miðvikudagur, september 14, 2005

Sumarið er tíminn ... !!

.. ég held að ég sé að gera mér grein fyrir því að sumarið sé að líða sitt skeið! Ég er svoldið svekt yfir því. Þetta sumar, sem á mínum mælikvarða er búið (sepember, haustmáuður, skólarnir byrja), var eitt það skemmtilegasta sem ég hef upplifað, og hef ég nú upplifað þau mörg skemmtileg ;):)



Oftar en ekki voru helgar sumarsins svo skemmtilegar að margir voru vel eftir sig morguninn eftir ... enda "standandi" partý alveg hérna hægri vinstri, víðsvegar um Bolungarvíkina góðu :)



Kjallarinn var, er og verður alltaf staðurinn !!! shit ... ef þessi huggulegi staður hefur ekki bjargað sumrinu þá veit ég ekki hvað. Þjónustan þarna er líka alveg til fyrirmyndar og færir staðinn á hærra plan. t.d. kemur lögreglan færandi hendi með spilastokk, nefna vínið sem vantar, þá er það komið helgina eftir ... allt tip topp á þessum stað !! Plús ... engin reykingafnykur af manni eftir djammið þarna !



Svo auðvitað á svona klassa sumri kynntist ég og mínir fullt af fólki, sjóurum, fótboltaspilurum vinum þeirra og ég veit ekki hvað og hvað ... allt eru þetta ágætis fólk, svei mér þá. Gerðu suarið bara skemmtilegra ef eitthvað er!
Eins og myndin ber þess merki þá var ýmislegt gert sé til dundurs ;) og skemmtunar auðvitað líka !! :)

En krakkar mínir .. ég vil bara þakka öllum þeim sem skemmtu sér með mér, nálagt mér og ég veit ekki hvað og hvað, kærlega fyrir mig!!! Þetta sumar ... SUMARIÐ 2005 rokkar !! :) hell yeah

Engin ummæli: