efa ekki að þær voru FRÁBÆRAR ;) hehe

* H2O fór bolnum mínum ekkert svo illa, þó sumir fengu skömm í hattinn ;) hehe

* Ég elska að vera á balli í víkinni minni fögru, svo stutt að fara heim :)

* Ég og Gunna Dóra erum svaðalegar í símanum á heimleið eftir ball Chatty hehe

* Ég dansaði eins og mófó, og við '85 árgangurinn kunnum ýmislegt síðan úr Grunnskóla ;)

* Berta á góðann kærasta svo mikið er víst ;)

* Shell framleiðir besta þunnildismat á sunnudögum ;)

* Afrakstur helgarinnar er kvef, og ég er ekki sú eina sem afrekaði það ;)

* Ólíklegustu hlutir geta skeð á mánudögum eftir ball-helgi ;)

Núna er tími til kominn að hætta, klukkan að ganga tólf og ég á eftir að fara í sturtu Shower

Góða nótt dúllurnar mínar :*

Over and out
- Vera -

Sunny....

Fór í gegnum skoðun with flying colours!;) Kominn með 2006 miða! YEAH! :-D