* Mér finnst best að sofna á maganum, helst með hægri fótin svona bauglaðann saman upp að mér ;)
* Byrja á því að lesa ÖLL blöð á baksíðu og vinn mig svo til baka eða fram, hvort sem maður segir ;)
* Ég pissaði einu sinni úti í móa (fyrir utan garðinn heima) þegar ég var lítil! :-o það var
bara svo asskoti langt að fara inn á w.c ;)
* Það er bannað að tala við mig á morgnanna, ég er morgunfúl en samt bara fyrir átta ;)
* Þegar ég næ í gos eða eitthvað niðri í bílskúr á kvöldin/nóttunni hleyp ég alltaf upp stigana. Finnst alltaf eins og einhver sé fyrir aftan mig. (svona boogyman ;) ..) Og þegar ég var yngri hafði ég alltaf með mér skæri eða eitthvað álíka just in case! En núna þarf ég þess ekki, hef minn trygga varðhund með mér =)
Þar hafiði það! Þetta gengur víst eins og heitur eldur um allan blogg heiminn! Leikurinn gengur víst út á það að maður á að skrifa 5 staðreyndir um sjálfan sig sem eru ó- eða lítt þekktar. Ég má ekki vera minni kona og tek þátt í leiknum. Mæja Bet er búin að klukka mig og svo Ásta líka! :)
Svo í tilefni þess langar mig að klukka einhverja: Ásgeir-klukk ;), Þórdís frænka-klukk ;), Gulla Bing - klukk ;)
- Vera -
Engin ummæli:
Skrifa ummæli